Forsetafrúin og maðurinn með litlu hendurnar
FréttirForsetakosningar í BNA 2016

For­setafrú­in og mað­ur­inn með litlu hend­urn­ar

​Þau sögu­legu um­skipti gætu orð­ið í haust að Banda­rík­in velji sinn fyrsta kven­for­seta, reynda póli­tíska kempu sem hef­ur í ára­tugi bar­ist fyr­ir auk­inni heil­brigð­is­þjón­ustu, ver­ið ut­an­rík­is­ráð­herra, öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur og for­setafrú. Engu að síð­ur sýna nýj­ustu skoð­anakann­an­ir að Hillary Cl­int­on gæti tap­að fyr­ir óreyndri raun­veru­leika­sjón­varps­stjörnu með mý­marga galla.
Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar
FréttirHvalveiðar

Eig­in­mað­ur þing­konu far­inn á hval­veið­ar

Þröst­ur Sig­munds­son, eig­in­mað­ur Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur þing­konu, er byrj­að­ur að veiða hrefnu á hval­veiði­bátn­um Rokk­ar­an­um sem hann keypti í fyrra. Kona hans sat í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins þar til í fyrra en kem­ur ekk­ert að rekstr­in­um. Efna­hags­leg­ar for­send­ur hrefnu­veiða hafa ekki ver­ið góð­ar á Ís­landi hing­að til, með­al ann­ars vegna lágs kjöt­verðs, en Þröst­ur hef­ur trú á veið­un­um.
Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins
Úttekt

Hæg heima­tök: Um að­gengi fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar að fjár­mun­um rík­is­ins

Fyr­ir­tæki tengd fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra hafa frá því Bjarni hóf af­skipti af stjórn­mál­um ver­ið stór­tæk í samn­ing­um og við­skipt­um við rík­ið. Hafa þau gert ein­staka íviln­ana­samn­inga við yf­ir­völd, keypt eign­ar­hlut fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins án form­legra sölu­ferla og not­ið góðs af laga­setn­ing­um Bjarna. Eyj­an fjall­aði um við­skipti ráð­herr­ans í fyrra.
Banna hælisleitendum að tala við fjölmiðla til að „vernda friðhelgi einkalífs þeirra“
FréttirFjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Banna hæl­is­leit­end­um að tala við fjöl­miðla til að „vernda frið­helgi einka­lífs þeirra“

Út­lend­inga­stofn­un legg­ur blátt bann við við­töl­um fjöl­miðla­fólks við flótta­fólk á heim­il­um þeirra. Regl­urn­ar eiga sér ekki stoð í al­menn­um lög­um en upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar vís­ar í ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar um frið­helgi einka­lífs og heim­il­is máli sínu til stuðn­ings. Hann þver­tek­ur fyr­ir að með þessu sé veg­ið að tján­ing­ar­frelsi íbúa. Verk­efna­stjóri hæl­is­sviðs hjá Út­lend­inga­stofn­un lík­ir við­tali þátta­stjórn­enda Hæps­ins við hæl­is­leit­end­ur Arn­ar­holti við hús­brot.
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu: Einn fimmti hluti greiðslna frá ríkinu tekinn út sem arður
ÚttektEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu: Einn fimmti hluti greiðslna frá rík­inu tek­inn út sem arð­ur

Einka­rek­in mynd­grein­ing­ar­fyr­ir­tæki á sviði lækn­is­fræði eru með­al arð­bær­ustu fyr­ir­tækj­anna í heibrigð­is­geir­an­um. Tvö þeirra skila drjúg­um hagn­aði og geta greitt út tug­millj­óna króna arð til hlut­hafa sinna á hverju ári. Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigð­is­ráð­herra vill ekki hrófla við mögu­leik­um þess­ara fyr­ir­tækja til að greiða út arð til hlut­hafa en hann ætl­ar hins veg­ar að banna arð­greiðsl­ur út úr einka­rekn­um heilsu­gæslu­stöðv­um. Ekk­ert eft­ir­lit er með arð­greiðsl­um út úr einka­rekn­um heil­brigð­is­fyr­ir­tækj­um á Ís­landi.
Gott að geta rætt um dauðann
Viðtal

Gott að geta rætt um dauð­ann

Séra Bragi Skúla­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um, veit­ir þjón­ustu þeim sem grein­ast með lífs­hættu­lega sjúk­dóma og hef­ur ver­ið við­stadd­ur mörg and­lát­in. Hann seg­ir að dauð­vona fólk tak­ist á við erf­iða, til­finn­inga­lega líð­an - fólk get­ur ver­ið ósátt, það get­ur fund­ið fyr­ir reiði og ótta og ver­ið að tak­ast á við ákveð­in upp­gjör. „Því finnst eins og líf­ið sé að hlaupa frá því og að það hafi ekki náð að gera það sem það ætl­aði sér í líf­inu. Allt þetta kem­ur inn á borð hjá mér. Það sama er að segja um trú­ar­leg spurs­mál - hvernig er dauð­inn, hvert við­kom­andi fer þeg­ar hann deyr og sum­ir velta fyr­ir sér hvort von sé um að ann­að líf taki við þeg­ar þeir kveðja.“

Mest lesið undanfarið ár