Flokkur

Aflandsfélög

Greinar

Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu
AfhjúpunPanamaskjölin

Flett of­an af Björgólfs­feðg­um: Reikn­ing­ur í skatta­skjóli og banka­hólf opn­uð í hrun­inu

Gögn frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca varpa ljósi á ótrú­lega um­fangs­mik­il við­skipti feðg­anna Björgólfs Guð­munds­son­ar og Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar í skatta­skjól­um fyr­ir og eft­ir hrun­ið 2008. Feðg­arn­ir tengd­ir meira en 50 fé­lög­um. Dótt­ir Björgólfs Guð­munds­son­ar opn­aði banka­reikn­ing og banka­hólf í Sviss og neit­ar að segja af hverju. Óþekkt lán­veit­ing upp á 3,6 millj­arða til Tor­tóla­fé­lags. Fé­lag sem Björgólf­ur eldri stýrði fékk millj­arð í lán sem aldrei fékkst greitt til baka. Nær öll fyr­ir­tæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skatta­skjóli.
Eiga fé í skattaskjólum en segjast eignalaus á Íslandi
FréttirPanamaskjölin

Eiga fé í skatta­skjól­um en segj­ast eigna­laus á Ís­landi

Fyrr­ver­andi eig­end­ur og stjórn­end­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Sunds eru prókúru­haf­ar í þrem­ur skatta­skjóls­fé­lög­um á Seychell­es-eyj­um. Þeir skilja eft­ir sig skulda­slóð á Ís­landi en nota fé­lög­in í skatta­skjól­inu til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi. Skipta­stjóri Sunds seg­ir að erf­ið­lega hafi geng­ið að inn­heimta kröf­ur sem fyrri eig­end­ur Sunds voru dæmd­ir til að greiða þrota­bú­inu.
Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“
FréttirPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: „Þessi reynsla varð mér per­sónu­lega mjög erf­ið“

Eggert Claessen, fram­kvæmda­stjóri Frum­taks, átti fyr­ir­tæki í skatt­skjól­inu Tor­tólu sem fékk lán til fjár­fest­inga á ár­un­um fyr­ir hrun. Hann seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið stofn­að að und­ir­lagi Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Frum­tak sér um rekst­ur tveggja fjár­fest­ing­ar­sjóða þar sem líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru stór­ir hlut­haf­ar.
Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug fengu 162 milljóna fjármagnstekjur frá Wintris árið 2009
FréttirWintris-málið

Sig­mund­ur Dav­íð og Anna Sig­ur­laug fengu 162 millj­óna fjár­magn­s­tekj­ur frá Wintris ár­ið 2009

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son reyn­ir að stilla eign­ar­hald­inu á Wintris upp eins og hann hafi aldrei átt hlut í fé­lag­inu. Hann birt­ir upp­lýs­ing­ar um skatt­skil eig­in­konu sinn­ar frá þeim tíma þeg­ar hún átti Wintris en birt­ir ekki upp­lýs­ing­ar um eig­in skatta­skil jafn­vel þó hann hafi átt Wintris með henni. Sig­mund­ur Dav­íð seg­ir að þau hjón­in hafi greitt meira en 300 millj­ón­ir í skatta frá ár­inu 2007 en hann seg­ir ekki frá eig­in skatt­greiðsl­um.
Panama-skjölin: Einn ríkasti útgerðarmaður landsins með hlut í félagi á Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Einn rík­asti út­gerð­ar­mað­ur lands­ins með hlut í fé­lagi á Tor­tólu

Út­gerð­ar­stjóri og næst­stærsti hlut­hafi Sam­herja, Kristján Vil­helms­son, var skráð­ur fyr­ir hlut í fyr­ir­tæk­inu í Horn­blow Cont­in­ental Corp. Kristján og kona hans eiga eign­ir upp á um sjö millj­arða króna. Ann­ar hlut­hafi í Horn­blow, Hörð­ur Jóns­son, seg­ir að fé­lag­ið hljóti að hafa ver­ið stofn­að í gegn­um Lands­banka Ís­lands.
Grafarán, hórmang og smygl: Auður Dorritar Moussaieff
Fréttir

Grafarán, hór­mang og smygl: Auð­ur Dor­rit­ar Moussai­eff

Upp­runi fjöl­skyldu­veld­is Dor­rit­ar Moussai­eff er reifara­kennd saga. Að­al­per­sóna henn­ar er fað­ir Dor­rit­ar, Shlomo Moussai­eff. Ný­lega kom út bók­in Un­holy Bus­iness þar sem ólög­leg­ur flutn­ing­ur og versl­un á forn­mun­um fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs er skoð­að­ur í kjöl­inn, og er hlut­ur föð­ur Dor­rit­ar þar mjög fyr­ir­ferð­ar­mik­ill. Skatta­leg fim­leika­stökk Dor­rit­ar á milli landa til þess að halda fjár­mun­um ut­an seil­ing­ar skatta­yf­ir­valda höggva svo í sama knérunn og fað­ir­inn.
Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli
RannsóknPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Systkin­in fjög­ur með fé­lög í skatta­skjóli

Skatta­yf­ir­völd á Tor­tóla reyndu að fá upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu fé­lags Karls Werners­son­ar á Tor­tólu. Karl seg­ir skatta­yf­ir­völd á Ís­landi hafa skoð­að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins án frek­ari að­gerða. Þrjú af systkin­um Karls stofn­uðu fyr­ir­tæki í gegn­um Mossack Fon­seca en eitt þeirra, Ing­unn Werners­dótt­ir, fékk tæpa fimm millj­arða króna þeg­ar hún seldi Karli og Stein­grími Werners­son­um hlut sinn í Milest­one ár­ið 2005. Skúli Eggert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri seg­ir upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við lág­skatta­ríki hafa gert mik­ið gagn.
Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar
FréttirPanama-skjölin

Yf­ir­lýs­ing Bene­dikts um Tor­tóla­fé­lag­ið vek­ur upp marg­ar spurn­ing­ar

Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir að yf­ir­lýs­ing Bene­dikts Sveins­son­ar um eign­ar­hald Tor­tóla­fé­lags hans á fast­eign á Flórída skilji eft­ir sig marg­ar spurn­ing­ar. Bene­dikt seg­ir að fyr­ir­tæk­ið á Tor­tóla hafi ver­ið tekju­laust og hafi aldrei átt neitt fé. Samt hef­ur þetta fé­lag keypt hús á 45 millj­ón­ir króna og rek­ið það um sex­tán ára skeið.
Panamaskjölin: Benedikt, faðir Bjarna, átti félag í skattaskjólinu Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Bene­dikt, fað­ir Bjarna, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu ásamt eig­in­konu sinni. Bene­dikt stofn­aði líka fé­lag í Lúx­em­borg sem um­tals­vert skatta­hag­ræði var af. Bjarni Bene­dikts­son var full­trúi föð­ur síns í stjórn­um margra fyr­ir­tækja á ár­un­um fyr­ir hrun, með­al ann­ars skipa­fé­lags­ins Nes­skipa sem átti dótt­ur­fé­lög í Panama og á Kýp­ur.

Mest lesið undanfarið ár