Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.

Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Tveggja lífa maður „Ég segi það oft, ég hef lifað tveimur lífum í sama líkama,“ segir Magnús Jóel. Hann lamaðist 16 ára gamall og hafði þá einu sinni flogið til útlanda. Hann veit því hversu mikið erfiðara það er að fljúga sem notandi hjólastóls. Mynd: Heiða Helgadóttir

Magnús Jóel Jónsson var allur marinn og bólginn þegar hann lenti í Róm á Ítalíu í lok maí á síðasta ári. Það tók hann margar vikur að jafna sig eftir flugferðina. Fríið, sem hann og fjölskylda hans höfðu safnað fyrir í þrjú ár, var ónýtt. Magnús Jóel gat sig varla hreyft fyrstu dagana og verkjaði í allan líkamann. Hann fór strax að kvíða flugferðinni heim. 

Magnús Jóel er 193 sentímetra hár karlmaður sem notar sérsmíðaðan rafmagnshjólastól. Í fluginu til Rómar hafði honum verið komið fyrir í þröngri sætaröð aftast í vélinni, fjarri foreldrum hans, en það voru einu sætin sem flugfélagið Wizz Air bauð upp á fyrir fólk sem notar hjólastól, að sögn Magnúsar Jóels og móður hans, Sigríðar Magnúsdóttur. Hann sat skakkur aftast í vélinni í fimm klukkustundir og leið fyrir það líkamlegar kvalir. 

Þessi reynsla Magnúsar Jóels er bara ein af ótal erfiðum reynslusögum fólks sem notar hjólastól …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JS
    Jón Sigurðsson skrifaði
    Eftir að hafa haft samband við ISAVIA áður en hann fór til Parísar fékk Magnús Jóel mjög góða þjónustu frá þeim bæði á útleið og heimleið. Það er þó ekki hægt að segja það sama um De Gaulle flugvöll þar sem stóllinn hans var afhentur á 60 cm háum hjólapramma við töskubandið og það tók okkur tvo tíma að fá aðstoð óviðkomandi flugavallastarfsmanna að lyfta honum, 160 kg niður á gólf. Stóllinn varð svo fyrir skemmdum á heimleiðinni.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár