Ójá, svo bankamenn og stjórnarmenn fjármálafyrirtækja eiga skilið milljónatugi í bónusa af því þeir eru svo duglegir?
Þvílík steypa!
Það er löngu búið að sýna fram á að bónusar í fjármálakerfi hafa EKKI jákvæð áhrif á starfið.
Sjá til dæmis þessa grein hér.
Það er sem sagt engin skynsamleg ástæða fyrir þessum bónusum - og raunar heldur ekki fyrir ofurlaununum sem tíðkast í þessum bransa.
Og siðferðilega er heldur engin ástæða fyrir þessum ofurbónusum.
Hvers vegna tíðkast þeir þá?
Ástæðan er vitaskuld ofureinföld.
Í fjármálafyrirtækjum er sýslað með peninga, mikla peninga. Menn ráðskast með háar upphæðir, og geta haft áhrif á hvert þeim er veitt.
Menn gera það - af því þeir geta það.
Eins og sníkjudýr.
Athugasemdir