Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Rannsókn á vatnsmengun bandaríska hersins: „Suðurnesjamenn eiga það skilið“
Úttekt

Rann­sókn á vatns­meng­un banda­ríska hers­ins: „Suð­ur­nesja­menn eiga það skil­ið“

Í tæp 50 ár hef­ur leg­ið fyr­ir að meng­un, klórefni, frá Banda­ríkja­her rat­aði í grunn­vatn nærri vatns­bóli Kefl­vík­inga. Klórefn­in geta ver­ið krabba­meinsvald­andi en áhrif þeirra á heilsu­far Suð­ur­nesja­manna hafa ekki ver­ið rann­sök­uð. Banda­ríkja­her fann meng­un­ina í vatn­inu á ní­unda ára­tugn­um og samdi sig frá mál­inu með því að greiða fyr­ir nýtt vatns­ból. Lauf­ey Tryggva­dótt­ir hjá Krabba­meins­fé­lagi Ís­lands seg­ir að kom­ast þurfi til botns í mál­inu í eitt skipti fyr­ir öll.
Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
FréttirLaxeldi

Tals­verð­ur laxa­dauði í Dýra­firði vegna vetr­arkulda

Tals­verð­ur laxa­dauði hef­ur ver­ið í eldisk­ví­um Arctic Fish í Dýra­firði vegna vetr­arkulda síð­ustu vik­ur. Daní­el Jak­obs­son, starfs­mað­ur Arctic Fish, seg­ir að af­föll­in séu meiri en þau 3 pró­sent sem fyr­ir­tæk­ið gerði ráð fyr­ir. Skip frá norska fyr­ir­tæk­inu Hor­da­for hef­ur ver­ið not­að til að vinna dýra­fóð­ur úr dauðlax­in­um.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Gagnýnir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir tvær dómaraskipanir í Hæstarétt
Fréttir

Gag­nýn­ir ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir tvær dóm­ara­skip­an­ir í Hæsta­rétt

Að­koma dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins að skip­un­um Ól­afs Bark­ar Þor­valds­son­ar og Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar í embætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara er til um­fjöll­un­ar í nýrri bók um sögu Hæsta­rétt­ar Ís­lands í hundrað ár. Hæstirétt­ur Ís­lands gef­ur bók­ina út en í rit­nefnd henn­ar sátu með­al ann­ars fyrr­ver­andi dóm­ar­ar við Hæsta­rétt.
Saga N1 Rafmagns: Viðskiptavild í boði lífeyrissjóða og ofrukkanir gegn almenningi
ViðtalViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Raf­magns: Við­skipta­vild í boði líf­eyr­is­sjóða og of­rukk­an­ir gegn al­menn­ingi

Sag­an af Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni er saga sem snýst í grunn­inn um það hvernig al­menn­ings­hluta­fé­lag í eigu líf­eyr­is­sjóða greiddi fjár­fest­um mörg hundruð millj­ón­ir króna fyr­ir óefn­is­leg­ar eign­ir, við­skipta­vild lít­ils raf­orku­fyr­ir­tæk­is. Þetta fyr­ir­tæki hóf svo að of­rukka neyt­end­ur fyr­ir raf­magn í gegn­um þetta al­menn­ings­hluta­fé­lag og er nú til rann­sókn­ar vegna þess. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Eggert Þór Kristó­fers­son, svar­ar hér spurn­ing­um um við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í við­tali.
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.
N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
FréttirLaun Björns Zoëga

Sænskt stór­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé of­ur­mað­ur

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoëga, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.
Norwegian Gannet slátraði á Reyðarfirði eftir að eldislaxar sýktust af blóðþorra
FréttirLaxeldi

Norweg­i­an Gann­et slátr­aði á Reyð­ar­firði eft­ir að eld­islax­ar sýkt­ust af blóð­þorra

Um­deilt slát­ur­skip kom til Ís­lands og hjálp­aði til við slátrun í Reyð­ar­firði eft­ir að fiski­sjúk­dóm­ur­inn blóð­þorri kom upp. Gísli Jóns­son hjá MAST seg­ir skip­ið hafa slátr­að tæp­lega 740 tonn­um. MAST seg­ir komu skips­ins hafa ver­ið í smit­varn­ar­skyni, til að koma í veg fyr­ir frek­ari út­breiðslu blóð­þorr­ans.
Eigandi Arnarlax vill framleiða 150 þúsund tonn með aflandseldi fjarri landi
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arn­ar­lax vill fram­leiða 150 þús­und tonn með af­l­and­seldi fjarri landi

Ný­stofn­að lax­eld­is­fyr­ir­tæki sem er að hluta til í eigu norska lax­eld­isris­ans Salm­ar AS, eig­anda Arn­ar­lax, hyggst fram­leiða 150 þús­und tonn af eld­islaxi í af­l­andskví­um fjarri strönd­um Nor­egs. Fyr­ir­tæk­ið seg­ir að fram­tíð lax­eld­is í heim­in­um liggi í slíkri „sjálf­bærri“ lausn. Sam­hliða fram­leið­ir Salm­ar AS eld­islax í fjörð­um Ís­lands og vill bæta í.
Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi
Fréttir

Björn Zoëga með tæp­ar 5 millj­ón­ir á mán­uði í Sví­þjóð og Ís­landi

Sænskt dag­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins, og set­ur í sam­band við laun sænska for­sæt­is­ráð­herr­ans. Magda­lenu And­er­son. Björn er með helm­ingi hærri laun en hún. Sænska blað­ið set­ur laun­in í sam­hengi við aukastarf Björns fyr­ir heil­brigð­is­ráð­herra á Ís­landi sem Björn fær tæp­lega 1100 þús­und fyr­ir á mán­uði sam­hliða for­stjóra­laun­un­um. Björn seg­ist ekki hafa ver­ið bú­inn að kanna laun sín á Ís­landi.
Útgerðarfélagið Samherji birtir upplýsingar úr ársreikningi félags sem það á ekki
FréttirSamherjaskjölin

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags sem það á ekki

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji birt­ir upp­lýs­ing­ar úr árs­reikn­ingi fé­lags­ins Sam­herji Hold­ing ehf. inni á heima­síðu þess þrátt fyr­ir að fé­lag­ið hafi hætt að til­heyra sam­stæðu Sam­herja ár­ið 2018. Sam­herji á ekki Sam­herja Hold­ing leng­ur held­ur er eign­ar­hald­ið á síð­ar­nefnda fé­lag­inu hjá stofn­end­um Sam­herja, Þor­steini Má Bald­vins­syni og Kristjáni Vil­helms­syni á með­an eign­ar­hald­ið á ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu er nú hjá börn­um þeirra.

Mest lesið undanfarið ár