Nýtt efni

Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
„Við höfum upplifað vonbrigði og getuleysi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sem heitir áframhaldandi stuðningi Íslands við Palestínu. Hún segir að alþjóðlegur þrýstingur muni aukast þegar fólki gefst tækifæri til að átta sig á því sem gengið hefur á í stríðinu á Gaza, nú þegar útlit er fyrir að átökunum sé að linna.

Vegagerðin segir að brú yfir Sundin sé betri en göng
Álit Vegagerðarinnar er að brú yfir Sundin nái frekar markmiðum um Sundabraut heldur en göng. Guðlaugur Þór Þórðarson segir íbúa ósátta. Ásýnd höfuðborgarinnar breytist ef áform um Sundabraut verða að veruleika.

Eldislaxar fundist allt frá Borgarfirði yfir í Blöndu
Erfðagreining staðfestir útbreiðslu eldislaxa suður og austur af Vestfjörðum.

Getur ekki annað en vonað að samkomulagið verði virt
„Ég verð að trúa því að þetta sé mögulegt,“ sagði utanríkisráðherra Palestínu um það samkomulag sem nú virðist í höfn um vopnahlé á Gaza. Hún er stödd á Íslandi. Ráðherrann sagðist þakklát Möggu Stínu, sem nú situr í haldi ísraelskra stjórnvalda eftir að hafa tekið þátt í tilraunum til að koma neyðaraðstoð til Gaza.

Grindvískir leigjendur rukkaðir á hamfaratímum
Leigjendur í Grindavík hafa verið rukkaðir fyrir húsaleigu á rýmingatímum og þurft að berjast fyrir að endurheimta tryggingafé sem þeir lögðu fram.

Það sem við vitum um Gazasamkomulagið
Fyrsti áfangi friðaráætlunar á Gaza felur í sér að Hamas mun sleppa tuttugu lifandi gíslum og Ísraelar sleppa 3.700 Palestínumönnum á næstu sólarhringum. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði formlega undirritaður í hádeginu.

Glitnismenn á barmi endurkomu
Fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, verður meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka, gangi samruni bankans við Skaga eftir. Fjárfestingafélag undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verður líka stór hluthafi. Þeir voru viðskiptafélagar í bankanum og í REI-málinu umdeilda en leiðir skildu um tíma.

Trump segir samkomulag Hamas og Ísraels í höfn
Bandaríkjaforseti tilkynnti að samkomulag hefði náðst á milli leiðtoga Hamas og ísraelskra stjórnvalda um vopnahlé. Samkomulagið felur í sér lausn gísla í haldi Hamas og fangelsaðra Palestínumanna.

Jane Goodall hefði glöð skotið Pútín og Trump út í geim
Í viðtali sem Netflix birti eftir andlát Jane Goodall sagðist hún vilja senda Donald Trump, Elon Musk, Vladimir Pútín, Xi Jinping og Benjamin Netanyahu út í geiminn. Hún ræddi árásargirni manna og simpansa, trú á líf eftir dauðann og mikilvægi þess að vernda jörðina.

Dæmdur fyrir 40 milljóna fjárdrátt úr dánarbúi móður sinnar
Maður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að draga sér rúmlega 40 milljónir króna af reikningum látinnar móður sinnar. Hann hafði verið útnefndur umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi hennar.

Fulltrúi Hamas segir „bjartsýni ríkja“ í viðræðum við Ísrael
Fulltrúi Hamas segir að bjartsýni ríki í viðræðum við Ísrael um vopnahlé á Gaza. Samtökin hafa lagt fram lista yfir palestínska fanga sem þau vilja láta lausa í skiptum fyrir ísraelska gísla.

Magga Stína handtekin: Íslensk stjórnvöld minna ísraelsk á mannréttindi
Ísraelsk stjórnvöld hafa handtekið Möggu Stínu sem var um borð í skipinu Conscience sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa krafist þess við að Ísrael virði alþjóðalög og mannréttindi hennar og annarra sem voru um borð í skipinu.

Halda vöxtum í 7,5 prósentum
Seðlabankinn hækkar hvorki né lækkar vexti. Bankinn tilkynnti ákvörðun sína í morgun. Verðbólga mælist enn yfir markmiði.