Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
„Fagfjárfestar“ sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka líka skilgreindir sem „almennir fjárfestar“
FréttirSalan á Íslandsbanka

„Fag­fjár­fest­ar“ sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka líka skil­greind­ir sem „al­menn­ir fjár­fest­ar“

Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar skil­greina önn­ur verð­bréfa­fyr­ir­tæki suma af þeim fjár­fest­um sem tóku þátt í út­boði rík­is­ins í Ís­lands­banka sem al­menna fjár­festa en ekki fag­fjár­festa. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið (FME) get­ur kall­að eft­ir list­um frá verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um um hvernig við­skipta­vin­ir þeirra eru skil­greind­ir. Mögu­legt er að skil­grein­ing­um verð­bréfa­fyr­ir­tækj­anna á þess­um við­skipta­vin­um hafi ver­ið breytt til þess að selja þeim hluta­bréf­in í Ís­lands­banka með af­slætti.
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
ViðskiptiLaxeldi

Frá­far­andi for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múla­þings gef­ur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki

Gauti Jó­hann­es­son, frá­far­andi for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múla­þings á Aust­ur­landi, seg­ir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjör­inn full­trúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki á Aust­ur­landi. Gauti var með­al ann­ars í við­tali í Spegl­in­um á RÚV á þriðju­dag­inn þar sem hann ræddi lax­eldi og skipu­lags­mál og þá kröfu Múla­þings að fá óskor­að vald til að skipu­leggja sjókvía­eldi í fjörð­um sveit­ar­fé­lags­ins.
Þetta eru útgerðarmennirnir sem keyptu í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Þetta eru út­gerð­ar­menn­irn­ir sem keyptu í Ís­lands­banka

All­nokkr­ir starf­andi út­gerð­ar­menn og eig­end­ur út­gerða eru beint eða óbeint á list­an­um yf­ir þá fjár­festa sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka af ís­lenska rík­inu í lok mars. Þetta eru Björgólf­ur Jó­hannss­son, Guð­rún Lár­us­dótt­ir, Jakob Val­geir Flosa­son, Þor­steinn Kristjáns­son, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Gunn­þór Ingva­son með­al annarra.
Bjarni segist ekkert hafa með fjárfestingar föður síns að gera og að Benedikt verði að svara fyrir þær
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist ekk­ert hafa með fjár­fest­ing­ar föð­ur síns að gera og að Bene­dikt verði að svara fyr­ir þær

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir að hann hafi fyrst frétt af þátt­töku föð­ur síns í út­boði Ís­lands­banka í gær. Hann bend­ir á að fað­ir sinn verði að svara fyr­ir fjár­fest­ing­ar sín­ar. Út­boð­ið á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka hef­ur vak­ið af­ar hörð við­brögð á Al­þingi og með­al al­menn­ings.
Bjarni segist ekki „vera mikið inni í“ fjárfestingum föður síns: Stýrði þeim fyrir hrun
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist ekki „vera mik­ið inni í“ fjár­fest­ing­um föð­ur síns: Stýrði þeim fyr­ir hrun

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, stýrði fjár­fest­ing­um föð­ur síns Bene­dikts Sveins­son­ar á ár­un­um fyr­ir hrun­ið 2008. Þá var Bene­dikt um­svifa­mik­ill fjár­fest­ir í olíu­fé­lag­inu Esso, síð­ar N1, Kynn­is­ferð­um, Glitni, Icelanda­ir og fleiri fé­lög­um. Glitn­is­skjöl­in ár­ið 2017 sýndu hvernig það var Bjarni sem stýrði þess­um fjár­fest­ing­um sam­hliða þing­mennsku sinni. Nú hef­ur kom­ið í ljós að fjár­fest­ing­ar­fé­lag föð­ur Bjarna keypti hluta­bréf í lok­uðu út­boði á veg­um ís­lenska rík­is­ins og seg­ist ráð­herr­ann ekki hafa vit­að af því.
Íslandsbanki: Setja þarf lög til að eigendur megi afrita hlutalistann
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ís­lands­banki: Setja þarf lög til að eig­end­ur megi af­rita hlutal­ist­ann

Ís­lands­banki seg­ir að setja þurfi lög til að bank­inn geti heim­il­að hlut­höf­um að af­rita hlut­hafa­skrá fé­lags­ins. Í svari bank­ans seg­ir að jafn­vel þó lög­um verði breytt í þessa veru þá komi per­sónu­vernd­ar­lög mögu­lega í veg fyr­ir slíka af­rit­un. Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son hafa kall­að eft­ir því að hlut­hafalist­inn verði birt­ur og er nú beð­ið eft­ir svari frá Banka­sýslu rík­is­ins um það.
Maðurinn sem vildi fá að vita hverjir keyptu í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Mað­ur­inn sem vildi fá að vita hverj­ir keyptu í Ís­lands­banka

Lít­ill hlut­hafi í Ís­lands­banka heim­sótti bank­ann af því hann vildi kom­ast að því hverj­ir keyptu hluta­bréf af ís­lenska rík­inu í ný­liðnu út­boði. Mað­ur­inn fékk ekki að skoða hlut­hafal­ist­ann sjálf­ur held­ur var starfs­mað­ur bank­ans með hon­um all­an tím­ann. Hann fékk held­ur ekki að af­rita list­ann eða taka af hon­um mynd­ir. For­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hef­ur kall­að eft­ir laga­breyt­ing­um til að hægt verði að greina frá því hverj­ir keyptu í út­boð­inu.
Þetta þurfa hluthafar að gera til að fá upplýsingar um leynda eigendur Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Þetta þurfa hlut­haf­ar að gera til að fá upp­lýs­ing­ar um leynda eig­end­ur Ís­lands­banka

Flest bend­ir til að hlut­hafalisti Ís­lands­banka verði ekki birt­ur eft­ir op­in­ber­um leið­um. Ís­lands­banki seg­ir að birt­ing list­ans brjóti gegn lög­um. Þar af leið­andi mun hið op­in­bera ekki vera milli­lið­ur í því að greint verði frá því hvaða að­il­ar keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í síð­ustu viku. Út­boð­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt, með­al ann­ars af Kristrúnu Frosta­dótt­ur, þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Banka­sýsla Ís­lands birti skýrslu um út­boð­ið í morg­un þar sem fram kem­ur að 140 óþekkt­ir einka­fjár­fest­ar hafi keypt 30 pró­sent bréf­anna í út­boð­inu.
Bjarni segist vilja birta allan hluthafalista Íslandsbanka ef lög leyfa
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist vilja birta all­an hlut­hafal­ista Ís­lands­banka ef lög leyfa

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra vill að Ís­lands­banki birti all­an hlut­hafal­ista bank­ans ef lög heim­ila það. Þetta sagði Bjarni í þing­ræðu um út­boð rík­is­ins á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka í gær. Út­boð rík­is­ins á 22,5 pró­senta hlut í bank­an­um á af­slátt­ar­verði hef­ur ver­ið gagn­rýnt úr ýms­um átt­um, með­al ann­ars af með­lim­um úr stjórn­ar­and­stöð­unni. Ís­lands­banki seg­ist ekki mega af­henda hlut­hafal­ist­ann til op­in­berr­ar birt­ing­ar.
Kristrún segir brýnt að upplýsa hverjir fengu að kaupa í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Kristrún seg­ir brýnt að upp­lýsa hverj­ir fengu að kaupa í Ís­lands­banka

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spyr að því hvaða litlu að­il­ar það voru sem fengu að kaupa hluta­bréf í Ís­lands­banka í ný­af­stöðnu hluta­fjárút­boði bank­ans. Öf­ugt við út­boð­ið sem fór fram á bréf­um Ís­lands­banka síð­ast­lið­ið sum­ar, þar sem all­ir gátu keypt fyr­ir ákveðna upp­hæð, voru 430 fjár­fest­ar vald­ir til að taka þátt í þessu út­boði.
Ríkistjórnin segir afstöðuna til Norðurskautaráðs vera skýra vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Rík­i­s­tjórn­in seg­ir af­stöð­una til Norð­ur­skauta­ráðs vera skýra vegna Úkraínu­stríðs­ins

For­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir að af­staða rík­is­stjórn­ar Ís­lands til þátt­töku Ís­lands í starfi Norð­ur­skauta­ráðs liggja fyr­ir. Ráðu­neyt­in segja að rök­semd­ir gegn því að sex af sjö þjóð­um í ráð­inu leggi nið­ur vinnu í því vegna stríðs­ins í Úkraínu breyti engu þar um. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Ís­lands, lýsti slík­um sjón­ar­mið­um ný­lega í við­tali þó hann segi að ekki sé um að ræða sín­ar per­sónu­legu skoð­an­ir.
Ólafur Ragnar: „Ég taldi mig vera að tala með mikilli samúð út frá örlögum þessarar þjóðar“
FréttirÚkraínustríðið

Ólaf­ur Ragn­ar: „Ég taldi mig vera að tala með mik­illi sam­úð út frá ör­lög­um þess­ar­ar þjóð­ar“

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, stofn­andi og starf­andi stjórn­ar­formað­ur Hring­borðs Norð­ur­slóða, seg­ir að hann hafi eng­ar per­sónu­leg­ar skoð­an­ir á þeirri ákvörð­un ís­lenska rík­is­ins að leggja nið­ur störf í Norð­ur­skauts­ráð­inu út af inn­rás Rússa í Úkraínu. Hann seg­ist ekki bera blak af Vla­dimír Pútín og að hann for­dæmi inn­rás­ina í Úkraínu. Hann seg­ist hins veg­ar vera gagn­rýn­inn á það að Úkraínu hafi ekki ver­ið hleypt inn í NATÓ fyrr og spyr að því hvað Vest­ur­lönd ætli að gera til að stöðva stríð­ið í land­inu.
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
FréttirLaxeldi

Um­hverf­is­stofn­un fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins en tel­ur ekki til­efni til að­gerða

Mynd­band­ið sem Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari tók af bakt­eríu­lagi und­ir sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish í Dýra­firði gef­ur ekki til­efni til sér­stakra að­gerða af hálfu Um­hverf­is­stofn­un­ar. Stofn­un­in fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið fær hins veg­ar ekki heim­ild til að setja út meiri eld­is­fisk í kví­arn­ar að svo stöddu.

Mest lesið undanfarið ár