Flokkur

Fólk

Greinar

Konan mín  beitti mig ofbeldi
Viðtal

Kon­an mín beitti mig of­beldi

„Þeg­ar tal­að er um heim­il­isof­beldi er yf­ir­leitt ver­ið að lýsa svo svaka­lega ljót­um hlut­um þar sem sterk­ir menn berja litl­ar kon­ur í buff. Þetta var ekk­ert í lík­ingu við það. En þetta var samt hræði­legt,“ seg­ir Dof­ri Her­manns­son. Hann seg­ist hafa bú­ið í sex­tán ár með konu sem hafi beitt and­legu og lík­am­legu of­beldi. Eft­ir skiln­að hafi hann vilj­að leggja það að baki sér, en nú sé hann að missa sam­band­ið við eldri börn­in og það geti hann ekki sætt sig við.
Líf eftir barnsmissi á meðgöngu
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi á með­göngu

Rétt­ur for­eldra er tals­vert ólík­ur eft­ir því hvenær barn deyr. For­eldr­ar sem fæða and­vana barn eiga rétt á þrem­ur sam­eig­in­leg­um mán­uð­um í fæð­ing­ar­or­lofi, en for­eldr­ar barns sem deyr skömmu eft­ir fæð­ingu eiga hins veg­ar rétt á fullu fæð­ing­ar­or­lofi. „Hið and­lega bata­ferli er af sama meiði hvort sem barn­ið lést í móð­urkviði eða stuttu eft­ir fæð­ingu,“ seg­ir Páll Val­ur Björns­son, sem vill breyta kerf­inu.
Fólksflótti úr borginni
Úttekt

Fólks­flótti úr borg­inni

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 40 pró­sent á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um og leigu­verð sömu­leið­is. Ungt fólk á sér litla von um að kaupa íbúð án að­stoð­ar og fá­um tekst að safna sér fyr­ir út­borg­un á grimm­um leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ungt fólk sem hef­ur gef­ist upp á hús­næð­is­mark­að­in­um í þétt­býl­inu og flutt út á land. Þar greið­ir það jafn­vel minna á mán­uði fyr­ir stór ein­býl­is­hús en það gerði fyr­ir litl­ar leigu­íbúð­ir í Reykja­vík.
Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið undanfarið ár