Georg Gylfason

Blaðamaður

Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.
Rasísk ummæli framhaldsskólakennara tekin til skoðunar
Fréttir

Rasísk um­mæli fram­halds­skóla­kenn­ara tek­in til skoð­un­ar

Færsla sem kenn­ari við Mennta­skól­ann að Laug­ar­vatni birti á sam­fé­lags­miðl­um hef­ur vak­ið at­hygli. Í færsl­unni tjáði kenn­ar­inn sig um Söngv­akeppni sjón­varps­ins og einn kepp­and­ann, Bash­ar Murad. Þykja um­mæl­in bera rík­an keim af ras­isma og kven­fyr­ir­litn­ingu. Skóla­meist­ari ML seg­ist hafa feng­ið marg­ar ábend­ing­ar um færslu kenn­ar­ans og að starfs­fólki skól­ans sé brugð­ið.
Efling birtir yfirlýsingu um hvað stendur út af í kjarasamningum
Fréttir

Efl­ing birt­ir yf­ir­lýs­ingu um hvað stend­ur út af í kjara­samn­ing­um

Efl­ing seg­ir að það séu góð­ar lík­ur á því að hægt verði að skrifa und­ir nýja kjara­samn­inga í dag eða á morg­un. Þrjú at­riði standa eft­ir sem samn­inga­nefnd Efl­ing­ar og Sam­tök At­vinnu­lífs­ins eiga eft­ir koma sér sam­an um. Enn á eft­ir að semja um út­færslu á upp­sagn­ar­vernd starfs­fólks á al­menn­um vinnu­mark­aði, orða­lag samn­inga sem snúa að trún­að­ar­mönn­um og að lok­um á eft­ir semja um kjör ræst­inga­fólks.
„Fólk sem hefur ekkert að fela vill hafa svona hluti uppi á borðum“
FréttirPressa

„Fólk sem hef­ur ekk­ert að fela vill hafa svona hluti uppi á borð­um“

Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að stofn­un­in hafi ekki fjár­hags­legt bol­magn til þess að hafa yf­ir­sýn yf­ir stjórn­un­ar- og eign­artengsl sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Ís­landi. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hóf ný­ver­ið rann­sókn á tengsl­um Sam­herja og Sílda­vinnsl­un­ar, en SKE hef­ur rann­sak­að tengsl þeirra í rúm­lega tíu ár.
Efling undirbýr tvo fundi og verkfallsaðgerðir
FréttirKjaramál

Efl­ing und­ir­býr tvo fundi og verk­falls­að­gerð­ir

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir , formað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að Efl­ing sé enn hluti af breið­fylk­ing­unni og að samn­inga­nefnd­ir stétt­ar­fé­lag­anna standi þétt sam­an. Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar hef­ur boð­að komu sína á tvo fundi á morg­un. Jafn­framt und­ir­býr Efl­ing verk­falls­kosn­ingu fyr­ir ræst­inga­fólk sem fer fram á mánu­dag­inn.
Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri
Fréttir

Ol­íu­dreif­ing keyr­ir á raf­magni – vilja draga úr út­blæstri

Fram­kvæmda­stjóri Ol­íu­dreif­ing­ar seg­ir að fyr­ir­tæk­ið sé byrj­að að prófa sig áfram með auk­innni notk­un raf­bíla með það með­al ann­ars fyr­ir sjón­um að draga úr út­blæstri og minnka kol­efn­is­spor fé­lags­ins. „Eðli starf­semi“ fyr­ir­tæk­is­ins kalli á þá nálg­un. Um tíu pró­sent af þjón­ustu­bíla­flota fé­lags­ins eru raf­knún­ir.
Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár