„Ákaflega óheppilegt“ að lögreglustjóri segi óábyrgt að Bláa lónið sé opið
Fréttir

„Ákaf­lega óheppi­legt“ að lög­reglu­stjóri segi óá­byrgt að Bláa lón­ið sé op­ið

Fram­kvæmda­stjóri hjá Bláa lón­inu seg­ist ekki átta sig á því hvort lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um hafi ver­ið að tala fyr­ir hönd embætt­is­ins eða bara sem ein­stak­ling­ur, er hann lýsti því yf­ir að hann teldi óá­byrgt að halda lón­inu opnu. Þetta sé á skjön við önn­ur skila­boð sem borist hafi úr al­manna­varna­kerf­inu, sem Bláa lón­ið hafi ákveð­ið að fylgja í einu og öllu.
Tvær tillögur en samt skiptir máli „að þjóð eins og okkar tali einum rómi“
Stjórnmál

Tvær til­lög­ur en samt skipt­ir máli „að þjóð eins og okk­ar tali ein­um rómi“

Tvær þings­álykt­un­ar­til­lög­ur hafa ver­ið lagð­ar fram á Al­þingi um átök­in og ástand­ið fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs. Pírat­ar, Sam­fylk­ing, Flokk­ur Fólks­ins og tveir þing­menn Vinstri grænna vilja að að­gerð­ir Ísra­els­hers í Palestínu verði for­dæmd­ar og kalla eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi af mann­úð­ar­ástæð­um. Á sama tíma legg­ur Við­reisn fram álykt­un sem er sam­hljóða breyt­ing­ar­til­lögu Kan­ada á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna.
Ástandið í Palestínu ekki rætt á ríkisstjórnarfundi
Fréttir

Ástand­ið í Palestínu ekki rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi

Ástand­ið fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs var ekki rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Ís­land hef­ur for­dæmt árás­ir Ham­as á Ísra­el en ekki árás­ir Ís­rels­hers á Gaza. Katrín seg­ir rík­is­stjórn­ina for­dæma brot á al­þjóða­lög­um og mik­il­vægt sé að mögu­leg brot séu rann­sök­uð.
Búnaður til að tryggja hitaveitu á Reykjanesskaga ekki til í landinu
Fréttir

Bún­að­ur til að tryggja hita­veitu á Reykja­nesskaga ekki til í land­inu

Ekki er til­tæk­ur nægi­leg­ur bún­að­ur hér á landi sem þyrfti til að tryggja hita­veitu á Reykja­nesskaga raun­ger­ist dekkstu sviðs­mynd­ir í tengsl­um við jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga. Orku­mála­stjóri seg­ir að rík­ið þurfi að taka af­stöðu til kaups og/eða leigu á bún­aði sem tengj­ast rekstri hita­veitu á svæð­inu eins skjótt og auð­ið er.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.
Alþjóðasamfélagið sjái nú innanmein ríkisstjórnar Íslands
Fréttir

Al­þjóða­sam­fé­lag­ið sjái nú inn­an­mein rík­is­stjórn­ar Ís­lands

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata spurði Bjarna Bene­dikts­son, ut­an­rík­is­ráð­herra á Al­þingi í dag hvað þyrfti að ger­ast í Palestínu til að hann hætti að hamra á því að Ísra­el­ar hefðu rétt til að verja sig. Bjarni sagði að eng­inn af­slátt­ur væri veitt­ur á því að virða bæri al­þjóða­lög. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Við­reisn­ar sagði að nú sæi allt al­þjóða­sam­fé­lag­ið „inn­an­mein rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“
Síðsannleikur og samsæri á Austurvelli - „Klámið burt“
Fréttir

Síðsann­leik­ur og sam­særi á Aust­ur­velli - „Klám­ið burt“

Mót­mæl­end­ur gegn kyn­fræðslu barna mættu enn stærri hópi sem taldi þá vega að mann­rétt­ind­um trans fólks. „Við vor­um börn“ sagði trans mað­ur með regn­boga­fána. Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir fólk far­ið að ef­ast um stað­reynd­ir: „Fólk er ekki leng­ur bara að skipt­ast á skoð­un­um held­ur stend­ur deil­an um hvað telj­ast vera stað­reynd­ir.“
Fyrrverandi starfsmenn Indie Campers: „Þetta er svo mikið sukk og svínarí“
FréttirKjarabrot í ferðaþjónustunni

Fyrr­ver­andi starfs­menn Indie Cam­pers: „Þetta er svo mik­ið sukk og svínarí“

Fyrr­ver­andi starfs­menn portú­galska hús­bíla­fyr­ir­tæk­is­ins Indie Cam­pers segja að fyr­ir­tæk­ið greiði starfs­mönn­um ekki fyr­ir yf­ir­vinnu sem þeir starfa. Þeir leit­uðu til verka­lýðs­fé­lags í Reykja­nes­bæ með mál sín. Tveir af starfs­mönn­un­um segj­ast aldrei hafa unn­ið hjá álíka fyr­ir­tæki.
Forseti ASÍ segir ríkisstjórnina firrta –„Þetta fólk deilir ekki lengur kjörum með almenningi í landinu“
Fréttir

For­seti ASÍ seg­ir rík­is­stjórn­ina firrta –„Þetta fólk deil­ir ekki leng­ur kjör­um með al­menn­ingi í land­inu“

Finn­björn A. Her­manns­son sagði í ræðu á föstu­dag að ekki yrði hjá því kom­ist að verka­lýðs­hreyf­ing­in fjalli um spill­ing­una sem tröll­ríði stjórn­mál­um og fjár­mála­lífi hér á landi. Skyld­ur stjórn­mála­manna séu gagn­vart öðr­um en al­menn­ingi í land­inu. Framund­an væri risa­vax­ið verk­efni í bar­áttu við verð­bólgu, hús­næð­is­vanda, ójöfn­uð og fúna inn­viði. Sam­stöðu þurfi til að tak­ast á við það verk­efni.
Ríkjum heims sé skylt að koma í veg fyrir þjóðarmorð
Fréttir

Ríkj­um heims sé skylt að koma í veg fyr­ir þjóð­armorð

Tíu þing­menn þeirra á með­al Jó­dís Skúla­dótt­ir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir frá Vinstri græn­um segja að rík­is­stjórn Ís­lands hafi lát­ið hjá líða að for­dæma árás­ir Ísra­els­hers á Gaza. Þau vilja að ut­an­rík­is­ráð­herra geri það og kalli einnig eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi. Mann­rétt­inda­sér­fræð­ing­ar segja þjóð­armorð yf­ir­vof­andi á Gaza. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata seg­ir ríkj­um heims skylt að koma í veg fyr­ir þjóð­armorð.
Formaður Brimbrettafélags Íslands um landfyllinguna og Elliða: „Það blasir við að þetta er spilling“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Formað­ur Brimbretta­fé­lags Ís­lands um land­fyll­ing­una og Ell­iða: „Það blas­ir við að þetta er spill­ing“

Stein­arr Lár, formað­ur Brimbretta­fé­lags Ís­lands, seg­ir í um­fjöll­un í enska blað­inu The Guar­di­an að hann telji að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfuss sé að ganga er­inda námu­fjár­festa í sveit­ar­fé­lag­inu út af fram­kvæmd­um við nýja land­fyll­ingu. Hann seg­ir að það angi af spill­ingu að Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri búi í húsi sem námu­fjár­fest­arn­ir eigi.
Segir opinberar stofnanir hafa sofið á verðinum í laxeldinu: „Algjört fúsk“
FréttirLaxeldi

Seg­ir op­in­ber­ar stofn­an­ir hafa sof­ið á verð­in­um í lax­eld­inu: „Al­gjört fúsk“

Arn­ór Björns­son, sem stofn­aði og rak lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Fjarðalax fyr­ir rúm­um ára­tug, seg­ist hafa var­að op­in­ber­ar stofn­an­ir við laxal­ús í sjókvía­eldi en tal­að fyr­ir dauf­um eyr­um. Eng­in við­mið um leyfi­leg­an fjölda lúsa á löx­um í lax­eldi hafa ver­ið til hér á landi, eins og í öðr­um lönd­um, seg­ir dýra­lækn­ir. Stærsta um­hverf­is­slys vegna laxal­ús­ar hef­ur átt sér stað í Tálkna­firði.

Mest lesið undanfarið ár