Ragnhildur Þrastardóttir

Fréttastjóri

Ætluðu að vísa manni sem á þrjú íslensk börn og íslenska konu úr landi
Fréttir

Ætl­uðu að vísa manni sem á þrjú ís­lensk börn og ís­lenska konu úr landi

Manni sem bú­ið hef­ur á Ís­landi í átta ár, er gift­ur ís­lenskri konu og á með henni þrjú börn sem öll eru fædd á Ís­landi, var tjáð við kom­una til Ís­lands í morg­un að hon­um yrði vís­að úr landi. Fjöl­skyld­an er í áfalli eft­ir með­ferð­ina. „Þeir ætl­uðu bara að vísa hon­um úr landi með há­grát­andi börn og konu sem var að fá tauga­áfall,“ seg­ir eig­in­kona manns­ins í sam­tali við Heim­ild­ina.
„Af hverju beið hún ekki sjálf með sitt bréf?“
FréttirSalan á Íslandsbanka

„Af hverju beið hún ekki sjálf með sitt bréf?“

Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, sendi fyr­ir­spurn um starfs­loka­samn­ing for­stjóra Ís­lands­banka en ekki um sölu­þókn­an­ir vegna söl­unn­ar á hlut rík­is­ins í bank­an­um, að sögn Þor­bjarg­ar Sig­ríð­ar Gunn­laugs­dótt­ur þing­manns Við­reisn­ar. Hún tel­ur um „mjög skýr­an póli­tísk­an leik“ að ræða.
Fjárlaganefnd ekki kölluð saman vegna Íslandsbankamálsins: „Þetta á allt saman eftir að koma fram í dagsljósið“
FréttirSalan á Íslandsbanka

Fjár­laga­nefnd ekki köll­uð sam­an vegna Ís­lands­banka­máls­ins: „Þetta á allt sam­an eft­ir að koma fram í dags­ljós­ið“

Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar ætl­ar ekki að kalla nefnd­ina sam­an til þess að afla frek­ari upp­lýs­inga um sölu Ís­lands­banka á um fjórð­ungs­hlut rík­is­ins í hon­um. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að með þessu sé upp­lýs­inga­öfl­un um mál­ið hindr­uð.
18% 10 til 17 ára drengja fengu ADHD lyf:  Barninu breytt en ekki aðstæðunum
Fréttir

18% 10 til 17 ára drengja fengu ADHD lyf: Barn­inu breytt en ekki að­stæð­un­um

Þétt­setn­ar skóla­stof­ur, mik­il skjánotk­un og úr­ræða­leysi eru á með­al þess sem tal­ið er liggja að baki veru­legri ADHD-lyfja­notk­un drengja á Ís­landi. Lyf eru oft­ar en ekki svar­ið við grein­ingu hér­lend­is en Norð­ur­lönd­in bjóða börn­un­um sín­um frek­ar önn­ur úr­ræði. Börn geta þurft að bíða allt að ár eft­ir ADHD grein­ingu og á þeim tíma get­ur ástand­ið versn­að.
„Matti“ sendur úr landi þó vegabréfið segi hann barn
Viðtal

„Matti“ send­ur úr landi þó vega­bréf­ið segi hann barn

Mahdi Rahimi var 13 ára þeg­ar hann lagði af stað frá Af­gan­ist­an eft­ir að fað­ir hans var myrt­ur. Fjór­um ár­um síð­ar var hann kom­inn til Ís­lands, al­einn. Hann lærði ís­lensku í Flens­borg og fór á fót­boltaæf­ing­ar hjá Hauk­um. Sam­kvæmt grísku vega­bréfi er hann enn barn. Út­lend­inga­stofn­un seg­ir hann full­orð­inn. Nú hef­ur hún vís­að hon­um úr landi.
Vilja útmáðar upplýsingar Íslandsbankaskýrslunnar opinberaðar
FréttirSalan á Íslandsbanka

Vilja út­máð­ar upp­lýs­ing­ar Ís­lands­banka­skýrsl­unn­ar op­in­ber­að­ar

Þing­menn Pírata ætla að óska rök­stuðn­ings fyr­ir yf­ir­strik­un­um í sátt Ís­lands­banka og fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Ís­lands á nöfn­um þeirra sem upp­fylltu ekki skil­yrði til þess að kaupa hlut í Ís­lands­banka við sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir verð­ur sann­færð­ari með hverju skrefi í mál­inu að skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar sé nauð­syn­leg.

Mest lesið undanfarið ár