Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.
Svona eykur Sigmundur Davíð völd sín
Úttekt

Svona eyk­ur Sig­mund­ur Dav­íð völd sín

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hef­ur sí­fellt auk­ið völd sín frá því hann tók við sem for­sæt­is­ráð­herra. Hann hef­ur fært stofn­an­ir und­ir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, ráð­staf­að op­in­beru fé án þess að fag­legt ferli liggi fyr­ir og breytt lög­um sem geti leitt til „auk­inn­ar spill­ing­ar og frænd­hygli í stjórn­sýslu ís­lenska rík­is­ins“. Stund­in fór yf­ir um­deild­ar ákvarð­an­ir Sig­mund­ar Dav­íðs sem eru til þess falln­ar að auka völd og vægi for­sæt­is­ráð­herra.
Engeyjarættin: Þræðir stjórnmála og einkahagsmuna
Úttekt

Eng­eyjarætt­in: Þræð­ir stjórn­mála og einka­hags­muna

Fjár­fest­arn­ir í Eng­eyj­ar­fjöl­skyld­unni, ná­in skyld­menni Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa gert hag­stæða við­skipta­samn­inga við ís­lenska rík­ið í rík­is­stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­ustu tveim­ur ár­um. Fað­ir Bjarna keypti SR-mjöl í um­deildri einka­væð­ingu fyr­ir rösk­um tutt­ugu ár­um. Nú stend­ur til að hefja stór­fellda einka­væð­ingu á rík­is­eign­um og lýsa ýms­ir yf­ir áhyggj­um af því að sölu­ferl­ið kunni að verða ógagn­sætt.
Leiðin að Stjórnstöðinni
Úttekt

Leið­in að Stjórn­stöð­inni

Ný Stjórn­stöð ferða­mála mun kosta rík­ið 70 millj­ón­ir á ári en á sama tíma fæst ekki fjár­veit­ing í stór verk­efni hjá Ferða­mála­stofu. Stóru mál­in eru enn óleyst. Guð­finna S. Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fór fyr­ir tveim­ur stýri­hóp­um og tek­ur þátt í að inn­leiða nýja ferða­mála­stefnu. Hún hef­ur alls feng­ið greidd­ar 22 millj­ón­ir frá at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og Ferða­mála­stofu. Þá hef­ur reynst erfitt að út­færa leið­ir til gjald­töku í grein­inni.
Gekk í sjóinn eftir frávísun frá geðdeild
Úttekt

Gekk í sjó­inn eft­ir frá­vís­un frá geð­deild

Ís­lend­ing­ar eru heims­meist­ar­ar í geð­lyfja­notk­un en auka­verk­an­ir vegna þeirra geta ver­ið mjög al­var­leg­ar. Stjórn­völd­um hef­ur ít­rek­að ver­ið bent á ósam­ræm­ið í nið­ur­greiðslu á heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi, án ár­ang­urs. Dæmi eru um að fólk sé á geð­lyfj­um í mörg ár án þess að fá rétta grein­ingu eða að hafa nokk­urn tíma hitt sál­fræð­ing eða geð­lækni, þótt klín­ísk­ar leið­bein­ing­ar kveði á um að sál­fræði­með­ferð eigi að vera fyrsta val. Með­al­tími hjá sál­fræð­ingi kost­ar á bil­inu 8 til 15 þús­und krón­ur og hef­ur efnam­inna fólk ekki að­gengi að þeirri þjón­ustu.
Ísland á krossgötum í nýju góðæri
Úttekt

Ís­land á kross­göt­um í nýju góðæri

Á Ís­landi rík­ir nú góðæri og eru ýms­ar hag­töl­ur farn­ar að minna á stöð­una á ár­un­um fyr­ir hrun. Stund­in fékk hóp sér­fræð­inga til að velta efna­hags­ástand­inu á Ís­landi fyr­ir sér og bera það sam­an við góðær­ið sem ríkti fyr­ir hrun­ið 2008. Eitt af því sem bent er á að er að stað­an á Ís­landi nú sé sumpart sam­bæri­leg við ár­in 2002 og 2003 á Ís­landi; ár­in fyr­ir hina gegnd­ar­lausu stækk­un og skuld­setn­ingu ís­lenska banka­kerf­is­ins.
Flóttinn frá Íslandi
ÚttektLandflótti

Flótt­inn frá Ís­landi

Þrátt fyr­ir að Ís­land sé eitt „besta land í heimi“ til að búa í sam­kvæmt ýms­um al­þjóð­leg­um list­um sýna töl­ur fram á fólks­flótta frá land­inu síð­ustu árs­fjórð­unga. Hvernig stend­ur á þessu og af hverju vilja marg­ir Ís­lend­ing­ar frek­ar búa á hinum Norð­ur­lönd­un­um? Stund­in fékk fjóra brott­flutta Ís­lend­inga til að deila upp­lif­un sinni og fjóra hag­fræð­inga til að greina vanda­mál­ið.
Hjálpa þeim ríkustu mest
Úttekt

Hjálpa þeim rík­ustu mest

Meiri­hluti skatta­lækk­ana rík­is­stjórn­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar og Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar skil­ar rík­ustu Ís­lend­ing­un­um lang­mestu. Um­tals­verð til­færsla á fjár­hags­leg­um byrð­um hef­ur átt sér stað á þessu kjör­tíma­bili, ann­ars veg­ar með breyt­ing­um á skatt­kerf­inu og hins veg­ar með rík­is­af­skipt­um þar sem hið op­in­bera nið­ur­greið­ir einka­skuld­ir fólks með skatt­fé.

Mest lesið undanfarið ár