Hélt hún mætti ekki fæða heima
Viðtal

Hélt hún mætti ekki fæða heima

Á ár­um áð­ur fæddu þús­und­ir kvenna á fæð­ing­ar­heim­il­inu við Ei­ríks­götu, og var gríð­ar­leg ánægja með þá þjón­ustu sem þar var veitt. Eft­ir að heim­il­inu var lok­að af rík­inu, og eng­in sam­bæri­leg þjón­usta kom í stað­inn, hef­ur orð­ið hæg aukn­ing á fjölda þeirra kvenna sem kæra sig ekki um að eiga sín börn í spít­alaum­hverfi, og sækja því frek­ar í að eiga heima hjá sér. Hólm­fríð­ur Helga Sig­urð­ar­dótt­ir hef­ur átt tvö börn inni á sínu eig­in heim­ili.
Ég beiti manninn minn ofbeldi
Viðtal

Ég beiti mann­inn minn of­beldi

„Ég veit að það sem ég geri er rangt, ósann­gjarnt og meið­andi. Ég veit að ég er að gera öðr­um það sem ég þoldi ekki að mér væri gert. En mér finnst ég ekki geta ham­ið mig,“ skrif­ar Sigga, ís­lensk kona á þrí­tugs­aldri sem hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir að skrifa und­ir dul­nefni um bata­ferli sitt sem ger­andi and­legs of­beld­is. Sál­fræð­ing­ur tel­ur al­geng­ara að kon­ur beiti and­legu of­beldi í ástar­sam­bönd­um, en fá­ir tali um það vegna skamm­ar og ótta við við­brögð annarra. Þá sé of­beldi sem karl­ar beita maka sinn yf­ir­leitt mun áþreif­an­legra og sýni­legra. Karl­ar geri sér ekki alltaf grein fyr­ir and­lega of­beld­inu.
„Ég horfði á Sýrland brenna“
Viðtal

„Ég horfði á Sýr­land brenna“

Firas Fayyad var hand­tek­inn og pynt­að­ur í sýr­lensku fang­elsi. Hann seg­ir mark­mið­ið hafa ver­ið að „brenni­merkja sál“ hans. Það tókst ekki enda held­ur hann bar­áttu sinni fyr­ir frálsu Sýr­landi áfram með linsu mynda­vél­ar­inn­ar að vopni. Fayyad vinn­ur að heim­ild­ar­mynd um sýr­lensk­an dreng og flótta hans til Evr­ópu. Hann held­ur til í Tyrklandi á með­an Sýr­land brenn­ur fyr­ir fram­an aug­un á hon­um. Þorp syst­ur hans var ný­lega lagt í rúst í rúss­neskri loft­árás.
Systur lýsa ofbeldi móður sinnar
ViðtalKynbundið ofbeldi

Syst­ur lýsa of­beldi móð­ur sinn­ar

„Ég var ekki orð­in tíu ára þeg­ar ég var far­in að fara út með syst­ur mína á sleða seinni part­inn og segja henni að horfa til stjarn­anna, því við gæt­um alltaf ósk­að okk­ur betri tíð­ar,“ seg­ir Linda María Guð­munds­dótt­ir. Hún og syst­ir henn­ar, Svein­dís Guð­munds­dótt­ir, segja að móð­ir þeirra hafi beitt of­beldi en hún hafn­ar ásök­un­um og seg­ir dæt­ur sín­ar ljúga. Fað­ir þeirra vildi ekki tjá sig í sam­tali við Stund­ina.
Almar utan kassans: Undarlegt viðtal við Almar Atlason
Viðtal

Alm­ar ut­an kass­ans: Und­ar­legt við­tal við Alm­ar Atla­son

Lík­ami lista­manns­ins Alm­ars Atla­son­ar er lands­mönn­um væg­ast sagt vel kunn­ug­ur. Á með­an hann eyddi heillri viku inn­an í kassa í Lista­há­skóla Ís­lands, sem allri var sjón­varp­að á net­inu, log­aði hver ein­asta kaffi­stofa lands­ins í um­ræð­um um kass­ann, inni­hald hans, og það sem þar fór fram. Alm­ar hef­ur ver­ið í fjöl­miðla­bind­indi síð­an verk­inu lauk. Hann fékkst þó, með sem­ingi, til þess að setj­ast nið­ur í eins kon­ar gjörn­inga­við­tal, í miðju bind­ind­inu.
„Þetta fór eins og mikill meiri­hluti svona mála“
Viðtal

„Þetta fór eins og mik­ill meiri­hluti svona mála“

Hild­ur Björk Mar­grét­ar­dótt­ir er eitt af and­lit­un­um á bakvið erf­iða töl­fræði í kyn­ferð­is­brota­mál­um. Hún seg­ist hafa ver­ið mis­not­uð í æsku af manni sem tengd­ist henni. Hún lýs­ir brot­um manns­ins, af­leið­ing­um þeirra og hvernig hún náði að vinna sig út úr of­beld­inu. Hild­ur seg­ist hafa náð mest­um bata þeg­ar hún fór að opna sig um mál­ið. Hún kærði mann­inn til lög­reglu fyr­ir nærri tíu ár­um síð­an en mál­inu var vís­að frá þar sem um var ræða orð gegn orði. Meint­ir gerend­ur eru að­eins dæmd­ir sek­ir í fimmta hverju til­kynntu kyn­ferð­is­broti gegn börn­um.
Konan mín  beitti mig ofbeldi
Viðtal

Kon­an mín beitti mig of­beldi

„Þeg­ar tal­að er um heim­il­isof­beldi er yf­ir­leitt ver­ið að lýsa svo svaka­lega ljót­um hlut­um þar sem sterk­ir menn berja litl­ar kon­ur í buff. Þetta var ekk­ert í lík­ingu við það. En þetta var samt hræði­legt,“ seg­ir Dof­ri Her­manns­son. Hann seg­ist hafa bú­ið í sex­tán ár með konu sem hafi beitt and­legu og lík­am­legu of­beldi. Eft­ir skiln­að hafi hann vilj­að leggja það að baki sér, en nú sé hann að missa sam­band­ið við eldri börn­in og það geti hann ekki sætt sig við.
„Karlmennska í krísu um allan heim“
Viðtal

„Karl­mennska í krísu um all­an heim“

Hat­ursorð­ræða, hót­an­ir á net­inu og kyn­ferð­isof­beldi í formi hrellikláms hafa ver­ið tölu­vert í um­ræð­unni á Norð­ur­lönd­un­um að und­an­förnu. Lít­ið þið á kyn­bund­ið of­beldi í net­heim­um sem vanda­­mál og ef já, hvernig má nálg­ast drengi og karl­menn til að stemma stigu við vand­an­um? Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir ræddi við ein­hverja þekkt­ustu hugs­uði heims í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið undanfarið ár