„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir talsvert meiri hallarekstri en nýr fjármálaráðherra
StjórnmálFjármálaáætlun 2025-2029

Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spá­ir tals­vert meiri halla­rekstri en nýr fjár­mála­ráð­herra

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram nýja fjár­mála­áætl­un fyrr í vik­unni þar sem gert er ráð fyr­ir um 53 millj­arða króna halla á rekstri hins op­in­bera ár­ið 2025. Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn birti í gær skýrslu þar sem lagt er mat á stöðu rík­is­fjár­mála fjöl­margra ríkja heims. Þar er gert ráð fyr­ir að halla­rekst­ur rík­is­sjóðs muni verða um 91 millj­arð­ar króna ár­ið 2025. Spá sjóðs­ins er einnig tals­vert svart­sýnni en áætl­un fjár­mála­ráð­herra til lengri tíma.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“
Fréttir

„Þessi rík­is­stjórn er ekk­ert ann­að en skað­ræði“

Í dag­skrárliðn­um störf þings­ins mætti fjöl­breytt­ur hóp­ur þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unn­ar í ræðu­púlt og sögðu nýtt rík­is­stjórn­ar­sam­starf strax vera að lið­ast í sund­ur. Bentu þing­menn­irn­ir á óein­ingu væri strax far­ið að gæta með­al stjórn­ar­flokk­anna gagn­vart þeim mála­flokk­um sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á að ljúka á þessu kjör­tíma­bili. Þá þótti mörg­um stjórn­ar­and­stöðulið­um ný fjár­mála­áætl­un vera þunn­ur þrett­ándi.
Skrifstofa Alþingis mun framkvæma greiningu á niðurstöðu dómsins
Fréttir

Skrif­stofa Al­þing­is mun fram­kvæma grein­ingu á nið­ur­stöðu dóms­ins

Skrif­stofa Al­þing­is mun fram­kvæma grein­ingu á úr­skurði Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Nið­ur­staða dóms­ins var að ís­lenska rík­ið hef­ið brot­ið mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu í al­þing­is­kosn­ing­un­um 2021. „Við hljót­um að þurfa að líta í eig­in barm og velta því fyr­ir okk­ur hvernig það hefði ver­ið hægt að koma í veg fyr­ir þau brot sem voru fram­in,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu