Þorgeir Helgason

Blaðamaður

Birta bréfið sem veitir Róberti óflekkað mannorð
FréttirKynferðisbrot

Birta bréf­ið sem veit­ir Ró­berti óflekk­að mann­orð

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur af­hent Stund­inni bréf­ið sem veit­ir Ró­berti Dow­ney upp­reist æru. Und­ir það skrifa Ólöf Nor­dal og Ragn­hild­ur Hjalta­dótt­ir og for­set­inn „fellst á til­lög­una“. Bjarni Bene­dikts­son gaf fyr­ir rúm­um sex vik­um til kynna að hann hefði tek­ið við mál­inu af Ólöfu en leið­rétti það ekki fyrr en í gær.
Auglýsa bjór í þjóðhátíðarmyndbandi
Fréttir

Aug­lýsa bjór í þjóð­há­tíð­ar­mynd­bandi

Í mynd­bandi við þjóð­há­tíð­ar­lag­ið Þjóð­há­tíð bíð­ur má margoft sjá Tu­borg bregða fyr­ir. Auð­unn Blön­dal seg­ir ekki ætl­un­ina að aug­lýsa áfengi held­ur sjá­ist bara ekki að um lét­töl sé að ræða. For­stjóri Öl­gerð­ar­inn­ar þver­tek­ur fyr­ir að um aug­lýs­ingu að ræða, en Auð­unn stað­fest­ir að þeir hafi feng­ið hjálp frá þeim við gerð mynd­bands­ins, auk þess sem Tu­borg fékk sér­stak­ar þakk­ir við birt­ingu þess.
Ráðherra notar þingsal í auglýsingaskyni og hæðist að gagnrýni
FréttirACD-ríkisstjórnin

Ráð­herra not­ar þingsal í aug­lýs­inga­skyni og hæð­ist að gagn­rýni

Björt Ólafs­dótt­ir, um­hverf­is og auð­linda­ráð­herra, sat fyr­ir á aug­lýs­ingu fyr­ir nána vin­konu sína í sal Al­þing­is. Í siða­regl­um ráð­herra er skýrt kveð­ið á um ráð­herra beri ekki að nota stöðu sína til per­sónu­legs ávinn­ings fyr­ir ná­komna. Björt tjáði sig um mál­ið á Face­book og þyk­ir það ekki merki­legt.
Sjö vikna gamalt stúlkubarn í einangrun vegna kíghósta
Fréttir

Sjö vikna gam­alt stúlku­barn í ein­angr­un vegna kíg­hósta

Rúma viku tók að greina stúlk­una en móð­ir­in var ít­rek­að send heim frá lækni án þess að fá rétta grein­ingu. Stúlk­an er núna kom­in á lyf og ligg­ur í ein­angr­un á barna­spítal­an­um. Móð­ir henn­ar von­ar að lyf­in virki en það á eft­ir að koma í ljós. Hún gagn­rýn­ir þá sem ekki þiggja bólu­setn­ingu og brýn­ir fyr­ir fólki að það þurfi að bólu­setja börn­in sín og end­ur­nýja eig­in bólu­setn­ing­ar, því sjúk­dóm­ur­inn get­ur reynst hættu­leg­ur börn­um.
Kópavogsbær má semja við ISS um matseld fyrir grunnskóla
Fréttir

Kópa­vogs­bær má semja við ISS um matseld fyr­ir grunn­skóla

Kær­u­nefnd út­boðs­mála aflétti í gær stöðv­un samn­ings­gerð­ar á milli Kópa­vogs­bæj­ar og ISS. FSG átti lægsta til­boð­ið í út­boði Kópa­vogs­bæj­ar en til­boð þeirra var met­ið ógilt, og var sú ákvörð­un kærð til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála. Ræst­inga- og veit­inga­fyr­ir­tæk­ið ISS Ís­land hef­ur und­an­far­ið tek­ið yf­ir mat­reiðslu mál­tíða fyr­ir leik­skóla- og grunn­skóla­börn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir hafa ver­ið gerð­ar af heil­brigðis­eft­ir­lit­inu vegna hrein­læt­is, rekj­an­leika og innra eft­ir­lits í eld­húsi ISS, með­al ann­ars vegna myglu.
Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi
ViðtalFlóttamenn

Út­lend­inga­stofn­un rek­ur fórn­ar­lamb man­sals úr landi

Ung­um níg­er­ísk­um hjón­um hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa land­ið ásamt sjö ára dótt­ur þeirra. Kon­an flúði man­sal og seg­ir að hún hafi þurft að þola hót­an­ir alla tíð síð­an, en móð­ir henn­ar var myrt og syst­ir henn­ar blind­uð. Eig­in­mað­ur henn­ar hrakt­ist frá heima­land­inu vegna póli­tískra of­sókna. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ákveð­ið að senda sjö ára dótt­ur þeirra til Níg­er­íu, en hún er fædd á Ítal­íu, tal­ar ís­lensku og hef­ur aldrei bú­ið í Níg­er­íu.
Átta atriði um hið fordæmalausa Marple-mál
Fréttir

Átta at­riði um hið for­dæma­lausa Marple-mál

Dóm­ur féll ný­ver­ið á nýj­an leik í hér­aðs­dómi í Marple-mál­inu svo­kall­aða. Hæstirétt­ur hafði ómerkt fyrri nið­ur­stöð­una vegna van­hæf­is eins af með­dóm­end­un­um. Mál­ið er ein­stakt að mörgu leyti en um sér­stak­lega al­var­leg­an fjár­drátt var um að ræða. Þá beitti hér­aðs­dóm­ur í fyrsta skipti í hrun­mál­un­um refsi­þyng­ing­ar­á­kvæði hegn­ing­ar­laga þeg­ar hann ákvað refs­ingu Hreið­ars Más í mál­inu.
Formaðurinn skuldar yfir 20 milljónir í opinber gjöld
ÚttektNeytendamál

Formað­ur­inn skuld­ar yf­ir 20 millj­ón­ir í op­in­ber gjöld

Stjórn­ar­tíð Ól­afs Arn­ar­son­ar hjá Neyt­enda­sam­tök­un­um hef­ur ein­kennst af úlfúð og erj­um á milli stjórn­ar­inn­ar og for­manns­ins. Ólaf­ur hef­ur sagt af sér sem formað­ur, en boð­ar mögu­lega end­ur­komu og kenn­ir stjórn sam­tak­anna um hvernig fór. Stjórn­in hef­ur gagn­rýnt hann fyr­ir að koma fjár­hag sam­tak­anna í hættu. Sjálf­ur skuld­ar Ólaf­ur yf­ir tutt­ugu millj­ón­ir króna í skatta.
Þrjár rangfærslur Þorsteins Víglundssonar í embætti ráðherra
Fréttir

Þrjár rang­færsl­ur Þor­steins Víg­lunds­son­ar í embætti ráð­herra

Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hef­ur í þrígang síð­an í lok apríl ver­ið stað­inn að rang­færsl­um. Fyrst setti hann fram rang­ar töl­ur um út­gjöld Land­spít­al­ans í við­tali við Morg­un­blað­ið. Svo hélt Þor­steinn því rang­lega fram í tölvu­pósti til þing­manna og fram­kvæmda­stjóra Staðla­ráðs að stað­all ráðs­ins væri op­in­ber eign. Nú síð­ast fór Þor­steinn með rangt mál um kjör líf­eyr­is­þega. Í ekk­ert skipti hef­ur Þor­steinn leið­rétt sig eða beðist af­sök­un­ar á rang­herm­inu.

Mest lesið undanfarið ár