Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Foreldrar í Keflavík tengdu ungbarnadauða við vatnsmengun frá bandaríska hernum
ÚttektMengun á Suðurnesjum vegna bandaríska varnarliðsins

For­eldr­ar í Kefla­vík tengdu ung­barnadauða við vatns­meng­un frá banda­ríska hern­um

Meng­un frá banda­ríska hern­um í drykkjar­vatni í Kefla­vík var ekki að­eins tal­in hafa ver­ið krabba­meinsvald­andi. Ung­barnadauði í bæn­um var einnig rak­inn til meng­un­ar­inn­ar í um­ræð­unni um meng­un­ina. Mar­grét Erl­ings­dótt­ir, sem missti dótt­ur sína ný­fædda úr hjarta­galla ár­ið 1989, kall­ar eft­ir því að rann­sókn fari fram á áhrif­um vatns­meng­un­ar á fæð­ing­argalla í Kefla­vík.
Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
ViðtalLaxeldi

Veiga af­þakk­aði fjór­ar millj­ón­ir: „Ég ætla að standa með nátt­úr­unni“

Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari varð lands­þekkt þeg­ar hún leið­rétti kyn sitt og réri rang­sæl­is í kring­um Ís­land. Hún er einn af há­vær­ari gagn­rýn­end­um lax­eld­is á Vest­fjörð­um og hef­ur birt mynd­ir af af­skræmd­um eld­islöx­um. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hún um nýtt mynd­band sem hún tók und­ir eldisk­ví­um í Dýra­firði, bar­áttu sína gegn lax­eld­inu og hvernig það er að vera gagn­rýn­in rödd í litlu sam­fé­lagi fyr­ir vest­an.
Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Íslenskur Moskvubúi endurómar sjónarmið Pútíns um Úkraínu: „Mælirinn var fullur“
ViðtalÚkraínustríðið

Ís­lensk­ur Moskvu­búi enduróm­ar sjón­ar­mið Pútíns um Úkraínu: „Mæl­ir­inn var full­ur“

Jón­as Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri sem býr í Moskvu og stýr­ir lyfja­fyr­ir­tæki, seg­ist skilja af hverju Rúss­ar réð­ust inn í Úkraínu. Jón­as lærði í Sov­ét­ríkj­un­um sál­ugu og hef­ur bú­ið í Rússlandi um ára­bil. Hann seg­ir að hann telji að ein­ung­is tímaspurs­mál sé hvenær Rúss­land leggi und­ir sig Úkraínu með hervaldi en von­ar að Úkraínu­menn leggi nið­ur vopn til að koma í veg fyr­ir mann­fall.
Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis
FréttirLaxeldi

Mynd­band af botni Dýra­fjarð­ar sýn­ir lík­lega „bakt­eríu­mottu“ vegna lax­eld­is

Mynd­band sem tek­ið var á 30 metra dýpi und­ir sjóvkví­um í Dýra­firði sýn­ir það sem lík­ast til er hvítt lag af bakt­erí­um. Ein­ung­is er um að ræða ann­að slíka mynd­band­ið sem tek­ið hef­ur ver­ið, svo vit­að sé, segja sér­fræð­ing­ar hjá Hafró. Bakt­erí­urn­ar eru ekki hættu­leg­ar mönn­um en geta haft áhrif á líf­ríki sjáv­ar og sýna lík­lega að of mik­ið sé af lax­eldisk­ví­um í firð­in­um og að eld­ið sé ekki sjálf­bært þar að öllu óbreyttu.
Lífeyrissjóður setti hálfan milljarð í Alvotech sem efast um rekstrarhæfi sitt
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur setti hálf­an millj­arð í Al­votech sem ef­ast um rekstr­ar­hæfi sitt

Líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem stýrt er af Ró­bert Wessman, ef­ast um mögu­leik­ann á eig­in rekstr­ar­hæfi til fram­tíð­ar að öllu óbreyttu. Fyr­ir­tæk­ið seg­ist eiga rekstr­ar­fé út mars. Þetta kem­ur fram í fjár­festa­kynn­ingu Al­votech sem birt er á heima­síðu banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 700 starfs­menn eru hjá Al­votech, flest­ir á Ís­landi.
Þorsteinn Már kannast ekki við orð og aðstæður sem eru teknar nánast beint upp úr raunveruleikanum
Greining

Þor­steinn Már kann­ast ekki við orð og að­stæð­ur sem eru tekn­ar nán­ast beint upp úr raun­veru­leik­an­um

Þor­steinn Már Bald­vins­son, stofn­andi og for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki kann­ast við þær að­stæð­ur sem Ver­búð­in dreg­ur upp. Í þátt­un­um er vitn­að nán­ast orð­rétt í hans eig­in um­mæli og að­stæð­ur sem komu upp þeg­ar Sam­herja keypti tog­ar­ann Guð­björg­ina, eða Gugg­una, ár­ið 1997.
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arctic Fish seg­ir 300 til 400 þús­und eld­islaxa hafa drep­ist í Dýra­firði

Á milli 300 og 400 þús­und eld­islax­ar hafa drep­ist í sjókví­um Arctic Fish í Dýra­firði síð­ustu vik­urn­ar. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, norska eld­is­fyr­ir­tæk­ið Norway Royal Salmon, sendi frá sér til­kynn­ingu vegna þessa í gær. Til­kynn­ing­in kom í kjöl­far þess að mynd­ir voru birt­ar af dauðu löx­un­um. Laxa­dauð­inn mun hafa áhrif á ársaf­komu og slát­ur­töl­ur fyr­ir­tæk­is­ins.
Örlög jaðarsettra Íslendinga: „Maður finnur nánast fyrir líkamlegu ógeði“
Viðtal

Ör­lög jað­ar­settra Ís­lend­inga: „Mað­ur finn­ur nán­ast fyr­ir lík­am­legu ógeði“

Sex sagn­fræð­ing­ar hafa gef­ið út bók með heim­ild­um um jað­ar­setta Ís­lend­inga á öld­um áð­ur. Um er að ræða lýs­ing­ar á lífs­hlaupi fólks sem var á ein­hvern hátt fatl­að, and­lega eða lík­am­lega, og lenti jafn­vel í einelti og stríðni. Tveir af sagn­fræð­ing­un­um, Sig­urð­ur Gylfi Magnús­son og Sól­veig Ólafs­dótt­ir, segja að með auk­inni og bættri með­vit­und um fatl­að fólk og stofn­ana­væð­ingu sam­fé­lags­ins hafi jað­ar­sett fólk feng­ið meira skjól en á fyrri öld­um.
Ævintýrið um íslenska matar(ó)menningu
Menning

Æv­in­týr­ið um ís­lenska mat­ar(ó)menn­ingu

Í nýrri bók um ís­lensk­ar mat­ar­hefð­ir er ís­lensk mat­ar­menn­ing síð­ustu alda og fram í sam­tím­ann greind með margs kon­ar hætti. Sú mikla fá­breytni sem ein­kenndi ís­lenska mat­ar­menn­ingu öld­um sam­an er dreg­in fram í dags­ljós­ið. Í bók­inni er sýnt fram á að það er eig­in­lega ekki fyrr en á allra síð­ustu ára­tug­um sem hrá­efn­is- og fæðu­fram­boð á Ís­landi fer að líkj­ast því sem tíðk­ast í öðr­um stærri og minna ein­angr­uð­um lönd­um.
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
FréttirLaxeldi

Ljós­mynd­ir sýna stór­felld­an laxa­dauða hjá Arctic Fish á Þing­eyri

Mynd­ir sem tekn­ar voru á Þing­eyri í gær sýna laxa­dauð­ann sem fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish glím­ir við þar í kjöl­far veð­urs­ins sem geis­að hef­ur á Vest­fjörð­um. Fjöl­mörg kör af mis­mun­andi illa förn­um og sund­ur­tætt­um eld­islaxi eru tæmd í norskt skip sem vinn­ur dýra­fóð­ur úr eld­islax­in­um. Arctic Fish hef­ur sagt að laxa­dauð­inn í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins kunni að nema 3 pró­sent­um en ljóst er að hann er miklu meiri en það.

Mest lesið undanfarið ár