Nýtt efni

Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
Þrír af forsvarsmönnum náttúruverndarsamtakanna VÁ, sem berjast fyrir því að koma í veg fyrir að fyrirtækið Ice Fish Farm hefji sjókvíaeldi í Seyðisfirði, skrifa opið bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki þetta laxeldi en málið er ekki í höndum þeirra lengur. Þau Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Sigfinnur Mikaelsson biðla til Sigurðar Inga að koma þeim til aðstoðar.

Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Héraðsdómur sakfelldi Pál Vilhjálmsson fyrir að hafa í bloggi sínu farið með ærumeiðandi aðdróttanir um blaðamenn. Voru bæði ummælin sem Páli var stefnt fyrir ómerkt.

Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi voru harðlega gagnrýnd í fyrra fyrir að hafa einungis karla í stjórn samtakanna. Á aðalfundi í morgun bættust við þrjár konur en 20 eru í stjórn með formanni.

Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Vinstri græn hafa á síðustu fimm og hálfu ári tapað trausti og trúverðugleika, gefið afslátt af mörgum helstu stefnumálum sínum og varið hegðun og aðgerðir sem flokkurinn talaði áður skýrt á móti. Samhliða hefur róttækt fólk úr grasrótinni yfirgefið Vinstri græn, kjósendahópurinn breyst, hratt gengið á pólitíska inneign Katrínar Jakobsdóttur og fylgi flokksins hrunið. Þetta er fórnarkostnaður þess að komast að völdum með áður yfirlýstum pólitískum andstæðingum sínum.

Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki mælst meiri frá kosningum. Karlar eru mun óánægðari en konur og höfuðborgarbúar eru óánægðari en íbúar á landsbyggðinni.

Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin
Landsfundur Vinstri grænna, eins konar árshátíð flokksins, var settur í skugga slæmra fylgiskannana og samþykkt útlendingafrumvarpsins. Við sögu koma stafafura, breytingaskeiðið og sönglagið „Það gæti verið verra“. Blaðamaður Heimildarinnar var á staðnum.

Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
37 ára Íslendingur, sem verið hefur búsettur í Svíþjóð frá fæðingu, hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir kynferðisofbeldi gegn konum auk fleiri brota. Mál mannsins, Geirmundar Hrafns Jónssonar, hefur vakið spurningar um hvort hægt sé að vísa honum úr landi. Geirmundur hélt 25 ára konu fanginni í marga klukkutíma síðastliðið sumar og beitti hana grófu ofbeldi.


Þórður Snær Júlíusson
Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig
Okkur stendur ekki ógn af flóttafólki. Okkur stendur ógn af fólki sem elur á ótta með lygum, dylgjum og mannvonsku til að ná skammtímaárangri í stjórnmálum, með miklum og alvarlegum afleiðingum á íslenskt samfélag til lengri tíma.

Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
Blaðamaður og ritstjóri stefndu bloggara fyrir ærumeiðandi aðdróttanir á síðasta ári. Hann fullyrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.

Samband Bush og Blair og stríðið í Írak
Persónulegur vinskapur Tony Blair og George W. Bush er ekki síst undir í umfjöllun David Dimbleby um aðdraganda Íraksstríðsins 2003. Hlaðvarpið The Fault Line: Bush, Blair and Iraq er vel þess virði að hlusta á, þótt þú teljir þig vita flest sem hægt er um stríðið.