Rithöfundur fékk 11 krónur fyrir streymi á Storytel
Greining

Rit­höf­und­ur fékk 11 krón­ur fyr­ir streymi á Stor­ytel

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Stjórnarflokkarnir vilja hverfa frá beinum styrkjum til fjölmiðla og endurskoða rekstur RÚV
Greining

Stjórn­ar­flokk­arn­ir vilja hverfa frá bein­um styrkj­um til fjöl­miðla og end­ur­skoða rekst­ur RÚV

Ósætti er milli stjórn­ar­flokk­anna um hvernig eigi að haga stuðn­ingi við einka­rekna fjöl­miðla. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur aðra skoð­un en hinir tveir. Nú hef­ur náðst mála­miðl­un sem fel­ur í sér að stjórn­ar­þing­menn í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd gera meg­in­stef­ið í stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins að sinni gegn því að fá fyr­ir­liggj­andi frum­varp um styrki til fjöl­miðla í gegn út ár­ið 2024.
Hvað segja þingmenn, er nauðsynlegt að skjóta þá?
Greining

Hvað segja þing­menn, er nauð­syn­legt að skjóta þá?

Að minnsta kosti 40% þing­manna eru and­víg­ir áfram­hald­andi hval­veið­um og 13% hlynnt­ir. Sex þing­menn, m.a. tveir ráð­herr­ar og þrír aðr­ir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna, lýsa ákveðn­um efa­semd­um um fram­hald­ið en gefa þó ekki upp skýra af­stöðu. „Per­sónu­lega tel ég ekki sjálf­gef­ið að þess­ar veið­ar haldi áfram,“ seg­ir for­sæt­is­ráð­herra.
Svona bíta hærri vextir og aukin verðbólga á venjulegu fólki
GreiningLífskjarakrísan

Svona bíta hærri vext­ir og auk­in verð­bólga á venju­legu fólki

Þrálát verð­bólga er á Ís­landi og við­bú­ið að bar­átt­an við hana verði lang­vinn. Til þess að berj­ast við hana hef­ur Seðla­bank­inn hækk­að stýri­vexti þrett­án sinn­um í röð, sem hækka greiðslu­byrði heim­ila af íbúðalán­um veru­lega. Áhrif­in á dag­legt líf eru veru­leg og kaup­mátt­ur launa fólks er að drag­ast sam­an. Það fær minna fyr­ir pen­ing­ana sína og þarf sam­tím­is að nota stærra hlut­fall þeirra í að borga fyr­ir þak yf­ir höf­uð­ið.
Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
GreiningElítusamfélagið á Nesinu

Rík elíta sem býr í ein­býl­is­hús­um, er með hús­hjálp og keyr­ir um á Teslu

Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.
Fjárhagsstaðan í Reykjavík ein sú skásta á höfuðborgarsvæðinu
Greining

Fjár­hags­stað­an í Reykja­vík ein sú skásta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Skuldastaða þess hluta rekst­urs Reykja­vík­ur­borg­ar sem fjár­magn­að­ur er með skatt­tekj­um er betri en allra annarra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nema Kópa­vogs, sam­kvæmt töl­fræði­gögn­um um fjár­mál þeirra. Skulda­hlut­fall­ið er lægst í Reykja­vík og Kópa­vogi, skuld­ir á hvern íbúa lægst­ar í þeim sveit­ar­fé­lög­um og veltu­fjár­hlut­fall­ið, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, er hæst í höf­uð­borg­inni.
Hvalirnir upplifa „gríðarlega þjáningu og angist“
Greining

Hval­irn­ir upp­lifa „gríð­ar­lega þján­ingu og ang­ist“

Síð­asta sum­ar veiddi Hval­ur hf. eina mjólk­andi lang­reyð­arkú, sem þýð­ir að hún hef­ur ver­ið með kálf á spena. Sá hef­ur lík­lega ekki lif­að lengi án móð­ur sinn­ar. Ell­efu kýr með fóstri voru veidd­ar. Sum þeirra höfðu náð um það bil 2/3 fæð­ing­ar­stærð­ar sinn­ar. Eft­ir­för í myrkri, allt að sex sprengiskutl­um skot­ið að einu og sama dýr­inu og tveggja klukku­stunda dauða­stríð þar sem lang­reyð­ur­in synti særð um, kaf­aði og blés, er með­al þess sem átti sér stað á síð­ustu ver­tíð Hvals hf. Lög um vel­ferð dýra voru ekki brot­in að mati Mat­væla­stofn­un­ar.
Íbúðaverð hefur margfaldast, vaxtakostnaður stóraukist og snjóhengja fram undan
Greining

Íbúða­verð hef­ur marg­fald­ast, vaxta­kostn­að­ur stór­auk­ist og snjó­hengja fram und­an

Gríð­ar­leg aukn­ing ferða­manna og fjölg­un þeirra sem starfa við ferða­þjón­ustu hef­ur auk­ið eft­ir­spurn eft­ir íbúð­um á Ís­landi veru­lega. Íbúa­fjöld­inn nálg­ast 400 þús­und og íbú­um fjölg­ar um þús­und á mán­uði. Seðla­banka­stjóra var brugð­ið þeg­ar þess­ar töl­ur voru sett­ar fyr­ir fram­an hann og hvatti hann banka til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Mest lesið undanfarið ár