Ragnhildur Þrastardóttir

Fréttastjóri

Fluttu úr landi og fengu fyrr pláss á leikskóla
Greining

Fluttu úr landi og fengu fyrr pláss á leik­skóla

Á öll­um Norð­ur­lönd­un­um nema Ís­landi er börn­um tryggð­ur rétt­ur til leik­skóla­göngu þeg­ar fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra lýk­ur. Hér­lend­is bíða for­eldr­ar gjarn­an upp á von og óvon eft­ir leik­skóla­plássi í marga mán­uði eft­ir fæð­ing­ar­or­lof og eru dæmi um að þeir hafi flutt til Norð­ur­land­anna til þess að börn­in þeirra fái fyrr pláss á leik­skóla. „Millj­óna­þjóð­ir sinna þessu miklu bet­ur en við,“ seg­ir Anna Magnea Hreins­dótt­ir, að­júnkt við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands.
Sagðist hata forstjórann sem hann átti í ólöglegu samráði við
FréttirSamráð skipafélaga

Sagð­ist hata for­stjór­ann sem hann átti í ólög­legu sam­ráði við

„Það er svona hat­ur meira held­ur en eitt­hvað ann­að sko,“ sagði Gylfi Sig­fús­son, þá­ver­andi for­stjóri Eim­skips þeg­ar Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið spurði hann um tengsl hans við Ás­björn Gísla­son, þá­ver­andi for­stjóra Sam­skipa. Samt höfðu þeir fé­lag­ar spil­að sam­an golf, veitt, far­ið í skemmti­ferð­ir til út­landa og Gylfi jafn­vel „man­að“ Ás­björn til þess að mæta á fjöltefli. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lagði hæstu sekt sína frá upp­hafi á Sam­skip í gær vegna ólög­mæts sam­ráðs fyr­ir­tækj­anna tveggja.
Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi
FréttirHvalveiðar

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið ekki leng­ur að­al­mál­ið hjá Svandísi

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið sem urðu til þess að mat­væla­ráð­herra ákvað að banna hval­veið­ar í júní voru ekki í for­grunni þeg­ar ráð­herr­ann tók ákvörð­un um að leyfa þær að nýju frá og með morg­un­deg­in­um, að sögn Henrys Al­ex­and­ers Henrys­son­ar, full­trúa Sið­fræði­stofn­un­ar HÍ í fagráði um vel­ferð dýra. Enn er ekki hægt að tryggja mann­úð­lega af­líf­un stór­hvela, seg­ir Henry.
„Þú getur spáð því en ég hef ennþá trú á ríkisstjórninni“
Fréttir

„Þú get­ur spáð því en ég hef enn­þá trú á rík­is­stjórn­inni“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra bros­ir í kamp­inn þeg­ar hann er spurð­ur um stemmn­ing­una á rík­is­stjórn­ar­fund­um þessa dag­ana. Í sum­ar hef­ur gustað nokk­uð um stjórn­ar­sam­starf­ið, sér­stak­lega vegna skoð­ana­ágrein­ings flokks Bjarna, Sjálf­stæð­is­flokks, og flokks for­sæt­is­ráð­herra, Vinstri grænna.
Af köldu steingólfi verbúðar í efstu sæti tekjulista
ViðtalHátekjulistinn 2023

Af köldu stein­gólfi ver­búð­ar í efstu sæti tekju­lista

Elstu systkin­in í sex systkina hópi sem seldi Síld­ar­vinnsl­unni út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Vísi í fyrra fyr­ir 31 millj­arð segja gott að geta gef­ið aft­ur til sam­fé­lags­ins með þeim mörg hundruð millj­ón­um sem þau greiddu í skatt af söl­unni. Fólk úr fjöl­skyld­unni, fjög­ur systkin­anna og mak­ar tveggja systra, eru í sex efstu sæt­um há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar. Þau greiddu sam­an­lagt á fimmta millj­arð í skatt á síð­asta ári.
Dyrnar á fangelsinu opnar en engin leið að ganga út um þær
Fréttir

Dyrn­ar á fang­els­inu opn­ar en eng­in leið að ganga út um þær

Í dag eru tvö ár lið­in síð­an talíban­ar náðu full­um völd­um yf­ir heimalandi Zöhru Hussaini. Kyn­systr­um henn­ar sem enn búa þar er neit­að um sjálf­sögð mann­rétt­indi eins og ferða­frelsi, mennt­un og at­vinnu. Á sama tíma hafa ís­lensk stjórn­völd hert út­lend­inga­lög þannig að Ís­lend­ing­ar taka nú jafn illa á móti fólki á flótta og Ír­an­ir, að mati Zöhru sem sjálf dvaldi í Ír­an sem barn á flótta.
Bumbuboltakarlar sleppa með skrekkinn en ekki brjóstapúðakonur
FréttirBrjóstapúðaveiki

Bumbu­bol­ta­karl­ar sleppa með skrekk­inn en ekki brjósta­púða­kon­ur

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir fá­rán­legt að kon­ur þurfi sjálf­ar að standa straum af kostn­aði við að láta fjar­lægja brjósta­púða sem eru að gera þær veik­ar. Ekki eigi að refsa fólki fyr­ir það að veikj­ast, sama hvaða ástæð­ur liggja þar að baki. Að­gerð til þess að fjar­lægja brjósta­púða kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur og er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands.
Hafna hinsegin baráttu sem Kauphöllin hringir inn
Fréttir

Hafna hinseg­in bar­áttu sem Kaup­höll­in hring­ir inn

Að­gerða­hóp­ur­inn Hinseg­in heift hafn­ar í stefnu­yf­ir­lýs­ingu hinseg­in bar­áttu sem er „hringd inn af Kaup­höll­inni“ en full­trú­ar Nas­daq Ice­land hringdu bjöllu Kaup­hall­ar­inn­ar á regn­boga­mál­uð­um Skóla­vörðu­stíg í upp­hafi Hinseg­in daga síð­ast­lið­inn þriðju­dag. „Hinseg­in­vænt sam­fé­lag er and-kapí­talískt,“ seg­ir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu Hinseg­in heift­ar. Formað­ur Hinseg­in daga seg­ist fagna starfi Hinseg­in heift­ar og að bar­átt­an þurfi bæði á sjón­ar­mið­um þeirra og fólks­ins á bak við Hinseg­in daga að halda.
Hefur ofið tugi armbanda í litum hinsegin fólks
Viðtal

Hef­ur of­ið tugi arm­banda í lit­um hinseg­in fólks

Indigo Ið­unn Þor­kels var 11 ára þeg­ar hán komst að því að hán væri kynseg­in. Indigo fædd­ist í lík­ama stelpu og fannst fólk alltaf sjá hán öðru­vísi en hán upp­lifði sig. „Það er eins og þú sért í bún­ingi og all­ir séu að kalla þig nafn­inu á karakt­ern­um sem þú ert að þykj­ast vera,“ seg­ir Indigo sem hef­ur of­ið fjöld­ann all­an af arm­bönd­um í lit­um hinseg­in fólks að und­an­förnu.
Púðarnir settir í þrátt fyrir bólgusjúkdóm
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Púð­arn­ir sett­ir í þrátt fyr­ir bólgu­sjúk­dóm

Andrea Ingvars­dótt­ir glímdi við gigt og bólgu­sjúk­dóma áð­ur en hún fór í brjóstas­tækk­un ár­ið 2014. Þrátt fyr­ir að þekkja sjúkra­sögu henn­ar græddi lýta­lækn­ir púða í brjóst henn­ar. Lík­am­inn brást illa við að­skota­hlut­un­um og veik­indi Andr­eu versn­uðu. Hún sló lán til þess að láta fjar­lægja púð­ana fyr­ir rúm­um mán­uði síð­an.

Mest lesið undanfarið ár