Forræði fæðinga flutt aftur til mæðra
Úttekt

For­ræði fæð­inga flutt aft­ur til mæðra

Kon­um sem fæða heima heils­ast bet­ur og börn þeirra eru hraust­ari. Þær eru ánægð­ari með fæð­ing­ar­reynsl­una, og kljást síð­ur við fæð­ing­ar­þung­lyndi. Þrátt fyr­ir þetta fæða að­eins tæp 2% ís­lenskra kvenna heima hjá sér, ekki hef­ur ver­ið starf­rækt fæð­ing­ar­heim­ili á Ís­landi í 20 ár, og fæð­ing­ar­stöð­um á lands­byggð­inni fækk­ar, þvert á ósk­ir ljós­mæðra og fæð­andi kvenna. Rætt er við fimm kon­ur, í mis­mun­andi störf­um, sem all­ar hafa já­kvæða reynslu af fæð­ing­um ut­an spít­ala.
Svona sleppa álfyrirtækin við að borga skatta á Íslandi
ÚttektÁlver

Svona sleppa ál­fyr­ir­tæk­in við að borga skatta á Ís­landi

Norð­ur­ál hef­ur greitt 74 millj­arða í fjár­magns­kostn­að, mest til eig­in móð­ur­fé­lags, á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið hef­ur skil­að bók­færð­um hagn­aði upp á 45 millj­arða króna. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir fyr­ir­tæk­ið nota „fléttu“ til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um á Ís­landi. Öll ál­fyr­ir­tæk­in þrjú beita ýms­um að­ferð­um til að eiga í sem mest­um við­skipt­um við móð­ur­fé­lög sín og önn­ur tengd fyr­ir­tæki. Ál­fyr­ir­tæk­in segja að um eðli­leg lán vegna fjár­fest­inga sé að ræða. Unn­ið er að breyt­ing­um á skatta­lög­um í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem eiga að girða fyr­ir óeðli­leg við­skipti tengdra fyr­ir­tækja.
Endalok Þjóðkirkjunnar
Úttekt

Enda­lok Þjóð­kirkj­unn­ar

Þjóð­kirkj­an stend­ur ekki leng­ur und­ir nafni sem kirkja þjóð­ar­inn­ar. Rúm­ur fjórð­ung­ur lands­manna stend­ur nú ut­an Þjóð­kirkj­unn­ar og hef­ur hlut­fall­ið far­ið stig­lækk­andi und­an­far­in ár. Ef þró­un síð­ustu ára helst óbreytt eru ein­ung­is um tutt­ugu ár þar til minna en helm­ing­ur lands­manna verð­ur í Þjóð­kirkj­unni. Rík­ið greið­ir laun 138 presta en stöðu­gildi sál­fræð­inga á heilsu­gæsl­um lands­ins eru ein­ung­is 15. Sál­gæslu­hlut­verk presta er því enn um­tals­vert. For­sæt­is­ráð­herra vill efla kristni­fræði­kennslu í skól­um.
„Þið eruð að ræna barninu mínu“
Úttekt

„Þið er­uð að ræna barn­inu mínu“

For­eldr­ar barna með fjöl­þætt­an vanda standa eft­ir ráða­laus­ir og ör­vænt­inga­full­ir, þeg­ar full­reynt er með þau fáu úr­ræði sem eru í boði. Rík­ið hef­ur ekki gert þjón­ustu­samn­ing við Vina­kot, einka­rek­ið með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda, og ekki rík­ir jafn­ræði eft­ir sveit­ar­fé­lög­um hvort börn fái þjón­ustu það­an. Barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarð­ar greip ný­ver­ið til neyð­ar­ráð­stöf­un­ar í lög­um til að fjar­lægja stúlku úr Vina­koti og koma henni í fóst­ur. Móð­ir stúlk­unn­ar tal­ar um mis­beit­ingu á valdi.
Hvernig ISIS varð til í bandarískum fangabúðum
Úttekt

Hvernig IS­IS varð til í banda­rísk­um fanga­búð­um

Helstu leið­tog­ar IS­IS kynnt­ust í banda­rísku fanga­búð­un­um Bucca í Ír­ak. Fyrr­ver­andi her­for­ingj­ar úr her Saddams Hus­sein og öfga­full­ir íslam­ist­ar náðu sam­an í fang­els­inu og úr varð ban­vænn kokteill. Fyrr­ver­andi fangi lík­ir búð­un­um við verk­smiðju sem fram­leiddi hryðju­verka­menn. Fang­ar skrif­uðu síma­núm­er hvers ann­ars inn­an á am­er­ísk­ar boxer nær­bux­ur.
Líf eftir barnsmissi á meðgöngu
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi á með­göngu

Rétt­ur for­eldra er tals­vert ólík­ur eft­ir því hvenær barn deyr. For­eldr­ar sem fæða and­vana barn eiga rétt á þrem­ur sam­eig­in­leg­um mán­uð­um í fæð­ing­ar­or­lofi, en for­eldr­ar barns sem deyr skömmu eft­ir fæð­ingu eiga hins veg­ar rétt á fullu fæð­ing­ar­or­lofi. „Hið and­lega bata­ferli er af sama meiði hvort sem barn­ið lést í móð­urkviði eða stuttu eft­ir fæð­ingu,“ seg­ir Páll Val­ur Björns­son, sem vill breyta kerf­inu.
Líf eftir barnsmissi
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi

Eft­ir margra ára bar­áttu með lang­veiku barni, og þeirri fé­lags­legu ein­angr­un sem felst í umönn­un­ þess, eru for­eldr­ar skild­ir eft­ir í lausu lofti við barns­missi. Enga op­in­bera reglu­gerð er að finna á Ís­landi í dag sem skil­grein­ir rétt­indi for­eldra við and­lát barns og dæmi eru um að for­eldr­ar skrái sig í nám eða á at­vinnu­leys­is­bæt­ur því þeir treysta sér ekki strax á vinnu­mark­að. Eng­in end­ur­hæf­ing stend­ur til boða fyr­ir for­eldra sem hafa misst börn sín.
Fólksflótti úr borginni
Úttekt

Fólks­flótti úr borg­inni

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 40 pró­sent á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um og leigu­verð sömu­leið­is. Ungt fólk á sér litla von um að kaupa íbúð án að­stoð­ar og fá­um tekst að safna sér fyr­ir út­borg­un á grimm­um leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ungt fólk sem hef­ur gef­ist upp á hús­næð­is­mark­að­in­um í þétt­býl­inu og flutt út á land. Þar greið­ir það jafn­vel minna á mán­uði fyr­ir stór ein­býl­is­hús en það gerði fyr­ir litl­ar leigu­íbúð­ir í Reykja­vík.
Bankarnir græddu  1,4 milljónir á hvern Íslending
Úttekt

Bank­arn­ir græddu 1,4 millj­ón­ir á hvern Ís­lend­ing

Hagn­að­ur ís­lensku við­skipta­bank­anna þriggja á hvern lands­mann er tals­vert meiri en hagn­að­ur stóru bank­anna á Norð­ur­lönd­un­um. Tveir þeirra græddu um 90 þús­und á hvern Ís­lend­ing hvor um sig. Sam­an­lagð­ur hagn­að­ur ís­lensku bank­anna var rúm 4 pró­sent af lands­fram­leiðslu í fyrra en 8 pró­sent í Banda­ríkj­un­um. Stund­in skoð­aði hagn­að bank­anna á liðn­um ár­um í nor­rænu sam­hengi og fékk full­trúa þeirra til að tjá sig um hagn­að­ar­töl­urn­ar.
Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.
Svona eykur Sigmundur Davíð völd sín
Úttekt

Svona eyk­ur Sig­mund­ur Dav­íð völd sín

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hef­ur sí­fellt auk­ið völd sín frá því hann tók við sem for­sæt­is­ráð­herra. Hann hef­ur fært stofn­an­ir und­ir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, ráð­staf­að op­in­beru fé án þess að fag­legt ferli liggi fyr­ir og breytt lög­um sem geti leitt til „auk­inn­ar spill­ing­ar og frænd­hygli í stjórn­sýslu ís­lenska rík­is­ins“. Stund­in fór yf­ir um­deild­ar ákvarð­an­ir Sig­mund­ar Dav­íðs sem eru til þess falln­ar að auka völd og vægi for­sæt­is­ráð­herra.
Engeyjarættin: Þræðir stjórnmála og einkahagsmuna
Úttekt

Eng­eyjarætt­in: Þræð­ir stjórn­mála og einka­hags­muna

Fjár­fest­arn­ir í Eng­eyj­ar­fjöl­skyld­unni, ná­in skyld­menni Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa gert hag­stæða við­skipta­samn­inga við ís­lenska rík­ið í rík­is­stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­ustu tveim­ur ár­um. Fað­ir Bjarna keypti SR-mjöl í um­deildri einka­væð­ingu fyr­ir rösk­um tutt­ugu ár­um. Nú stend­ur til að hefja stór­fellda einka­væð­ingu á rík­is­eign­um og lýsa ýms­ir yf­ir áhyggj­um af því að sölu­ferl­ið kunni að verða ógagn­sætt.
Leiðin að Stjórnstöðinni
Úttekt

Leið­in að Stjórn­stöð­inni

Ný Stjórn­stöð ferða­mála mun kosta rík­ið 70 millj­ón­ir á ári en á sama tíma fæst ekki fjár­veit­ing í stór verk­efni hjá Ferða­mála­stofu. Stóru mál­in eru enn óleyst. Guð­finna S. Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fór fyr­ir tveim­ur stýri­hóp­um og tek­ur þátt í að inn­leiða nýja ferða­mála­stefnu. Hún hef­ur alls feng­ið greidd­ar 22 millj­ón­ir frá at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og Ferða­mála­stofu. Þá hef­ur reynst erfitt að út­færa leið­ir til gjald­töku í grein­inni.
Gekk í sjóinn eftir frávísun frá geðdeild
Úttekt

Gekk í sjó­inn eft­ir frá­vís­un frá geð­deild

Ís­lend­ing­ar eru heims­meist­ar­ar í geð­lyfja­notk­un en auka­verk­an­ir vegna þeirra geta ver­ið mjög al­var­leg­ar. Stjórn­völd­um hef­ur ít­rek­að ver­ið bent á ósam­ræm­ið í nið­ur­greiðslu á heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi, án ár­ang­urs. Dæmi eru um að fólk sé á geð­lyfj­um í mörg ár án þess að fá rétta grein­ingu eða að hafa nokk­urn tíma hitt sál­fræð­ing eða geð­lækni, þótt klín­ísk­ar leið­bein­ing­ar kveði á um að sál­fræði­með­ferð eigi að vera fyrsta val. Með­al­tími hjá sál­fræð­ingi kost­ar á bil­inu 8 til 15 þús­und krón­ur og hef­ur efnam­inna fólk ekki að­gengi að þeirri þjón­ustu.

Mest lesið undanfarið ár