Fljúgandi hvalur
GagnrýniNýtt land utan við gluggann minn

Fljúg­andi hval­ur

Nýtt land ut­an við glugg­ann minn eft­ir Theodor Kallifati­des er geysi­lega gáska­mik­il, dá­fög­ur, stöku sinn­um dap­ur­leg, listi­lega skrif­uð, hríf­andi og hreint fá­rán­lega fynd­in bók sem vek­ur fleiri spurn­ing­ar en hún veit­ir svör við, fleiri hug­renn­ing­ar og hug­ljóman­ir en mann ór­ar fyr­ir. For­lagið Dimma vinn­ur mik­il­vægt verk með því að gefa út þessa fág­uðu þýð­ingu Halls Páls Jóns­son­ar, skrif­ar Arn­ór Hjarta­son.
Sjallinn, Sólin og Sálin
GagnrýniVængjalaus

Sjall­inn, Sól­in og Sál­in

Við sem vilj­um end­urlifa Ak­ur­eyri 1996 fá­um svo sann­ar­lega heil­mik­ið fyr­ir okk­ar snúð, skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son í gagn­rýni um bók­ina Vængja­laus eft­ir Árna Árna­son. Nefn­ir Ás­geir þessa stór­kost­legu lýs­ingu á Sjall­an­um und­ir lok síð­ustu ald­ar: „Gólf­ið var stapp­fullt af fólki. Stemn­ing­in raf­mögn­uð. Helgi rennsveitt­ur. Pepp­að­ur á svið­inu. Blikk­andi ljós. Grað­ar stelp­ur. Eru ekki all­ir sexý?“
Kyrrþey ólgar
GagnrýniKyrrþey

Kyrr­þey ólg­ar

Bóka­blað­ið bregð­ur á leik í um­fjöll­un um glæpa­sög­ur og fær fólk sem kem­ur í starfi sínu á einn eða ann­an hátt að saka­mál­um til að greina og meta hinar blóð­ugu bók­mennt­ir. Helgi Gunn­laugs­son las nýju bók­ina hans Arn­ald­ar Ind­riða­son­ar, Í kyrr­þey. Helgi er pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands og hef­ur rannskað af­brot og af­brota­fræði en í doktor­s­verk­efni sínu tók Helgi fyr­ir af­brot á Ís­landi í al­þjóð­legu sam­hengi.

Mest lesið undanfarið ár