Flokkur

Börn

Greinar

Telja að formaður hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmdan kynferðisbrotamann
Fréttir

Telja að formað­ur hefði átt að víkja vegna tengsla við dæmd­an kyn­ferð­is­brota­mann

Fé­lags­mála­nefnd Ísa­fjarð­ar­bæj­ar mælti gegn styrk­veit­ingu til Sól­stafa, systra­sam­taka Stíga­móta. Fyrr­ver­andi eig­in­mað­ur Gunn­hild­ar Elías­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, er dæmd­ur kyn­ferð­is­brota­mað­ur. Starfs­menn Sól­stafa telja að hún hefði átt að víkja við af­greiðslu um­sókn­ar­inn­ar. „Óþverra­legt að tengja þessi tvö mál sam­an,“ seg­ir Gunn­hild­ur.
„Þið eruð að ræna barninu mínu“
Úttekt

„Þið er­uð að ræna barn­inu mínu“

For­eldr­ar barna með fjöl­þætt­an vanda standa eft­ir ráða­laus­ir og ör­vænt­inga­full­ir, þeg­ar full­reynt er með þau fáu úr­ræði sem eru í boði. Rík­ið hef­ur ekki gert þjón­ustu­samn­ing við Vina­kot, einka­rek­ið með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda, og ekki rík­ir jafn­ræði eft­ir sveit­ar­fé­lög­um hvort börn fái þjón­ustu það­an. Barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarð­ar greip ný­ver­ið til neyð­ar­ráð­stöf­un­ar í lög­um til að fjar­lægja stúlku úr Vina­koti og koma henni í fóst­ur. Móð­ir stúlk­unn­ar tal­ar um mis­beit­ingu á valdi.
„Þetta fór eins og mikill meiri­hluti svona mála“
Viðtal

„Þetta fór eins og mik­ill meiri­hluti svona mála“

Hild­ur Björk Mar­grét­ar­dótt­ir er eitt af and­lit­un­um á bakvið erf­iða töl­fræði í kyn­ferð­is­brota­mál­um. Hún seg­ist hafa ver­ið mis­not­uð í æsku af manni sem tengd­ist henni. Hún lýs­ir brot­um manns­ins, af­leið­ing­um þeirra og hvernig hún náði að vinna sig út úr of­beld­inu. Hild­ur seg­ist hafa náð mest­um bata þeg­ar hún fór að opna sig um mál­ið. Hún kærði mann­inn til lög­reglu fyr­ir nærri tíu ár­um síð­an en mál­inu var vís­að frá þar sem um var ræða orð gegn orði. Meint­ir gerend­ur eru að­eins dæmd­ir sek­ir í fimmta hverju til­kynntu kyn­ferð­is­broti gegn börn­um.
Líf eftir barnsmissi á meðgöngu
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi á með­göngu

Rétt­ur for­eldra er tals­vert ólík­ur eft­ir því hvenær barn deyr. For­eldr­ar sem fæða and­vana barn eiga rétt á þrem­ur sam­eig­in­leg­um mán­uð­um í fæð­ing­ar­or­lofi, en for­eldr­ar barns sem deyr skömmu eft­ir fæð­ingu eiga hins veg­ar rétt á fullu fæð­ing­ar­or­lofi. „Hið and­lega bata­ferli er af sama meiði hvort sem barn­ið lést í móð­urkviði eða stuttu eft­ir fæð­ingu,“ seg­ir Páll Val­ur Björns­son, sem vill breyta kerf­inu.
Líf eftir barnsmissi
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi

Eft­ir margra ára bar­áttu með lang­veiku barni, og þeirri fé­lags­legu ein­angr­un sem felst í umönn­un­ þess, eru for­eldr­ar skild­ir eft­ir í lausu lofti við barns­missi. Enga op­in­bera reglu­gerð er að finna á Ís­landi í dag sem skil­grein­ir rétt­indi for­eldra við and­lát barns og dæmi eru um að for­eldr­ar skrái sig í nám eða á at­vinnu­leys­is­bæt­ur því þeir treysta sér ekki strax á vinnu­mark­að. Eng­in end­ur­hæf­ing stend­ur til boða fyr­ir for­eldra sem hafa misst börn sín.

Mest lesið undanfarið ár