Nýtt efni

Dýrara að fá sér naut og bernaise
Innlend dagvara hækkar mun hraðar en erlend, samkvæmt Verðlagseftirliti ASÍ. Nautakjöt hefur hækkað mikið, hvort sem um er að ræða hamborgara, hakk eða steikur. Þá hækkaði verð á Stjörnueggjum um 9% í maímánuði.

Einkavæðing Íslandsbanka hafin á ný
Útboð á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun. Útboðið stendur til fimmtudags og ætlar ríkið að selja minnst 20 prósenta hlut í bankanum.


Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Kæra Þorgerður Katrín
Þú segist ætla að tala áfram fyrir friði. En segir í sama andardrætti að „við vitum alveg upphafið“, sjöundi október 2023

80 ár og svo mörg mannslíf
Nú er þess minnst að átta áratugir eru liðnir frá því að Evrópustyrjöldinni miklu, 1939 til 1945, lauk. Hér verður farið yfir hvað gekk á og hvað þessi barátta kostaði. Raktar eru flestallar stærstu herferðirnar þótt fljótt sé farið yfir sögu. Ekki er við því að búast að allar tölur séu hárnákvæmar en þær eru þó eflaust svo réttar sem verða má.

Mitt í hörmungunum situr lítill drengur og brosir
Nýr kafli er að hefjast í árásunum gegn Palestínumönnum á Gasa, en Ísraelsmenn hafa boðað hertar hernaðaraðgerðir.

Fangelsisdómur yfir burðardýri og fylgdarmanni - Hvorugur með sakaferil
Þeir Alexios Charavgias og Rafail Bazionis hafa verið dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni. Í dómnum segir að Rafail hafi verið í hlutverki burðardýrs en Alexios hafi gegnt lykilhlutverki við framkvæmd brotsins

Verðlagsnefnd hækkar mjólkurverð
Verðlagsnefnd búvara hækkaði lágmarksverð til bænda og heildsöluverð mjólkur og afurða frá 12. maí, með vísan til hærri launa og aukins orku- og dreifingarkostnaðar.

Úkraína prófar þolmörk Rússa
Úkraína beitti víðtækum drónaárásum til að veikja loftvarnir Moskvu fyrir hersýningu 9. maí. Á meðan sýndi Rússland samstöðu með einræðissinnum og Kína styrkti áhrif sín. Lýðræðisríki virðast á undanhaldi, sérstaklega Bandaríkin.

Eldsnöggur eldri hlaupari á heimsmælikvarða
Hafsteinn Óskarsson meiddist sem ungur hlaupari og þurfti að hætta en er nú í fremstu röð í heiminum í millivegalengdum í sínum aldursflokki. „Eins og að vera á góðum sportbíl,“ segir hann um að hlaupa hratt.

Bandaríkin og Kína ná samkomulagi um tímabundna lækkun tolla
Bandaríkin og Kína hafa náð samkomulagi um að lækka gagnkvæma tolla tímabundið og halda áfram viðræðum, sem markar mikilvægt skref í að draga úr viðskiptadeilu sem raskað hefur fjármálamörkuðum á heimsvísu.

SFS gagnrýna hækkun veiðigjalda á TikTok
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda úti TikTok-reikningnum Ekkert slor þar sem ungur hagfræðingur segir málflutning atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld rangan. Fyrrverandi varaþingmaður Pírata hefur gagnrýnt hagfræðinginn fyrir að gera ekki nógu skýrt grein fyrir tengslum sínum við hagsmunasamtökin í myndböndunum.

Lárus Björn Svavarsson er fallinn frá
Lárus Björn, þekktur sem Lalli Johns, ólst upp við fátækt og var fluttur nauðugur á Breiðavík, þar sem hann var beittur ofbeldi sem barn. Hann glímdi við fíknisjúkdóm en náði síðan yfirhöndinni og lifði allsgáður í mörg ár.