Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Siglt inn í sólarlagið

Ein­ar Hann­es­son lög­fræð­ing­ur fékk nóg af starfi við skriffinnsku í Brus­sel og ákvað að kaupa skútu. Hann sigldi um höf­in í þrjú ár, naut lífs­ins í botn og kynnt­ist nýj­um stöð­um og fólki. Svo kom skell­ur­inn. Hann greind­ist með ólækn­andi krabba­mein.

Hann virðist vera hreystin uppmáluð. Heilsar glaðlega.

Útsýnið úr skrifstofunni hans: Sjórinn. Fossvogskirkjugarður. Nýbyggingar.

Heiður himinninn.

Staflar af blöðum liggja á skrifborðinu. Það er mikið að gera.

Hann er sjómannssonur frá Reykjavík; sonur Hannesar Einarssonar og Ragnheiðar Gísladóttir. Albróðirinn er Grétar og svo á Einar tvo hálfbræður samfeðra, Stefán og Svein, en foreldrarnir skildu þegar hann var 15 ára.   

Hannes var stýrimaður á ísfisktogaranum Ögra en varð síðar skipstjóri á frystitogaranum Frera sem gerður var út frá Reykjavík.

„Túrarnir voru upp í 50-60 daga langir. Ég var orðinn fjögurra ára þegar pabbi var heima á jólunum í fyrsta skipti.“

Einar ólst fyrstu árin upp í Vesturbænum og bjó fjölskyldan í húsi við hliðina á kínverska sendiráðinu. 

„Ég öðlaðist djúpan skilning á Kínverjum þegar ég var fimm ára. Ég átti það stundum til að vera svolítill grallari. Það var gaman að leika sér í garði sendiráðsins og mér er minnisstætt að ég hélt einu sinni í garðslöngu, sem var í garðinum, og sprautaði á fólk sem gekk fram hjá.“ 

Hann hlær. „Þá var ég tæknilega séð á kínversku landsvæði og sprautaði á gamlar konur sem gengu fram hjá. Það er athyglisvert að Kínverjarnir ráku ekki þennan strákpjakk af lóðinni sinni heldur skrúfuðu fyrir vatnið innan úr húsi. Þá áttaði ég mig á því að sumir gera hlutina mjög diplómatískt.“
Seinna átti Einar svo sannarlega eftir að umgangast diplómata úti í hinum stóra heimi.

Úr lögfræði í Hawaii-skyrtu

Svo var flutt í Njörvasundið. „Ég lék mér í kúrekaleikjum eða fallinni spýtu eins og krakkar gerðu þá og var stundum í fótbolta. Ég hafði líka gaman af að bauka eitthvað í kompunni heima við smíðar en síðar fékk ég svo áhuga á að framkalla ljósmyndir í kjallaranum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár