Georg Gylfason

Blaðamaður

Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Kristrún hefur miklar áhyggjur af stöðu Samkeppniseftirlitsins
FréttirPressa

Kristrún hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir van­fjár­mögn­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gríð­ar­legt áhyggju­efni. Hún seg­ir að stjórn­völd beri mikla ábyrgð á þeirri nei­kvæðu um­ræðu sem hef­ur ver­ið áber­andi um starf­semi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Sömu­leið­is hafi stjórn­völd fjár­svelt eft­ir­lit­ið sem kem­ur í veg fyr­ir að stofn­un­in geti sinn eft­ir­lits­hlut­verki sínu.
Fjármálaráðherra ósammála Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði
Fréttir

Fjár­mála­ráð­herra ósam­mála Nó­bels­verð­launa­hafa í hag­fræði

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir seg­ist vera ósam­mála Joseph Stig­litz, Nó­bels­verð­launa­hafa í hag­fræði, um að hækk­un stýri­vaxta seðla­banka víða um heim hafi ver­ið ol­ía á eld verð­bólg­unn­ar. Í ræðu á þingi í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um í dag sagði Þór­dís að í til­felli Ís­lands hafi ver­ið rétt ákvörð­un að hækka vexti og benti á að hug­mynd­ir Stig­litz gengu gegn meg­in­þorra hag­fræði­kenn­inga.
Þórður Már hættir við stjórnarkjör
Viðskipti

Þórð­ur Már hætt­ir við stjórn­ar­kjör

Þórð­ur Már Jó­hann­es­son hef­ur ákveð­ið að draga til baka fram­boð sitt til stjórn­ar Fest­is. Sam­kvæmt heim­ild­um Við­skipta­blaðs­ins hélt Þórð­ur Már ræðu á að­al­fundi fé­lags­ins í morg­un þar sem hann til­kynnti að hann myndi ekki sækj­ast eft­ir sæti í stjórn fé­lags­ins. Í ræð­unni gagn­rýndi hann stjórn Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins og Brú líf­eyr­is­sjóð sem lögð­ust gegn til­nefn­ingu hans.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.
Rasísk ummæli framhaldsskólakennara tekin til skoðunar
Fréttir

Rasísk um­mæli fram­halds­skóla­kenn­ara tek­in til skoð­un­ar

Færsla sem kenn­ari við Mennta­skól­ann að Laug­ar­vatni birti á sam­fé­lags­miðl­um hef­ur vak­ið at­hygli. Í færsl­unni tjáði kenn­ar­inn sig um Söngv­akeppni sjón­varps­ins og einn kepp­and­ann, Bash­ar Murad. Þykja um­mæl­in bera rík­an keim af ras­isma og kven­fyr­ir­litn­ingu. Skóla­meist­ari ML seg­ist hafa feng­ið marg­ar ábend­ing­ar um færslu kenn­ar­ans og að starfs­fólki skól­ans sé brugð­ið.
Efling birtir yfirlýsingu um hvað stendur út af í kjarasamningum
Fréttir

Efl­ing birt­ir yf­ir­lýs­ingu um hvað stend­ur út af í kjara­samn­ing­um

Efl­ing seg­ir að það séu góð­ar lík­ur á því að hægt verði að skrifa und­ir nýja kjara­samn­inga í dag eða á morg­un. Þrjú at­riði standa eft­ir sem samn­inga­nefnd Efl­ing­ar og Sam­tök At­vinnu­lífs­ins eiga eft­ir koma sér sam­an um. Enn á eft­ir að semja um út­færslu á upp­sagn­ar­vernd starfs­fólks á al­menn­um vinnu­mark­aði, orða­lag samn­inga sem snúa að trún­að­ar­mönn­um og að lok­um á eft­ir semja um kjör ræst­inga­fólks.

Mest lesið undanfarið ár