Ströngustu skilyrði Svandísar taka gildi 18. september
Veðrið vinnur með hvölum í dag því skip Hvals hf. fara ekki til veiða á meðan hraustleg haustlægð gengur yfir land og mið. Frestun gildistöku hluta nýrrar reglugerðar matvælaráðherra til 18. september vinnur hins vegar með skyttunum.
FréttirHvalveiðar
2
Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi
Dýravelferðarsjónarmið sem urðu til þess að matvælaráðherra ákvað að banna hvalveiðar í júní voru ekki í forgrunni þegar ráðherrann tók ákvörðun um að leyfa þær að nýju frá og með morgundeginum, að sögn Henrys Alexanders Henryssonar, fulltrúa Siðfræðistofnunar HÍ í fagráði um velferð dýra. Enn er ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela, segir Henry.
SkýringHvalveiðar
4
Svandís: Vertíðin fer af stað á morgun
Degi áður en hvalveiðibann það sem matvælaráðherra setti tímabundið á í sumar átti að renna út hefur framhaldið verið ákveðið. Svandís Svavarsdóttir kynnti niðurstöðu sína, í þessu eldfima pólitíska máli, á sumarfundi ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum.
FréttirHvalveiðar
Skýrsla starfshóps um hvalveiðar á lokametrunum
Vonir standa til þess að skýrsla starfshóps sem matvælaráðherra skipaði í sumar um hvalveiðar komi út í vikunni. Ákvörðun ráðherra varðandi áframhald veiðanna mun í kjölfarið liggja fyrir.
FréttirHvalveiðar
1
Ný skýrsla: Efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil í þjóðhagslegu samhengi
Í fyrra nam útflutningsverðmæti hvalaafurða tæplega 0,8 prósentum af heildarútflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða, samkvæmt skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann fyrir matvælaráðuneytið. Fiskistofa Japans veitir lán til innflutnings á hvalkjöti frá Íslandi.
FréttirHvalveiðar
Ráðgjafi Hvals átti einkaleyfi á hluta sprengjuskutulsins í 20 ár
Hvalur hf. hyggst hefja hvalveiðar aftur í byrjun september eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði þær tímabundið fyrr í sumar. Einn helsti ráðgjafi Hvals hf. Egil Ole Øen, norskur dýralæknir, hannaði hluta sprengjuskutulsins sem notaður er við veiðarnar. Talsvert er rætt um Egil í nýlegri skýrslu Matvælastofnunar um veiðarnar. Hann segir í viðtali við Heimildina að sprengjuskutullinn hafi bætt hvalveiðarnar mikið.
AðsentHvalveiðar
1
Jóhann Bogason
Dragúldin smjörklípa
Ef það að verja stórbrotin spendýr með frestun á sprengjuregni milljarðamærings er til marks um brogaða stjórnsýslu, þá hlýtur salan á Íslandsbanka að hafa meira vægi í nákvæmlega sama skilningi.
SkýringHvalveiðar
2
Sagan af því þegar Kristján slúttaði vertíð og kenndi frekum sjómönnum um
Árið 2012 hætti Kristján Loftsson við að fara á hvalveiðivertíð. Uppgefin ástæða var sú að Sjómannafélagið gerðist svo djarft að setja fram kröfur um að Hvalur hf. bætti hvalföngurum afnám sjómannaafsláttarins. Fyrirhuguð uppgripavinna við hvalveiðar og hvalskurð fyrir um hundrað manns það sumarið varð að engu, án þess að samtök vinnandi fólks risu upp á afturlappirnar.
Spurt & svaraðHvalveiðar
„Ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“
Hvalveiðar munu ekki fara fram í sumar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tók í vikunni ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, tímabundið, til 31.ágúst. Ákvörðunina tók hún í kjölfar afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra. Heimildin fór á stúfana og fékk álit vegfarenda, innlendra sem erlendra, á hvalveiðum.
AðsentHvalveiðar
2
Árni Finnsson
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins með skutulinn í rassinum
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar því að leiðarahöfundur Morgunblaðsins sleppi gömlu tuggunum um að hvalir éti allan fiskinn í sjónum og þess vegna verði að grisja hvalastofna hressilega. „Hann hefur væntanlega frétt það frá LÍÚ/SFS að enginn trúir þeirri vitleysu lengur. Nema ef vera skyldi Kristján Loftsson.“
FréttirHvalveiðar
7
Kristján í Hval kallar Svandísi öfgafullan kommúnista
Hvalaútgerðarmaðurinn Kristján Loftsson vandar Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki kveðjurnar í viðtali í Morgunblaðinu, þar sem hann segir að „öfgafullur kommúnisti“ stjórni matvælaráðuneytinu. Svandís setti tímabundið bann á hvalveiðar í ljósi svartrar skýrslu Matvælastofnunar um meðferð dýra við veiðarnar.
ViðtalHvalveiðar
2
Svandís Svavarsdóttir: Lét Katrínu og utanríkisráðuneytið vita í gær
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að skiptar skoðanir hafi verið í ríkisstjórn um þá ákvörðun hennar að fresta hvalveiðivertíðinni til 31. ágúst. Í samtali við Heimildina segir hún ekki óeðlilegt að leyfishafinn Hvalur hf. geri ágreining við ákvörðunina, en telur meðalhófs gætt af hálfu ráðuneytisins.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.