Flokkur

Heilbrigðismál

Greinar

Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts
Fréttir

Kon­ur hættu eft­ir­með­ferð við krabba­meini vegna lækna­skorts

Þær kon­ur sem hafa und­ir­geng­ist með­ferð við brjóstakrabba­meini hafa þurft að fresta lækni­svið­tali í allt að ár vegna skorts á lækn­um. Land­spít­al­inn hef­ur nú skert þjón­ust­una og til­kynnt kon­un­um að þær fái sím­tal við hjúk­un­ar­fræð­ing í stað lækni­svið­tals. Aldrei hafa ver­ið færri krabba­meins­lækn­ar starf­andi á Ís­landi frá því að krabba­meins­lækn­ing­ar urðu til sem sér­grein upp úr 1980.
Fóstrum með Downs hvergi eins markvisst eytt og hér
Úttekt

Fóstr­um með Downs hvergi eins mark­visst eytt og hér

Downs-heil­kenn­ið er hvorki sjúk­dóm­ur né van­sköp­un, þrátt fyr­ir að vera sett und­ir þá skil­grein­ingu í lög­um um fóst­ur­eyð­ing­ar. Þetta árétt­ar Þór­dís Inga­dótt­ir, formað­ur Fé­lags áhuga­fólks um Downs-heil­kenn­ið, sem seg­ir að auk­inn­ar um­ræðu sé þörf í sam­fé­lag­inu og á vett­vangi stjórn­mála um þá stað­reynd að nær öll­um fóstr­um sem grein­ast með Downs-heil­kenni sé eytt hér á landi.
„Munum aldrei geta gert allt sem okkur langar til“
Spurt & svarað

„Mun­um aldrei geta gert allt sem okk­ur lang­ar til“

Upp­bygg­ing heild­stæðr­ar heil­brigðs­stefnu er Ótt­ari Proppé heil­brigð­is­ráð­herra of­ar­lega í huga. Hann seg­ir að þó enn sé ekki unn­ið eft­ir tíma­settri áætl­un muni lín­ur skýr­ast þeg­ar fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar ligg­ur fyr­ir 1. apríl. Hon­um þyk­ir gagn­rýni sem Björt fram­tíð hef­ur feng­ið á sig að und­an­förnu ekki að öllu leyti sann­gjörn og seg­ir flokk­inn og Við­reisn hafa tengt sig sam­an eft­ir kosn­ing­ar til að forð­ast að verða að póli­tísku upp­fyll­ing­ar­efni fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.
Vill áfengi í búðir og efast um gildi vísindarannsókna
Fréttir

Vill áfengi í búð­ir og ef­ast um gildi vís­inda­rann­sókna

Teit­ur Björn Ein­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrsti flutn­ings­mað­ur áfeng­is­frum­varps­ins á Al­þingi, dreg­ur í efa gildi rann­sókna og álits heil­brigð­is­stofn­ana um að auk­ið að­gengi að áfengi muni mjög lík­lega auka neyslu áfeng­is. Hann sló á létta strengi og sagði: „Mann­kyn­ið er að með­al­tali með eitt eista“. Land­læknisembætt­ið ít­rek­ar við­var­an­ir sín­ar um sam­fé­lags­leg­an skaða af frum­varp­inu.
Stefán Karl á batavegi og þakkar samborgurum sínum: „Ekkert illt að sjá“
Reynsla

Stefán Karl á bata­vegi og þakk­ar sam­borg­ur­um sín­um: „Ekk­ert illt að sjá“

Stefán Karl Stef­áns­son, sem und­ir­geng­ist hef­ur krabba­meins­með­ferð, seg­ir mein­ið far­ið og „ekk­ert illt að sjá“. Hann und­ir­býr sig fyr­ir fyr­ir­byggj­andi geislameð­ferð og þakk­ar sam­borg­ur­um sín­um. „Takk fyr­ir all­ar kveðj­urn­ar og stuðn­ing­inn eins og alltaf, handa­bönd­in úti í búð, klapp­inu á bak­ið og fal­legu bros­un­um sem mað­ur fær hvar sem mað­ur kem­ur.“
Fann fyrir létti þegar  dóttirin fór í fangelsi
Fréttir

Fann fyr­ir létti þeg­ar dótt­ir­in fór í fang­elsi

End­ur­reisn geð­heil­brigðis­kerf­is­ins er lyk­ill­inn að því að fækka föng­um, seg­ir móð­ir konu á fer­tugs­aldri, sem afplán­ar núna dóm í fang­els­inu á Hólms­heiði. Dótt­ir henn­ar hefði þurft á að­stoð að halda þeg­ar hún var barn og ung­ling­ur en fékk ekki við­eig­andi að­stoð og leit­aði í fíkni­efni til að deyfa sárs­auk­ann sem hún sat uppi með.
Nýtt fíkniefni á Íslandi getur verið lífshættulegt
Fréttir

Nýtt fíkni­efni á Ís­landi get­ur ver­ið lífs­hættu­legt

Fíkni­efn­ið 2C-B er nú boð­ið til sölu í lok­uð­um ís­lensk­um sölu­hóp­um á sam­fé­lags­miðl­in­um Face­book. Um er að ræða vara­samt verk­smiðju­fram­leitt efni sem kom til lands­ins í miklu magni á þessu ári. Efn­ið er örv­andi, veld­ur of­skynj­un­um og get­ur ver­ið lífs­hættu­legt að mati sér­fræð­ings í klín­ískri eit­ur­efna­fræði við Land­spít­al­ann.

Mest lesið undanfarið ár