Nú sé ég eftir því að hafa ekki verið búinn að tryggja forsætisráðherra vald til að gefa öllum frí með skömmum fyrirvara þegar tilefni er til. Reyndar sagði ég landsliðsstrákunum eftir leikinn að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu opnir fyrir þá í nótt eins lengi og þeir vildu. Eftir á að hyggja hafði ég formlega séð líklega ekki vald til þess heldur.“ Þetta skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í lokakeppni EM í haust. Þó svo að hugleiðingarnar hafi verið settar fram í gamni blasir við alvarlegri undirtónn því Sigmundur Davíð hefur smátt og smátt aukið völd sín og vægi frá því hann settist í ráðherrastól.
Vill geta tekið lönd og mannvirki eignanámi
Sigmundur Davíð hyggst til að mynda leggja fram tillögu um lagabreytingar á Alþingi sem gerir honum, sem ráðherra, heimilt að taka „eignarnámi lönd, mannvirki og réttindi til að framkvæma friðlýsingu“. Þessar tillögur eru liður í því að auka vald hans sem forsætisráðherra yfir ásýnd byggðar en í kjölfar þess að Sigmundur Davíð tók við forsætisráðuneytinu var forræði Minjastofnunar flutt frá menntamálaráðuneyti yfir í ráðuneyti Sigmundar.
Sigmundur Davíð hefur þegar fengið samþykkta lagabreytingu á Alþingi sem gerir honum kleift að úrskurða byggð svæði á Íslandi sérstök verndarsvæði. Samkvæmt lögunum getur forsætisráðherra fyrirskipað Minjastofnun að „útbúa tillögu um að tiltekin byggð, sem að mati ráðherra hefur varðveislugildi á landsvísu, verði gerð að verndarsvæði í byggð.“. Þá kemur
Athugasemdir