ESB og EES eru af mörgum talin ógagnsæjar og ólýðræðislegar stofnanir úr tengslum við raunverulegt líf borgara í álfunni sem stofnanirnar setja reglugerðir fyrir. Nýverið sagði forseti framkvæmdaráðs ESB, Jean-Claude Juncker í ræðu á Evrópuþinginu í Strasbourg að íbúar ESB hefðu misst trúna á hugsjóninni, að miklu leyti af því að afskiptasemi þingsins af venjulegu lífi borgara í álfunni væri of mikil, og að meðlimaríki væru betur til þess fallin að sinna lagasetningu sjálf. Undir þetta tók Bjarni Benediktsson á Twitter þegar hann tvítaði frétt um ræðu Junckers með orðunum: „Hárrétt hjá Juncker forseta framkvæmdaráðs ESB að sambandið hafi skipt sér um of af daglegu lífi fólks.“
Ísland hefur þurft að setja mörg hundruð ESB-tilskipanir í lög og gengur það svo langt að sumir tala um að Alþingi sé bara stimpill fyrir EES reglugerðir og fullveldi landsins hafi verið skert. En hvað nákvæmlega er það sem þessi lög gera og hafa þau einhver raunveruleg áhrif á hinn venjulega Íslending?
Athugasemdir