Langvarandi skortur á yfirsýn í heilbrigðismálum
Úttekt

Langvar­andi skort­ur á yf­ir­sýn í heil­brigð­is­mál­um

Ís­land er und­ir með­al­tali OECD ríkja þeg­ar kem­ur að fjár­veit­ing­um til heil­brigð­is­mála og í frjálsu falli á lista yf­ir bestu heil­brigðis­kerfi Evr­ópu. Heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir skorta yf­ir­sýn í mála­flokkn­um og land­lækn­ir hef­ur áhyggj­ur af slæmu að­gengi sjúk­linga að heil­brigð­is­þjón­ustu. Erfitt er að fá tíma hjá heim­il­is­lækni, að­gengi að nýj­um lyfj­um er ábóta­vant og bið­list­ar í skurð­að­gerð­ir alltof lang­ir.
Sjúklegt ástand spítalans
Úttekt

Sjúk­legt ástand spít­al­ans

Dæmi eru um að sjúk­ling­ar séu hafð­ir í ein­angr­un á sal­ern­um, í sturtu­klef­um og geymsl­um sök­um pláss­leys­is á Land­spít­al­an­um. 31 sjúk­ling­ur lá á göng­um Land­spít­al­ans og 32 biðu eft­ir inn­lögn á bráða­mót­tök­unni þeg­ar blaða­mann bar að garði. Starfs­fólk er að bug­ast und­an álagi og mis­tök­um fjölg­ar. Stefna í heil­brigð­is­mál­um hef­ur ekki gert ráð fyr­ir öldrun sam­fé­lags­ins og aldr­að fólk dag­ar uppi á spít­al­an­um. Blaða­mað­ur varði hálf­um degi á Land­spít­al­an­um og ræddi við starfs­fólk og sjúk­linga sem mæta þess­um að­stæð­um.
Ólafur stýrir veldi sínu úr fangelsinu
ÚttektAuðmenn

Ólaf­ur stýr­ir veldi sínu úr fang­els­inu

Ólaf­ur Ólafs­son í Sam­skip­um er stór­eigna­mað­ur þrátt fyr­ir að hafa tap­að hluta­bréf­um í Kaupþingi og HB Granda. Fast­eign­ir hans eru verð­metn­ar á um 18 millj­arða króna og hann á sjö­unda stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem velt­ir nærri 90 millj­örð­um króna. Hann stað­greiddi 175 fer­metra íbúð í Skugga­hverf­inu í fyrra. Tók millj­arða í arð til Hol­lands fyr­ir hrun og hef­ur hald­ið því áfram eft­ir hrun.
Baráttan um hvalveiðar Íslendinga: „Þetta var og er hans hjartans áhugamál“
ÚttektHvalveiðar

Bar­átt­an um hval­veið­ar Ís­lend­inga: „Þetta var og er hans hjart­ans áhuga­mál“

Kristján Lofts­son út­gerð­ar­mað­ur seg­ir að nokk­ur hundruð millj­óna hagn­að­ur sé á hval­veið­um Hvals hf. á ári. Árs­reikn­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins gefa aðra mynd sem sýn­ir tap upp á meira en 1,5 millj­arða á liðn­um ár­um. Ingi­björg Björns­dótt­ir, eft­ir­lif­andi eig­in­kona Árna Vil­hjálms­son­ar, seg­ir að hann hafi haft áhyggj­ur af tap­inu á hval­veið­un­um. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráð­herra læt­ur vinna skýrslu um áhrif hval­veiða á orð­spor Ís­lands sem kynnt verð­ur fljót­lega. Haf­rann­sókn­ar­stofn­un seg­ir hval­veið­ar Ís­lend­inga vera sjálf­bær­ar en Banda­ríkja­stjórn set­ur mikla pressu á Ís­lend­inga að hætta hval­veið­un­um og ít­rek­ar þau skila­boð við Stund­ina.
Nýtt ár, nýtt Þýskaland?
Úttekt

Nýtt ár, nýtt Þýska­land?

Nýja ár­ið hófst með fregn­um af for­dæma­laus­um árás­um og kyn­ferð­isof­beldi gagn­vart hundruð kvenna í mið­borg Köln­ar. Flest­ir árás­ar­mann­anna voru inn­flytj­end­ur og ein­hverj­ir þeirra hæl­is­leit­end­ur. Árás­irn­ar nærðu hat­ur og heift gagn­vart út­lend­ing­um í Þýskalandi. Í kjöl­far­ið var stefnu stjórn­valda mót­mælt, auk þess sem gengi nýnas­ista og hægri öfga­manna réð­ust á inn­flytj­end­ur.
Forræði fæðinga flutt aftur til mæðra
Úttekt

For­ræði fæð­inga flutt aft­ur til mæðra

Kon­um sem fæða heima heils­ast bet­ur og börn þeirra eru hraust­ari. Þær eru ánægð­ari með fæð­ing­ar­reynsl­una, og kljást síð­ur við fæð­ing­ar­þung­lyndi. Þrátt fyr­ir þetta fæða að­eins tæp 2% ís­lenskra kvenna heima hjá sér, ekki hef­ur ver­ið starf­rækt fæð­ing­ar­heim­ili á Ís­landi í 20 ár, og fæð­ing­ar­stöð­um á lands­byggð­inni fækk­ar, þvert á ósk­ir ljós­mæðra og fæð­andi kvenna. Rætt er við fimm kon­ur, í mis­mun­andi störf­um, sem all­ar hafa já­kvæða reynslu af fæð­ing­um ut­an spít­ala.
Svona sleppa álfyrirtækin við að borga skatta á Íslandi
ÚttektÁlver

Svona sleppa ál­fyr­ir­tæk­in við að borga skatta á Ís­landi

Norð­ur­ál hef­ur greitt 74 millj­arða í fjár­magns­kostn­að, mest til eig­in móð­ur­fé­lags, á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið hef­ur skil­að bók­færð­um hagn­aði upp á 45 millj­arða króna. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir fyr­ir­tæk­ið nota „fléttu“ til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um á Ís­landi. Öll ál­fyr­ir­tæk­in þrjú beita ýms­um að­ferð­um til að eiga í sem mest­um við­skipt­um við móð­ur­fé­lög sín og önn­ur tengd fyr­ir­tæki. Ál­fyr­ir­tæk­in segja að um eðli­leg lán vegna fjár­fest­inga sé að ræða. Unn­ið er að breyt­ing­um á skatta­lög­um í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem eiga að girða fyr­ir óeðli­leg við­skipti tengdra fyr­ir­tækja.
Endalok Þjóðkirkjunnar
Úttekt

Enda­lok Þjóð­kirkj­unn­ar

Þjóð­kirkj­an stend­ur ekki leng­ur und­ir nafni sem kirkja þjóð­ar­inn­ar. Rúm­ur fjórð­ung­ur lands­manna stend­ur nú ut­an Þjóð­kirkj­unn­ar og hef­ur hlut­fall­ið far­ið stig­lækk­andi und­an­far­in ár. Ef þró­un síð­ustu ára helst óbreytt eru ein­ung­is um tutt­ugu ár þar til minna en helm­ing­ur lands­manna verð­ur í Þjóð­kirkj­unni. Rík­ið greið­ir laun 138 presta en stöðu­gildi sál­fræð­inga á heilsu­gæsl­um lands­ins eru ein­ung­is 15. Sál­gæslu­hlut­verk presta er því enn um­tals­vert. For­sæt­is­ráð­herra vill efla kristni­fræði­kennslu í skól­um.
„Þið eruð að ræna barninu mínu“
Úttekt

„Þið er­uð að ræna barn­inu mínu“

For­eldr­ar barna með fjöl­þætt­an vanda standa eft­ir ráða­laus­ir og ör­vænt­inga­full­ir, þeg­ar full­reynt er með þau fáu úr­ræði sem eru í boði. Rík­ið hef­ur ekki gert þjón­ustu­samn­ing við Vina­kot, einka­rek­ið með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda, og ekki rík­ir jafn­ræði eft­ir sveit­ar­fé­lög­um hvort börn fái þjón­ustu það­an. Barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarð­ar greip ný­ver­ið til neyð­ar­ráð­stöf­un­ar í lög­um til að fjar­lægja stúlku úr Vina­koti og koma henni í fóst­ur. Móð­ir stúlk­unn­ar tal­ar um mis­beit­ingu á valdi.
Hvernig ISIS varð til í bandarískum fangabúðum
Úttekt

Hvernig IS­IS varð til í banda­rísk­um fanga­búð­um

Helstu leið­tog­ar IS­IS kynnt­ust í banda­rísku fanga­búð­un­um Bucca í Ír­ak. Fyrr­ver­andi her­for­ingj­ar úr her Saddams Hus­sein og öfga­full­ir íslam­ist­ar náðu sam­an í fang­els­inu og úr varð ban­vænn kokteill. Fyrr­ver­andi fangi lík­ir búð­un­um við verk­smiðju sem fram­leiddi hryðju­verka­menn. Fang­ar skrif­uðu síma­núm­er hvers ann­ars inn­an á am­er­ísk­ar boxer nær­bux­ur.
Líf eftir barnsmissi á meðgöngu
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi á með­göngu

Rétt­ur for­eldra er tals­vert ólík­ur eft­ir því hvenær barn deyr. For­eldr­ar sem fæða and­vana barn eiga rétt á þrem­ur sam­eig­in­leg­um mán­uð­um í fæð­ing­ar­or­lofi, en for­eldr­ar barns sem deyr skömmu eft­ir fæð­ingu eiga hins veg­ar rétt á fullu fæð­ing­ar­or­lofi. „Hið and­lega bata­ferli er af sama meiði hvort sem barn­ið lést í móð­urkviði eða stuttu eft­ir fæð­ingu,“ seg­ir Páll Val­ur Björns­son, sem vill breyta kerf­inu.
Líf eftir barnsmissi
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi

Eft­ir margra ára bar­áttu með lang­veiku barni, og þeirri fé­lags­legu ein­angr­un sem felst í umönn­un­ þess, eru for­eldr­ar skild­ir eft­ir í lausu lofti við barns­missi. Enga op­in­bera reglu­gerð er að finna á Ís­landi í dag sem skil­grein­ir rétt­indi for­eldra við and­lát barns og dæmi eru um að for­eldr­ar skrái sig í nám eða á at­vinnu­leys­is­bæt­ur því þeir treysta sér ekki strax á vinnu­mark­að. Eng­in end­ur­hæf­ing stend­ur til boða fyr­ir for­eldra sem hafa misst börn sín.
Fólksflótti úr borginni
Úttekt

Fólks­flótti úr borg­inni

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 40 pró­sent á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um og leigu­verð sömu­leið­is. Ungt fólk á sér litla von um að kaupa íbúð án að­stoð­ar og fá­um tekst að safna sér fyr­ir út­borg­un á grimm­um leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ungt fólk sem hef­ur gef­ist upp á hús­næð­is­mark­að­in­um í þétt­býl­inu og flutt út á land. Þar greið­ir það jafn­vel minna á mán­uði fyr­ir stór ein­býl­is­hús en það gerði fyr­ir litl­ar leigu­íbúð­ir í Reykja­vík.
Bankarnir græddu  1,4 milljónir á hvern Íslending
Úttekt

Bank­arn­ir græddu 1,4 millj­ón­ir á hvern Ís­lend­ing

Hagn­að­ur ís­lensku við­skipta­bank­anna þriggja á hvern lands­mann er tals­vert meiri en hagn­að­ur stóru bank­anna á Norð­ur­lönd­un­um. Tveir þeirra græddu um 90 þús­und á hvern Ís­lend­ing hvor um sig. Sam­an­lagð­ur hagn­að­ur ís­lensku bank­anna var rúm 4 pró­sent af lands­fram­leiðslu í fyrra en 8 pró­sent í Banda­ríkj­un­um. Stund­in skoð­aði hagn­að bank­anna á liðn­um ár­um í nor­rænu sam­hengi og fékk full­trúa þeirra til að tjá sig um hagn­að­ar­töl­urn­ar.

Mest lesið undanfarið ár