Fréttamál

Ferðaþjónusta

Greinar

Náttúrupassi, ívilnanir og aðstoðarmenn í kosningaham
Úttekt

Nátt­úrupassi, íviln­an­ir og að­stoð­ar­menn í kosn­inga­ham

Staða Ragn­heið­ar El­ín­ar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins er veik­ari en nokkru sinni fyrr. Hvert vand­ræða­mál­ið á fæt­ur öðru hef­ur sett svip á ráð­herra­fer­il henn­ar. Eft­ir að til­kynnt var um haust­kosn­ing­ar réði ráð­herr­ann sér nýj­an að­stoð­ar­mann sem læt­ur ekki sitt eft­ir liggja í kynn­ing­ar­mál­um fyr­ir próf­kjörs­bar­áttu Ragn­heið­ar El­ín­ar.
Skuggahliðar ferðamennskunnar
ÚttektFerðaþjónusta

Skugga­hlið­ar ferða­mennsk­unn­ar

Tölu­vert færri Ís­lend­ing­ar kusu að ferð­ast inn­an­lands í sum­ar mið­að við und­an­far­in ár. Fjölg­un er­lendra ferða­manna þrýst­ir upp verði og þá hef­ur átroðn­ing­ur á vin­sæl­um ferða­manna­stöð­um vald­ið því að sí­fellt fleiri krefjast gjalds af ferða­mönn­um sem vilja skoða ís­lenska nátt­úru. Þrátt fyr­ir að ferða­þjón­ust­an hafi skap­að fjöl­mörg störf er þess­ari nýju at­vinnu­grein með­al ann­ars hald­ið uppi af illa laun­uðu starfs­fólki og jafn­vel er­lend­um sjálf­boða­lið­um. Eru Ís­lend­ing­ar að verða lág­laun­að þjón­ustu­fólk fyr­ir lúx­us-ferða­menn á með­an ör­fá­ir, út­vald­ir, græða?
Ríkissjóður fær engar leigutekjur af arðbærri notkun á Langjökli
FréttirFerðaþjónusta

Rík­is­sjóð­ur fær eng­ar leigu­tekj­ur af arð­bærri notk­un á Lang­jökli

Ekki ligg­ur fyr­ir hver er eig­andi svæð­is­ins þar sem ís­göng­in í Lang­jökli eru. Millj­óna tekj­ur á dag af ís­göng­un­um en óvíst er hver leig­an fyr­ir land­ið verð­ur. Deilt er um það fyr­ir dóm­stól­um að sögn stjórn­ar­for­manns Into the glacier ehf. Á með­an greið­ir fyr­ir­tæk­ið enga leigu fyr­ir af­not af land­inu. Um 150 gest­ir fóru í göng­in á dag í lok árs í fyrra og hlupu tekj­ur dag hvern á nokkr­um millj­ón­um króna.
Engeyingarnir græddu rúmar 400 milljónir og tóku sér 50 milljóna arð
FréttirFerðaþjónusta

Eng­ey­ing­arn­ir græddu rúm­ar 400 millj­ón­ir og tóku sér 50 millj­óna arð

Rútu­fyr­ir­tæki Eng­ey­ing­anna hef­ur skil­að nærri 1.200 millj­óna króna hagn­aði á tveim­ur ár­um. Fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki Ein­ars og Bene­dikts Sveins­son­ar og barna þeirra. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra er sá eini úr fjöl­skyld­unni sem ekki á hlut í fyr­ir­tæk­inu. Seldu 35 pró­senta hlut fyrr á ár­inu.

Mest lesið undanfarið ár