Útlendingaandúð eykst á Norðurlöndum en líka umburðarlyndi
Mótmæli við Alþingi Umræður um útlendingamál hafa verið háværar undanfarið, meðal annars vegna mótmæla palestínskra flóttamanna við Alþingishúsið. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Útlendingaandúð eykst á Norðurlöndum en líka umburðarlyndi

Pró­fess­or við Ber­genhá­skóla seg­ir upp­gang öfga­hægriafla á Norð­ur­lönd­un­um skýr­ast af skynj­un al­menn­ings á ósann­girni vegna þess fjölda flótta­fólks sem tek­ið er við á milli landa og stjórn­leysi yf­ir­valda í mála­flokkn­um, ásamt van­getu hefð­bund­inna flokka til að vinna að sam­hæfðri stefnu. Um­ræð­an stjórn­ist af öfga­hægr­inu sem leiki á sál­fræði­legt eðli mann­vera. Um­burð­ar­lyndi og stuðn­ing­ur við fjöl­breytt­ari sam­fé­lög hafi þó einnig auk­ist á sama tíma.

Tíðræddur er uppgangur popúlískra stjórnmála á heimsvísu, stjórnmálastefnu sem byggir einna helst á aukinni útlendingaandúð í bland við þjóðernishyggju, vantrausti á elítustjórnmálum og í mörgum tilvikum efasemdum um gildi og gagnsemi lýðræðis, opinna samfélaga og fjölmenningar. 

„Stóra myndin“, segir Elisabeth Ivarsflaten, prófessor í stjórnmálafræði við Bergenháskóla í Noregi, „er sú að Evrópa á síðustu öld hefur farið frá því að vera staður sem fólk vill flýja frá til að finna betra líf, eins og var gjarnan raunin fyrir hundrað árum, yfir í að verða staður sem fólk vill flytjast til“. Norðurlöndin hafi verið efst á slíkum mælikvörðum og gjarnan skilgreind sem „mannvænustu samfélög í heiminum“. Þessu hafi fylgt mikil aukning í innflutningi fólks af skiljanlegum ástæðum, en í flestum Evrópulöndum varð stefnan sögulega sú að „hreinlega loka landamærunum“ fyrir innflytjendum utan Evrópu. Innan Evrópu varð frjáls flutningur fólks að einum meginstoða Evrópusambandsins, en viðbrögðin við þessum tvennum tegundum innflytjenda hafa …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár