Aðalsteinn Kjartansson

Blaðamaður

Fríhöfnin var með í auglýsingakaupum
Fréttir

Frí­höfn­in var með í aug­lýs­inga­kaup­um

Dótt­ur­fé­lag rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Isa­via er lík­lega einn stærsti að­il­inn í Mark­aðs­ráði Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Ráð­ið keypti eitt af dýrstu aug­lýs­ingapláss­um árs­ins um ára­mót­in í því skyni að fá fólk til að vera leng­ur í flug­stöð­inni. Vís­bend­ing­ar eru um að stærsti hluti kostn­að­ar­ins hafi ver­ið greidd­ur af Frí­höfn­inni.
Ótöldu atkvæðin: Brynjar og Aðalsteinn hefðu getað náð inn
Stjórnmál

Ótöldu at­kvæð­in: Brynj­ar og Að­al­steinn hefðu getað náð inn

Ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði feng­ið fjór­um at­kvæð­um fleiri en Við­reisn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi tækju Brynj­ar Ní­els­son hjá Sjálf­stæð­is­flokki og Að­al­steinn Leifs­son í Við­reisn sæti á þingi í stað Jóns Pét­urs Zimsen og Gríms Gríms­son­ar. Á ann­an tug utan­kjör­fund­ar­at­kvæða voru ekki tal­in í kjör­dæm­inu.
Isavia svarar því ekki hvað áramótaauglýsingin kostaði
Fréttir

Isa­via svar­ar því ekki hvað ára­móta­aug­lýs­ing­in kostaði

Op­in­bera hluta­fé­lag­ið Isa­via svar­ar því ekki hvað kostaði að fram­leiða og birta aug­lýs­ingu fyr­ir Ára­móta­s­kaup­ið. Fyr­ir­tæk­ið á ekki í sam­keppni við neinn um rekst­ur milli­landa­flug­valla. Tals­mað­ur Isa­via seg­ir aug­lýs­ing­una vera á veg­um Mark­aðs­ráðs Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og sé ætl­að að fá fólk til að vera leng­ur í flug­stöð­inni fyr­ir ferða­lög.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.
Leyniupptakan á Edition-hótelinu: „Við höfum enn tíma eftir kosningarnar“
Fréttir

Leyniupp­tak­an á Ed­iti­on-hót­el­inu: „Við höf­um enn tíma eft­ir kosn­ing­arn­ar“

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar lýsti því í lok októ­ber að ef ekki næð­ist að gefa út hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­ar væri vel hægt að gera það á með­an aðr­ir flokk­ar reyndu að mynda rík­is­stjórn. Það gerð­ist í gær þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son gaf út leyfi til hval­veiða sem lif­ir þá rík­is­stjórn sem tek­ur næst við völd­um.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Mest lesið undanfarið ár