Í aðsendri grein sem birtist í Framhaldsskólablaðinu undir heitinu „Valdaójafnvægi innan menntaskóla“ lýsir Þórdís Dröfn reynslu sinni, en það var ekki nóg fyrir hana að hætta í skólanum. Eftir að hún var hætt var hún engu að síður tekin fyrir í árshátíðarmyndbandi skólans þar sem hún var teiknuð upp sem brjálaður femínisti sem drepur karla.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
„Myndbandið sýnir rótgróna kvenfyrirlitningu“
Þórdís Dröfn Andrésdóttir varð að hætta í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði vegna þess að þar varð hún fyrir aðkasti, útskúfun, hunsun og illu umtali. Þórdís Dröfn var nefnilega formaður jafnréttisráðs þegar foreldrafélagið krafðist þess að skólayfirvöld kæmu í veg fyrir að Egill Einarsson og Óli Geir Jónsson þeyttu skífum á nýnemaballinu í september 2014, eins og nemendafélagið hafði ráðgert.
Athugasemdir