Ásgerður Jóhannesdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi árið 1998 og leitaði sér ekki hjálpar fyrr en ellefu árum síðar, þegar hún varð fyrst tilbúin til þess að segja frá því. Það hjálpaði ekki að hún vissi aldrei nákvæmlega hvað henni var gert, það eina sem hún veit er að henni voru byrluð lyf og hún vaknaði upp á ókunnugum stað þar sem búið var að brjóta gegn henni kynferðislega.
„Ég fór í partí og það var sett eitthvað í glasið hjá mér. “
„Ég varð fyrir kynferðisofbeldi 1998. Ég fór í partí og það var sett eitthvað í glasið hjá mér. Ég veit ekki hvað það var. Ég vaknaði bara einhvers staðar þar sem ég þekkti mig ekki. Í rauninni veit ég ekki hvað gerðist, það eina sem ég veit er að það var gert eitthvað við mig.“
Hún segir frá þessari reynslu í tengslum við átakið Styttum svartnættið sem Stígamót stendur fyrir. Þar segja þolendur kynferðisofbeldis frá því hversu langan tíma það tók þá að leita sér hjálpar og hvaða gildi það hafði.
Athugasemdir