Ráðuneytið hefur lokið rannsókn á eineltismáli í Menntasjóði námsmanna
SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði

Ráðu­neyt­ið hef­ur lok­ið rann­sókn á einelt­is­máli í Mennta­sjóði náms­manna

Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur síð­ast­lið­ið ár haft til rann­sókn­ar meint einelti hjá rík­is­stofn­un­inni Mennta­sjóði náms­manna. Ráðu­neyt­is­stjór­inn hef­ur feng­ið mál­ið inn á sitt borð og mun taka ákvörð­un um næstu skref. Rann­sókn­in bein­ist að fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, Hrafn­hildi Ástu Þor­valds­dótt­ur, og sam­skipt­um henn­ar við starfs­mann á fimm­tugs­aldri sem svo lét af störf­um.
Rökstuðningur Garðabæjar fyrir að ráða Lúðvík Örn: „Þetta er bara stórfurðulegt mál“
SkýringRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Rök­stuðn­ing­ur Garða­bæj­ar fyr­ir að ráða Lúð­vík Örn: „Þetta er bara stór­furðu­legt mál“

Ráðn­ing Garða­bæj­ar á Lúð­vík Erni Stein­ars­syni, sem gegnt hef­ur mörg­um trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, í starf sviðs­stjóra fjár­mála- og stjórn­sýslu­sviðs Garða­bæj­ar hef­ur vak­ið hörð við­brögð hjá minni­hlut­an­um í bæn­um. Rök­stuðn­ing­ur Bjarg­ar Fenger, for­manns bæj­ar­ráðs, fyr­ir ráðn­ing­unni bend­ir til að Lúð­vík Örn hafi ekki upp­fyllt öll hæfni­við­mið­in en vís­að er til „heild­stæðs mats“ á hon­um.
Taugin milli Katrínar og Bjarna og límið í ríkisstjórninni
SkýringBDV-ríkisstjórnin

Taug­in milli Katrín­ar og Bjarna og lím­ið í rík­is­stjórn­inni

Ein af þeim spurn­ing­um sem vakn­að hafa á þessu kjör­tíma­bili er hvort traust og eða vin­ar­þel Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og Bjarna Bene­dikts­son­ar sé lím­ið sem held­ur rík­is­stjórn­inni sam­an í gegn­um súrt og sætt. Sögu­legt for­dæmi er fyr­ir því að rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og stjórn­mála­afls­ins lengst til vinstri á Al­þingi hafi ver­ið hald­ið sam­an af með­al ann­ars trausti milli formanna flokk­anna.
Áralangt karp um byggðakvótann: Alþingi samþykkir gerð skýrslu
SkýringKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Ára­langt karp um byggða­kvót­ann: Al­þingi sam­þykk­ir gerð skýrslu

Beiðni um að Rík­is­end­ur­skoð­un geri skýrslu um út­hlut­un Byggða­kvóta var sam­þykkt á Al­þingi í síð­ustu viku. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir að Byggða­stofn­un sé að fram­fylgja póli­tísk­um vilja Fram­sókn­ar­flokks­ins við út­hlut­un byggða­kvóta. For­stjóri Byggða­stofn­un­ar, Arn­ar Elías­son, seg­ir gagn­rýn­ina byggða á mis­skiln­ingi.
Útilokað að gera við lögnina – Það verður kalt næstu nætur á Suðurnesjum
SkýringReykjaneseldar

Úti­lok­að að gera við lögn­ina – Það verð­ur kalt næstu næt­ur á Suð­ur­nesj­um

Ekk­ert heitt vatn mun á næst­unni streyma um lagn­ir frá Svartsengi til byggð­ar­laga á Reykja­nesi. Hjá­v­eitu­lögn með­fram Njarð­víkuræð­inni, sem reynt var að nota eft­ir við­gerð, er far­in í sund­ur und­ir hraun­inu. „Það er ljóst að næstu dag­ar og næt­ur geta því orð­ið kald­ar í hús­um á Suð­ur­nesj­um,“ segja al­manna­varn­ir.
Einkavæðing elliheimilanna: 3,8 milljarðar fóru út úr Sóltúni
Skýring

Einka­væð­ing elli­heim­il­anna: 3,8 millj­arð­ar fóru út úr Sól­túni

Árs­reikn­ing­ar einka­rek­inna hjúkr­un­ar­heim­ila sem eru starf­andi á Ís­landi sýna hversu arð­bær slík­ur rekst­ur, sem byggð­ur er á samn­ing­um við ís­lenska rík­ið, get­ur ver­ið. Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra vill auka að­komu einka­að­ila að hjúkr­un­ar­heim­il­um en Al­þýðu­sam­band Ís­lands seg­ir spor­in hræða og að einka­væð­ing komi nið­ur á þjón­ust­unni við fólk.
Álftadauði í gæsaveiðilandi á borði lögreglu – Fuglar lokkaðir á „blóðvöll“
Skýring

Álfta­dauði í gæsa­veiðilandi á borði lög­reglu – Fugl­ar lokk­að­ir á „blóð­völl“

Þær elska korn og þeg­ar því er dreift í tonna­vís á akra og tún eru þær mætt­ar um leið. Hundruð­um eða þús­und­um sam­an. Kroppa korn­ið. Þar til skot­hríð­in hefst. Þess­ar veiði­að­ferð­ir á gæs eru vel þekkt­ar. En um­deild­ar. Fleiri fugl­ar, sum­ir frið­að­ir, sækja í beit­una. Og eiga þá á hættu að lenda í skotlín­unni.
Lækkun Íslands skrifast ekki á Grétar Þór og Þorvald
SkýringSpilling

Lækk­un Ís­lands skrif­ast ekki á Grét­ar Þór og Þor­vald

Ein mæl­ing, sem staf­ar af mati tveggja ís­lenskra há­skóla­pró­fess­ora á spill­ing­ar­vörn­um hér­lend­is, hef­ur dreg­ið Ís­land nið­ur list­ann í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal und­an­far­in ár. Ís­land féll um nokk­ur sæti milli ára, en það sem helst breyt­ist er mat sér­fræð­inga al­þjóð­legs grein­inga­fyr­ir­tæk­is, IHS Global In­sig­ht, á spill­ingaráhættu í tengsl­um við við­skipti hér á landi.
Bylting bænda skekur Evrópu
Skýring

Bylt­ing bænda skek­ur Evr­ópu

Mót­mæli bænda hafa brot­ist út um gervöll helstu ríki Evr­ópu, þar á með­al Þýskalandi, Frakklandi, Ítal­íu og Belg­íu. Sams­kon­ar alda mót­mæla í Hollandi ár­ið 2019 ollu af­drifa­rík­um af­leið­ing­um á hol­lensk stjórn­mál, sem leiddu til stór­sigra öfga­flokka þar í landi á síð­asta ári. Stað­an í Þýskalandi er sér­stak­lega flók­in vegna skringi­legs fjár­laga­vanda, en um alla Evr­ópu er mót­mælt áhrif­um að­gerða gegn lofts­lags­vánni á bænd­ur.
Endalok brokkgengra tíma á Bifröst: „Brjálæðisleg orka“
Skýring

Enda­lok brokk­gengra tíma á Bif­röst: „Brjál­æð­is­leg orka“

Saga Há­skól­ans á Bif­röst sem mennta­stofn­un­ar í hús­un­um í Norð­ur­ár­daln­um er lið­in. Starfs­menn skól­ans segja hins veg­ar að hann lifi betra lífi en nokkru sinni áð­ur og binda von­ir við fram­tíð hans sem fjar­náms­skóla. Saga skól­ans síð­ast­lið­in 20 ár hverf­ist einna helst um rektor­inn fyrr­ver­andi, Run­ólf Ág­ústs­son, sem fór með him­inskaut­um og gerði Bif­röst að 800 nem­enda há­skóla­þorpi áð­ur en síga tók á ógæfu­hlið­ina.
Sigmundur Davíð súr yfir Smiðjunni – Hann vildi hús sem var teiknað 1916
Skýring

Sig­mund­ur Dav­íð súr yf­ir Smiðj­unni – Hann vildi hús sem var teikn­að 1916

Þing­menn Mið­flokks­ins eru sér­stak­lega ósátt­ir við nýtt skrif­stofu­hús­næði Al­þing­is. Formað­ur Mið­flokks­ins, Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, seg­ir að bet­ur hefði far­ið ef hönn­un húss­ins hefði ver­ið í anda til­lögu sem hann lagði fyr­ir rík­is­stjórn­ina sín­um tíma sem for­sæt­is­ráð­herra. Hann lét gera jóla­kort með þeirri til­lögu í að­drag­anda jóla 2015.
Spilling á Íslandi aldrei mælst meiri – Nú í nítjánda sæti á lista Transparency
Skýring

Spill­ing á Ís­landi aldrei mælst meiri – Nú í nítj­ánda sæti á lista Tran­sparency

Norð­ur­lönd­in, ut­an Ís­lands, raða sér í efstu sæt­in á lista Tran­sparency In­ternati­onal yf­ir minnst spilltu lönd heims. Ís­land held­ur hins veg­ar áfram að falla nið­ur list­ann og sit­ur nú í nítj­ánda sæti hans. Fjöldi mútu­mála, einka­væð­ing Ís­lands­banka, Sam­herja­mál­ið, óreiða stjórn­mála­flokka og spillt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerfi eru nefnd sem dæmi sem dragi úr til­trú al­menn­ings á góðri stjórn­sýslu.

Mest lesið undanfarið ár