Ragnhildur Þrastardóttir

Fréttastjóri

Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.
Milljón fyrir aðgerð sem ætti að kosta mest um 30 þúsund
Fréttir

Millj­ón fyr­ir að­gerð sem ætti að kosta mest um 30 þús­und

Þrátt fyr­ir að hafa feng­ið sam­þykki frá Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands um greiðslu­þátt­töku þurfa kon­ur sem und­ir­gang­ast brjóstam­innk­un gjarn­an að greiða í kring­um eina millj­ón króna úr eig­in vasa. Ein þeirra hef­ur gert hlé á lyfja­með­ferð til þess að kom­ast í að­gerð­ina sem hún hélt að hún þyrfti ekki að borga fyr­ir. En nú er fram­hald­ið í lausu lofti og hún veit ekki hvenær hún get­ur tek­ið lyf­in sín næst.
Tvær konur í möstrum á móti körlum með skutulsprengjur
ViðtalHvalveiðar

Tvær kon­ur í möstr­um á móti körl­um með skutul­sprengj­ur

El­issa Bijou hef­ur aldrei séð lif­andi lang­reyði. En hún hef­ur séð fjöl­marg­ar dauð­ar og seg­ir það mann­skemm­andi reynslu. Þeg­ar hún heyrði af því að leyfa ætti veið­ar á þeim að nýju hér á landi var hún ákveð­in í að gera eitt­hvað í mál­inu. Ör­fá­um dög­um seinna var hún stödd í mast­urstunnu ís­lensks hval­veiði­skips. Nokkr­um metr­um frá henni var kona sem hún hafði að­eins þekkt í tæpa þrjá sól­ar­hringa. Ana­hita Baba­ei. Þær ræða reynsl­una við Heim­ild­ina í ít­ar­legu mynd­bandsvið­tali.
„Ég trúi á kraft fólksins, ég sá hann ofan úr mastrinu“
Myndband

„Ég trúi á kraft fólks­ins, ég sá hann of­an úr mastr­inu“

El­issa Bijou og Ana­hita Baba­ei hitt­ust fyrst á mót­mæl­um gegn hval­veið­um við Reykja­vík­ur­höfn degi eft­ir að mat­væla­ráð­herra hafði aflétt hval­veiði­banni. Börn höfðu krít­að á mal­bik­ið: „Hvala­skoð­un til hægri, hval­veið­ar til vinstri“. Það var þarna sem „stóra hug­mynd­in“, eins og El­issa orð­ar það, fædd­ist. Hug­mynd­in um að klifra upp í möst­ur hval­veiði­skip­anna tveggja að næt­ur­lagi og koma þannig í veg fyr­ir að þau kæm­ust út á veið­ar. Þær sáu þetta sem síð­asta úr­ræð­ið til þess að koma í veg fyr­ir dráp á lang­reyð­um.
Lagðist á malbikið til stuðnings mótmælendunum í möstrunum
FréttirHvalveiðar

Lagð­ist á mal­bik­ið til stuðn­ings mót­mæl­end­un­um í möstr­un­um

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son var stadd­ur á segl­báti á milli Fær­eyja og Ís­lands þeg­ar mótor báts­ins fór að hiksta. Það leið ekki á löngu þar til hval­ir voru farn­ir að synda í kring­um bát­inn. Það gerðu þeir næstu tvær klukku­stund­ir, á með­an Ás­geir og skips­fé­lagi hans komu mótorn­um í lag. Ás­geir, sem er eft­ir þessa reynslu mik­ill hvala­vin­ur, lagð­ist á hart mal­bik­ið fyr­ir fram­an lög­reglu­borð­ann sem skildi mót­mæl­end­ur og hval­veiði­skip að síð­deg­is í gær til þess að sýna kon­un­um tveim­ur sem klifr­að höfðu nið­ur úr möstr­um hval­veiði­skipa skömmu áð­ur stuðn­ing.
Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku
FréttirHvalveiðar

Ganga lík­lega út að lok­inni skýrslu­töku

Kon­urn­ar sem hlekkj­uðu sig við möst­ur tveggja hval­skipa í gær­morg­un verða ekki sett­ar í far­bann þrátt fyr­ir að Hval­ur hf. hafi lagt fram kær­ur á hend­ur þeim. „Ég reikna bara með því að þær gangi út að lok­inni skýrslu­töku,“ seg­ir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Martraðarkennt ástand fyrir samstarfsmanninn
FréttirHvalveiðar

Mar­trað­ar­kennt ástand fyr­ir sam­starfs­mann­inn

„Eng­inn vildi þetta. Fyr­ir mig er þetta mar­trað­ar­kennt ástand,“ sagði kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Micah Garen þar sem hann fylgd­ist með sam­starfs­konu sinni Ana­hitu Baba­ei sem hafði hlekkj­að sig við mast­ur hval­veiði­skips­ins Hvals 9 í Reykja­vík­ur­höfn í morg­un. Garen og Baba­ein komu hing­að til lands til þess að skapa heim­ild­ar­mynd um það hvernig fólk get­ur tek­ið hönd­um sam­an og breytt heim­in­um. Nú er út­lit fyr­ir að mynd­in verði um það hvernig fólk hætt­ir lífi sínu fyr­ir ástand sem aldrei breyt­ist.

Mest lesið undanfarið ár