Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Auglýsa bjór í þjóðhátíðarmyndbandi

Í mynd­bandi við þjóð­há­tíð­ar­lag­ið Þjóð­há­tíð bíð­ur má margoft sjá Tu­borg bregða fyr­ir. Auð­unn Blön­dal seg­ir ekki ætl­un­ina að aug­lýsa áfengi held­ur sjá­ist bara ekki að um lét­töl sé að ræða. For­stjóri Öl­gerð­ar­inn­ar þver­tek­ur fyr­ir að um aug­lýs­ingu að ræða, en Auð­unn stað­fest­ir að þeir hafi feng­ið hjálp frá þeim við gerð mynd­bands­ins, auk þess sem Tu­borg fékk sér­stak­ar þakk­ir við birt­ingu þess.

Auglýsa bjór í þjóðhátíðarmyndbandi
Með Tuborg Margoft má sjá myndir af Tuborg í nýju þjóðhátíðarlagi FM95Blö-teymisins og Sverris Bergmanns. Hvergi er tiltekið að um léttöl sé að ræða og má búast við því að málið verði tilkynnt yfirvöldum vegna brota á banni við áfengisauglýsingum. Mynd: Notandi
Tuborg fær sérstakar þakkirÍ texta sem fylgdi myndbandinu á Youtube var Tuborg sérstaklega þakkað fyrir sitt framlag.

FM95Blö-teymið, Auðunn Blöndal og Egill Einarsson ásamt Sverri Bergmann sendu frá sér þjóðhátíðarlagið Þjóðhátíð bíður á dögunum. Í myndbandi við lagið birtist margoft mynd af bjór af gerðinni Tuborg, sem Ölgerðin flytur inn og selur. Auðunn segir að ætlunin hafi ekki verið að auglýsa áfengi, það sjáist bara ekki að um léttöl sé að ræða. Hann staðfestir einnig að Tuborg hafi komið að gerð myndbandsins, en vörumerkið Tuborg fékk sérstakar þakkir við birtingu þess. Tuborg á Íslandi deildi myndbandinu einnig á Facebook-síðu sinni.

Í myndbandinu er ekki tiltekið að um léttöl sé að ræða, en samkvæmt lögum um áfengi eru áfengisauglýsingar bannaðar. Andri Þór Guðmundsson sagðist ekki kannast ekki við málið þegar Stundin leitaði svara hjá honum. „Auddi og þeir eru góðir vinir okkar og hafa örugglega ákveðið að hafa uppáhaldsbjórinn sinn þarna með,“ segir Andri. Það sé ekki óalgengt að áfengir drykkir sjáist í bíómyndum og myndböndum. Í þessu tilviki sé augljóst að ekki sé um auglýsingu að ræða heldur tónlistarmyndband að sögn Andra.

Auðunn Blöndal staðfestir hins vegar í samtali við Stundina að þeir hafi komið að gerð myndbandsins. „Það var alls ekki ætlunin að auglýsa áfengi, ég get lofað þér því. En ég viðurkenni að við fengum hjálp frá þeim við að gera myndbandið. Lagið er gert sem grínlag og pepp. Svo er það bara dautt eftir helgi,“ segir Auðunn.

Auðunn segir að það hafi einfaldlega ekki sést að þeir væru að drekka léttöl. Í myndbandinu eru skot af honum og Sverri Bergmann að drekka Tuborg úr 33 cl glerflöskum, en létta útgáfu af Tuborg er ekki að finna í vörulista Ölgerðarinnar í slíkum umbúðum. „Nú, við fengum þetta bara frá Ölgerðinni. Þetta átti bara að vera léttöl,“ segir Auðunn þegar honum var bent á það.

„Nú, við fengum þetta bara frá Ölgerðinni. Þetta átti bara að vera léttöl,“  

FM95Blö-teymið gaf einnig út þjóðhátíðarlag fyrir tveimur árum. Í því myndbandi spilar Tuborg-bjórinn einnig stóra rullu, og þar fer ekki á milli mála að það er ekki léttölið sem er í mynd.

Skjáskot úr myndbandi FM95BlöÍ myndbandi við lag FM95Blö sem birt var fyrir tveimur árum fer ekki á milli mála að áfengur Tuborg sé auglýstur. Neðst á dósinni sést að um 4,5 prósenta áfengan drykk er að ræða.

Málið verði tilkynnt til lögreglu

SkálaðHér má sjá Auðunn Blöndal og Sverri Bergmann skála í Tuborg í myndbandinu.

Myndbandið hefur notið mikilla vinsælda á meðal ungs fólks og sló strax í gegn á fyrsta sólarhringnum. Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir alvarlegt að brotið sé gegn rétti barna og ungmenna með áfengisauglýsingum. Hann segist ekki von á öðru en að félagið sendi tilkynningu um málið til yfirvalda. „Við fáum alltaf mikið af tilkynningum um áfengisauglýsingar í kringum verslunarmannahelgina. Yfirleitt sendum við saksóknara tilkynningu vegna þessara mála og ég á ekki von á öðru en það verði gert nú í ár.“ 

Hann segir ótrúlegt hvað áfengisframleiðendur hafi einbeittan brotavilja. „Það er dálítið erfitt þegar aðilar í samfélaginu komast upp með að brjóta markvisst gegn augljósum rétti barna og unmenna,“ segir Árni. Þá þykir honum lögreglan standa sig illa í þessum málaflokki því lítið sem ekkert sé aðhafst vegna ábendinga um brot gegn banni við auglýsingu áfengis.

Fjölmiðlar brjóta reglulega gegn banninu

Fjölmiðlanefnd hefur á undanförnum árum ákvarðað fjölmiðlum stjórnvaldssektum vegna brota gegn banninu. Fjölmiðlanefnd annast eftirlit með fjölmiðlum og tekur ákvarðanir í málum er varða þá.

Í lok maí úrskurðaði nefndin að 365 miðlum bæri að greiða eina milljón króna í sekt vegna áfengisauglýsinga í tímaritinu Glamour. Í mars var 365 miðlum gert að greiða 250 þúsund króna sekt vegna auglýsingar á Egils Gull bjór. Þá var RÚV fundið brotlegt gegn banni við áfengisauglýsingum í mars og sektin ákvörðuð 600 þúsund krónur. 

Auk 365 og RÚV hefur fjömiðlanefnd á síðustu árum komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn banni við áfengisauglýsingum í Morgunblaðinu, DV, Gestgjafanum og Garðapóstinum.

Vildu afnema bannið 

Í áfengissölufrumvarpi Teits Björns Einarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem lagt var fram fyrr á árinu en dagaði uppi í störfum þingsins, var lagt til að áfengisauglýsingar yrðu heimilaðar. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” sagði Teitur í samtali við Vísi um málið.

 Frumvarpið var að öðru leyti nánast samhljóða áfengissölufrumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur var á meðal þeirra sem mæltu fyrir frumvarpi Teits.

Þá hefur Félag atvinnurekenda einnig gagnrýnt bannið og bent sérstaklega á að þessi þáttur um afnám auglýsingabannsins hafi vantað í frumvarp Vilhjálms. „Við höfum bent á að frumvarpið þurfi að taka líka til auglýsinga og ef rétt reynist að auglýsingar verði leyfðar í nýju frumvarpi er það vissulega skref í rétta átt. það hefur verið okkar skoðun að sala á þessum vörum eigi að vera frjáls,“ sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við Fréttablaðið.

Umdeilt frumvarp

Á undanförnum árum hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins nánast undantekningarlaust lagt fram áfengissölufrumvarp á þingi og í hvert sinn hefur það valdið miklum deilum þvert á flokka og samfélagshópa.

Í könnun sem MMR framkvæmdi í kjölfar þess að nýja frumvarpið var kynnt kemur fram að stór hluti Íslendinga er andvígur því að sala áfengis sé leyfð í matvöruverslunum á Íslandi. Um 74 prósent kváðust andvíg sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum á meðan um 57 prósent voru andvíg sölu á léttu áfengi og bjór. Þá bárust frumvarpinu 73 umsagnir og mæltu aðeins örfáar með samþykkt frumvarpsins. Aðstanendur bruggverksmiðjunnar Kaldi voru á meðal þeirra sem tjáðu sig um frumvarpið en þeir lýstu sig alfarið gegn því.

Myndbandið við lag FM95Blö má sjá hér:

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Ingrid Kuhlman
7
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár