Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þegar Evrópa segir nei

Ís­land hef­ur þurft að setja mörg hundruð ESB-til­skip­an­ir í lög og geng­ur það svo langt að sum­ir tala um að Al­þingi sé bara stimp­ill fyr­ir EES reglu­gerð­ir og full­veldi lands­ins hafi ver­ið skert. En hvað ná­kvæm­lega er það sem þessi lög gera og hafa þau ein­hver raun­veru­leg áhrif á hinn venju­lega Ís­lend­ing?

ESB og EES eru af mörgum talin ógagnsæjar og ólýðræðislegar stofnanir úr tengslum við raunverulegt líf borgara í álfunni sem stofnanirnar setja reglugerðir fyrir. Nýverið sagði forseti framkvæmdaráðs ESB, Jean-Claude Juncker í ræðu á Evrópuþinginu í Strasbourg að íbúar ESB hefðu misst trúna á hugsjóninni, að miklu leyti af því að afskiptasemi þingsins af venjulegu lífi borgara í álfunni væri of mikil, og að meðlimaríki væru betur til þess fallin að sinna lagasetningu sjálf. Undir þetta tók Bjarni Benediktsson á Twitter þegar hann tvítaði frétt um ræðu Junckers með orðunum: „Hárrétt hjá Juncker forseta framkvæmdaráðs ESB að sambandið hafi skipt sér um of af daglegu lífi fólks.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár