Sex góðir eiginleikar Guðna sem forseta
Listi

Sex góð­ir eig­in­leik­ar Guðna sem for­seta

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur nú set­ið í embætti for­seta Ís­lands í sex mán­uði. Orð hans og at­hafn­ir móta sam­fé­lag­ið og þau við­horf sem þar ríkja og í því ljósi er for­vitni­legt að sjá hvernig lang­stærst­ur hluti lands­manna fylk­ist að baki hon­um. Ánægja með störf for­set­ans hef­ur aldrei mælst meiri, að minnsta kosti ekki frá því að MMR hóf mæl­ing­ar ár­ið 2011. Eitt­hvað er hann að gera rétt. En hvað?
Skipulagði dauða sinn og dætranna
Viðtal

Skipu­lagði dauða sinn og dætr­anna

Elma Kar­en sökk djúpt nið­ur í þung­lyndi þeg­ar hún varð ólétt að sínu öðru barni, þeg­ar það eldra var að­eins sex mán­aða. Hún trúði því sjálf að hún væri að gera það besta fyr­ir alla með því að svipta sig lífi og taka dótt­ur sína og ófætt barn með sér. Hún varð fyrst hrædd við eig­in hugs­an­ir þeg­ar hún var kom­in með áætl­un um hvenær og hvernig hún færi að því. Þá gekk hún sjálf inn á bráða­mót­töku geð­deild­ar.
Vill áfengi í búðir og efast um gildi vísindarannsókna
Fréttir

Vill áfengi í búð­ir og ef­ast um gildi vís­inda­rann­sókna

Teit­ur Björn Ein­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrsti flutn­ings­mað­ur áfeng­is­frum­varps­ins á Al­þingi, dreg­ur í efa gildi rann­sókna og álits heil­brigð­is­stofn­ana um að auk­ið að­gengi að áfengi muni mjög lík­lega auka neyslu áfeng­is. Hann sló á létta strengi og sagði: „Mann­kyn­ið er að með­al­tali með eitt eista“. Land­læknisembætt­ið ít­rek­ar við­var­an­ir sín­ar um sam­fé­lags­leg­an skaða af frum­varp­inu.
Forsætisráðherra gaf aftur ranga mynd af efnisatriðum skýrslunnar
FréttirACD-ríkisstjórnin

For­sæt­is­ráð­herra gaf aft­ur ranga mynd af efn­is­at­rið­um skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir starfs­hóp­inn telja Ís­lend­inga hafa ver­ið „í far­ar­broddi“ þeg­ar kom að því að „breyta laga­lega um­hverf­inu í tengsl­um við skatta­skjól“. Raun­in er sú að í skýrsl­unni eru ís­lensk stjórn­völd gagn­rýnd fyr­ir að hafa ver­ið eft­ir­bát­ur ná­granna­ríkj­anna að ein­mitt þessu leyti.
Stafræna alræðisríkið Kína handan við hornið
ErlentPersónuverndarmál

Sta­f­ræna al­ræð­is­rík­ið Kína hand­an við horn­ið

Kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn vinn­ur nú að því að byggja upp gagna­grunn sem geym­ir upp­lýs­ing­ar um net­hegð­un allra Kín­verja. Mark­mið­ið er að gef­in verði stig fyr­ir það sem flokk­ur­inn álít­ur já­kvæða hegð­un en refsistig fyr­ir hitt sem tal­ið er vera nei­kvætt. Yf­ir­völd stefna á að kerf­ið verði til­bú­ið ár­ið 2020.

Mest lesið undanfarið ár