Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þegar trúverðugleiki Íslands gránaði eftir margra ára vanrækslu

Allt frá ár­inu 2006 voru ís­lensk yf­ir­völd vör­uð við því að varn­ir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka væru lé­leg­ar hér á landi. Ár­ið 2015 kom fram í minn­is­blaði ráð­herra að ekki hefði ver­ið brugð­ist við í níu ár.

Þegar trúverðugleiki Íslands gránaði eftir margra ára vanrækslu

Íslensk stjórnvöld drógu lappirnar um margra ára skeið þegar kom að því að bregðast við athugasemdum frá FATF, alþjóðlegum starfshópi um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Í frétt RÚV frá því í lok febrúar árið 2015 var greint frá því að samkvæmt minnisblaði Ólafar Nordal heitinnar, þáverandi innanríkisráðherra, ættu stjórnvöld enn eftir að bregðast við ítrekuðum og alvarlegum athugasemdum starfshópsins frá árinu 2006.

Í minnisblaðinu sagðist Ólöf ætla að stofna formlegan stýrihóp um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem hefði það hlutverk að gera tillögur til stjórnvalda um úrbætur til samræmis við tilmæli FATF á hverjum tíma. Jafnframt yrði stýrihópurinn stjórnvöldum til ráðgjafar í málefnum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og frystingu fjármuna.

Sautján manna stýrihópur

Stýrihópurinn var skipaður í byrjun maí 2015 og formaður hans var Hildur Dungal lögfræðingur, sem starfaði á þeim tíma í innanríkisráðuneytinu. Í hópnum sátu upphaflega sjö manns og bættist einn við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár