Nýtt efni

Trump segir Obama sekan um landráð
Bandaríkjaforseti forðast umræðu um tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein með því að ógna Barack Obama með rannsókn og fangelsun.

Rauðri málningu skvett yfir ljósmyndara og utanríkisráðuneytið
Mótmælendur þrykktu rauðri málningu á Utanríkisráðuneytið í dag. Voru þeir að krefjast aðgerða vegna hungursneyðarinnar á Gasa. Einn mótmælandi skvetti rauðri málningu yfir ljósmyndara Morgunblaðsins.

Þúsund drepin í matarleit
Sameinuðu þjóðirnar lýsa fjöldamorði Ísraelshers á Palestínumönnum í neyð.

Bandaríkin yfirgefa UNESCO
Bandaríkin tilkynntu í dag að þau hafi yfirgefið UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður Hvíta hússins sagði ástæðuna vera þá að stofnunin styðji „woke, sundrandi“ málefni. Þá fullyrða Bandaríkin að stofnunin sýni andúð gegn Ísrael.

Leiðtogar Noregs og Þýskalands ræddu eftirlit á hafinu við Ísland
Evrópuþjóðir ræða varnarsamstarf sín á milli.

Mengunarþoka frá gosinu liggur yfir landinu
Hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga.

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
Fornbókasafnarinn Eyþór Guðmundsson segir mikilvægt að vernda þann menningararf sem liggur í íslenskum fornbókum. Það gerir hann með verkefninu Old Icelandic Books sem gengur út á að vekja áhuga hjá Íslendingum og ferðamönnum á bókunum og mikilvægi þeirra. Meðal þeirra bóka og handrita sem Eyþór hefur undir höndum eru Grettis saga, Jónsbók og tvö hundruð ára tilskipun til Alþingis frá fyrrum Danakonungi.

Mögulegar mútur Paramount og áhrif Trumps á CBS
Fjölmiðlafyrirtækið CBS og móðurfyrirtæki þess Paramount hafa sætt gagnrýni undanfarið eftir að tilkynnt var um að framleiðslu spjallþáttar Stephen Colbert, Late Show, yrði hætt á næsta ári. Colbert hefur verið gagnrýninn á ríkistjórn Donald Trumps. Paramount hefur verið sakað um mögulegar mútur sem hagnast Trump.

Bókarkafli: Morð og messufall
Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir sendu nýverið frá sér skáldsöguna Morð og messufall. Heimildin birtir kafla úr bókinni.


Sif Sigmarsdóttir
Fyrir hvern framdi stjórnarandstaðan pólitískt harakírí?
Hvað knúði stjórnarandstöðuna til að ganga gegn vilja þjóðarinnar af slíku offorsi?


Ásgeir Daníelsson
Hagnaður veiða og vinnslu og veiðigjaldið
Fyrrverandi forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar Seðlabanka Íslands telur að erfitt sé að rökstyðja þá fullyrðingu að sjávarútvegsfyrirtæki flytji hagnað frá útgerð til fiskvinnslu í ár til að lækka veiðigjöld eftir 2-3 ár.

Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur?“
Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru „líklega bitrir“ og „einhver hefur komið illa fram við þá og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ skrifar Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Trump segir Epstein-skjölin samsæri gegn sér
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að bandaríska alríkislögreglan þurfi að rannsaka Epstein-skjölin sem samsæri gegn sér. Hann hefur farið mikinn síðustu daga og kallar stuðningsmenn sem óska eftir því að skjölin verði opinberuð „veikburða.“