Innflytjendamál eru víðtæk og fela í sér aðlögun hvers innflytjanda, viðhorf móttökuþjóðar, straum mismunandi menningar, trúarbragða og svo framvegis. Jafnvel þótt aðlögunarferli innflytjanda á Íslandi sé aðeins skoðað er talsverður munur á því hvort um búsetuflutning frá ESB-ríkjunum sé um að ræða eða búsetuflutning frá Asíu eða Afríkulöndunum.
Ég flutti til Íslands í apríl árið 1992, þannig að ég er búinn að vera hér í yfir 24 ár. Mig langar til þess að velta aðlögunarferlinu aðeins fyrir mér út frá eigin reynslu, án þess að alhæfa að mínar vangaveltur eigi við um alla innflytjendur á Íslandi. Þetta er persónuleg pæling.
Það sem styður innflytjanda í aðlögunarferli
„Hvers saknarðu frá Japan?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft. Yfirleitt er tilfinningin um að sakna einhvers frá heimalandinu sterk þegar aðlögunarferli innflytjandans er að hefjast. Söknuðurinn hlýtur að minnka með tímanum ef aðlögunin gengur vel. Vel heppnuð aðlögun snýst um að finna …
Athugasemdir