Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leigja sér lífsgæðin

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir og Guð­mund­ur Kristján Jóns­son búa í bjartri og fal­legri leigu­íbúð í mið­borg­inni. Bæk­ur og líf­leg­ar mynd­ir setja sterk­an svip sinn á heim­il­ið sem og róm­an­tísk smá­at­riði á borð við veggl­ista og ró­sett­ur.

Heiða Kristín og Guðmundur Kristján bjóða blaðamanni og ljósmyndara Stundarinnar upp á ljúffengan dögurð á gráum laugardegi í október. Sætur súkkulaðiilmur berst frá íbúðinni þegar okkur ber að garði og við hefjum spjallið í eldhúsinu þar sem undirbúningurinn fer fram. „Við Gummi kynntumst fyrir rúmum tveimur árum síðan, í júlí 2013,“ byrjar Heiða Kristín á meðan hún malar kaffibaunir og sýður vatn. „Þá var hann að smíða viðbyggingu við hús sem foreldrar hans eiga í Syðridal á Bolungarvík, en hann var á þessum tíma í námi í skipulagsfræði í Kanada. Síðustu ár hefur Gummi farið mikið á milli Toronto og Reykjavíkur og við strákarnir höfum eytt dágóðum tíma þar líka, en síðastliðið haust langaði okkur mjög að flytja eitthvert sem væri okkar heimili. Saman.“ 

Hlutirnir gerðust hratt þegar þau byrjuðu að leita sér að húsnæði. „Við sáum 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár