Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
AfhjúpunKlausturmálið

Upp­ljóstr­ar­inn af Klaustri: „Ég er fötl­uð hinseg­in kona og mér blöskr­aði“

„Ég er þessi Mar­vin sem rugg­aði bátn­um,“ seg­ir Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem var stödd fyr­ir til­vilj­un á Klaustri Bar þann 20. nóv­em­ber og varð vitni að ógeð­felld­um sam­ræð­um þing­manna. „Ég varð bara svo sár og trúði varla því sem ég heyrði.“ For­seti Al­þing­is hef­ur beð­ið fatl­aða, hinseg­in fólk og kon­ur af­sök­un­ar á um­mæl­um þing­mann­anna, en Bára til­heyr­ir öll­um þrem­ur hóp­un­um. Nú stíg­ur hún fram í við­tali við Stund­ina, grein­ir frá at­burð­un­um á Klaustri og opn­ar sig um reynsl­una af því að vera ör­yrki og mæta skiln­ings­leysi og firr­ingu valda­mik­illa afla á Ís­landi.
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.
Ásmundur vissi allt um þrýsting Braga en sagði Alþingi ekkert
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ásmund­ur vissi allt um þrýst­ing Braga en sagði Al­þingi ekk­ert

„Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að vel­ferð­ar­nefnd­in setji sig vel inn í þetta mál,“ sagði Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra um leið og hann hélt því leyndu fyr­ir Al­þingi hvernig Bragi Guð­brands­son beitti sér fyr­ir um­gengni prests­son­ar við dæt­ur sín­ar sem hann var grun­að­ur um að mis­nota.
Einkavæðing bankans byggði á blekkingarvef hóps fólks undir forystu Ólafs Ólafssonar
AfhjúpunEinkavæðing bankanna

Einka­væð­ing bank­ans byggði á blekk­ing­ar­vef hóps fólks und­ir for­ystu Ól­afs Ólafs­son­ar

Lyk­il­at­rið­ið í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans var blekk­ing sem hóp­ur fólks tók þátt í eða var með­vit­að­ur um. Menn á veg­um fjár­fest­is­ins Ól­afs Ólafs­son­ar nýttu skatt­skjól til að fela raun­veru­lega slóð eign­ar­halds­ins og láta líta út fyr­ir að þýsk­ur banki væri að­ili að kaup­un­um. Ólaf­ur var síð­ar dæmd­ur fyr­ir að taka þátt í sýnd­ar­við­skipt­um til að auka trú­verð­ug­leika bank­ans þeg­ar hann stefndi í þrot. Bank­inn varð gjald­þrota fimm ár­um eft­ir einka­væð­ingu. En Ólaf­ur er nú í millj­arða­fjár­fest­ing­um með lóð­ir í Reykja­vík.
Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur
AfhjúpunÁhrif kísilvers United Silicon

Mynd­skeið sýn­ir United Silicon losa eit­ur­efni út í and­rúms­loft­ið í skjóli næt­ur

Hættu­leg­ar vinnu­að­stæð­ur, los­un eit­ur­efna í skjóli næt­ur, gríð­ar­leg meng­un og meng­un­ar­varn­ir sem virka ekki eru á með­al þess sem sést á mynd­skeið­um sem tek­in voru inn­an í verk­smiðju United Silicon á dög­un­um og Stund­in hef­ur und­ir hönd­um. „Áfell­is­dóm­ur yf­ir eft­ir­lits­stofn­un­um,“ seg­ir starfs­mað­ur sem blöskr­ar ástand­ið.
Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið
Afhjúpun

Báð­ir stjórn­ar­flokk­arn­ir lof­uðu lykla­frum­varpi – ákváðu að efna ekki lof­orð­ið

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­uðu að bjarga skuld­sett­um heim­il­um frá gjald­þroti með svo­köll­uð­um lykla­lög­um en hættu við að efna lof­orð­ið. Um leið fjölg­aði upp­kveðn­um gjald­þrota­úrskurð­um ein­stak­linga og fjöldi fólks á van­skila­skrá náði há­marki í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins.

Mest lesið undanfarið ár