Háskólinn tekur enga ábyrgð á aldursgreiningum flóttabarna
Vísindasiðanefnd telur sig ekki geta fjallað um tanngreiningar á fylgdarlausum börnum og ungmennum sem framkvæmdar eru á tannlæknadeild Háskóla Íslands þar sem enginn þjónustusamningur er í gildi vegna rannsóknanna.
FréttirSkipun dómara við Landsrétt
72,5 prósent vilja að Sigríður Andersen segi af sér
Mikill meirihluti landsmanna vill að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Alls vilja 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna að Sigríður víki.
FréttirÞvingað samþykki
Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki
Fjöldi kvenna hefur deilt sögum af þvinguðu samþykki í kynferðislegum samskiptum undanfarna sólarhringa. „Þessi tegund nauðgunar, þar sem suð eða annars konar munnlegur þrýstingur er notaður til að þvinga fram samþykki, hefur langvarandi skaðleg áhrif á þolendur rétt eins og aðrar tegundir nauðgunar og kynferðisofbeldis,“ segir Hildur Guðbjörnsdóttir.
Fréttir
Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta
Dómur í máli Hjalta Gunnarssonar gegn Íshestum féll í síðustu viku og var Íshestum gert að greiða Hjalta fyrir hestaferðirnar sem hann fór fyrir fyrirtækið sumarið 2016.
Fréttir
Kölluð kellingartussa og negri
Pascale Elísabet Skúladóttir, leiðsögumaður frá Akureyri, varð fyrir alvarlegum kynþáttafordómum á bensínstöð í Reykjavík í vikunni. Hún ætlar að kæra atvikið til lögreglu.
Viðtal
Megum ekki vera feimin við að beita takmörkunum á ferðamannastaði
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, vill að náttúruvernd og friðlýsingar verði notaðar til að dreifa ferðamönnum um landið og skapa atvinnu í hinum dreifðu byggðum. Oft sé vænlegra að friðlýsa en að virkja.
Fréttir
Vill yfirlýsingu frá forsætisráðherra um fundinn á Höfða
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, fer fram á opinbera afsökunarbeiðni frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra fyrir að bjóða Eyþóri Arnalds á fundinn á Höfða, og vill að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins.
Fréttir
Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta
Hjalti Gunnarsson og Ása Viktoría Dalkarls eru í málaferlum við fyrirtækið Íshesta vegna hestaferða sem þau fóru sumarið 2016 en hafa enn ekki fengið greitt fyrir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri var framkvæmdastóri á þeim tíma. Íshestar fóru í þrot nokkrum árum eftir að Fannar Ólafsson keypti félagið, en hann segist hafa stórtapað á viðskiptunum og greitt verktökum úr eigin vasa.
Viðtal
„Kann illa að meta hluti sem eru ekki raunverulegir“
Þrátt fyrir að hafa alltaf vitað að hún vildi gera kvikmyndir þorði Ísold Uggadóttir ekki í fyrstu atrennu að skrá sig í leikstjórnarnám. Hún þurfti fyrst að sanna fyrir sjálfri sér að hún ætti erindi í þetta fag. Á dögunum var hún valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda á kvikmyndahátíðinni Sundance en kvikmynd hennar, Andið eðlilega, hefur hlotið mikið lof erlendra gagnrýnenda. Hér ræðir hún um listina, réttlætiskenndina sem drífur hana áfram og hvernig það er að vera kona í fagi þar sem karlar hafa hingað til verið við völd.
Fréttir
Fær hundruð milljóna í styrki frá ESB og brýtur á starfsfólki
Fyrirtækið Arctic Portal, sem talið er brjóta endurtekið á réttindum starfsfólks síns, hefur fengið um 186 milljónir íslenskra króna í styrki frá Evrópusambandinu á síðustu árum til rannsókna á Norðurslóðum. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Arctic Portal, sakar starfsfólkið um að reyna að hafa fé og verkefni af fyrirtækinu.
Fréttir
Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis
Dómur var kveðinn upp í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media í dag. Öllum kröfum Glitnis var synjað, enda telur Héraðsdómur ekki réttlætanlegt að stöðva fréttaflutning af fjárhagsmálefnum forsætisráðherra í lýðræðisríki.
Fréttir
Unga fólkið vill aðskilnað ríkis og kirkju
Ný könnun sýnir að um 56 prósent Íslendinga vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Ungt fólk, Reykvíkingar og kjósendur Pírata eru líklegastir til að vilja aðskilnað.
Viðtal
Tapaði öllu en er kominn aftur á toppinn
Sindri Már Finnbogason missti fyrirtækið sem hann stofnaði í hruninu, brann út í starfi í Danmörku og flutti til Los Angeles þar sem hann framleiddi kvikmynd sem fékk vægast sagt dræma dóma. Hann hafði lítið sem ekkert á milli handanna þegar hann flutti aftur til Íslands fyrir þremur árum og stofnaði miðasöluvefinn Tix.is, sem nú er með yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á Íslandi og kominn í útrás í Skandinavíu.
Fréttir
Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu
Ríflega 52 prósent Íslendinga eru hlynntir Borgarlínu, en aðeins fjórðungur andvígur. Íbúar í höfuðborginni styðja hana að meirihluta, en landsbyggðin er andvíg. Kjósendur Miðflokksins eru andsnúnir Borgarlínu, en Píratar eru líklegastir til að vera hlynntir henni. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í málinu.
Úttekt
Trúin á Landspítalanum
Sjúklingar og aðstandendur á Landspítalanum hafa mun greiðari aðgang að presti en sálfræðingi. Teikningar nýs meðferðarkjarna gera ráð fyrir nýrri kapellu og nýlega var auglýst eftir guðfræðingi í fullt starf við geðsvið spítalans.
Viðtal
Ástin beygði valdið
Amir Shokrgozar og Jóhann Emil Stefánsson gengu í hjónaband á Ítalíu í nóvember síðastliðnum og í desember fékk Amir loksins að snúa aftur heim til Íslands, rúmum tíu mánuðum eftir að honum var vísað úr landi með lögreglufylgd. Þeir líta björtum augum á framtíðina og eru þakklátir öllum þeim sem hafa veitt þeim hjálparhönd.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.