Flokkur

Barnavernd

Greinar

Sagan öll fyrir dómi: Sakaður um að misþyrma tveggja ára barni hrottalega
Fréttir

Sag­an öll fyr­ir dómi: Sak­að­ur um að mis­þyrma tveggja ára barni hrotta­lega

Að­al­með­ferð í máli Kaj Ant­ons Arn­ars­son­ar, 24 ára Ís­lend­ings sem set­ið hef­ur í fang­elsi í Stavan­ger frá því í októ­ber á síð­asta ári, er lok­ið. Kaj Ant­oni er gef­ið að sök að hafa mis­þyrmt tveggja ára ís­lensk­um dreng hrotta­lega tvo daga í röð á með­an móð­ir drengs­ins var við vinnu. Litli dreng­ur­inn átti að vera á leik­skóla en var veik­ur þessa ör­laga­ríku daga. Sag­an öll hér á vefn­um.
„Þið eruð að ræna barninu mínu“
Úttekt

„Þið er­uð að ræna barn­inu mínu“

For­eldr­ar barna með fjöl­þætt­an vanda standa eft­ir ráða­laus­ir og ör­vænt­inga­full­ir, þeg­ar full­reynt er með þau fáu úr­ræði sem eru í boði. Rík­ið hef­ur ekki gert þjón­ustu­samn­ing við Vina­kot, einka­rek­ið með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda, og ekki rík­ir jafn­ræði eft­ir sveit­ar­fé­lög­um hvort börn fái þjón­ustu það­an. Barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarð­ar greip ný­ver­ið til neyð­ar­ráð­stöf­un­ar í lög­um til að fjar­lægja stúlku úr Vina­koti og koma henni í fóst­ur. Móð­ir stúlk­unn­ar tal­ar um mis­beit­ingu á valdi.

Mest lesið undanfarið ár