Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fordæmalaus neyð: Hundruð milljóna gætu lent á vergangi vegna loftslagsvanda

Lofts­lags­breyt­ing­arn­ar munu koma verst nið­ur á íbú­um fá­tæk­ustu landa heims, fólki sem nú þeg­ar býr við ör­birgð, fólki sem þeg­ar er í af­ar við­kvæmri stöðu og býr í lönd­um þar sem inn­við­ir eru veik­ir og íbú­ar í meiri hættu vegna nátt­úru­ham­fara.

Fordæmalaus neyð: Hundruð milljóna gætu lent á vergangi vegna loftslagsvanda
Loftslagsflóttafólk í Pakistan Afleiðingar loftslagsbreytinga verða einna alvarlegastar fyrir íbúa Pakistans, sem losar þó mun minna en flestir jarðarbúar af gróðurhúsalofttegundum. Í Pakistan búa um 205 milljónir manna. Mynd: Shutterstock

Um þessar mundir eru fimm ár frá því að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér skýrslu þar sem greint var frá því að fjöldi þeirra sem voru á flótta vegna átaka í heiminum hefði farið yfir fimmtíu milljónir í fyrsta skipti síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Fjallað var um þetta á forsíðum flestra fjölmiðla næstu daga. Á næstu áratugum er talið að fimm sinnum fleiri neyðist til að flýja heimili sín og þá vegna hamfarahlýnunar af manna völdum, eða um 250 milljónir manna. Tölur um fjölda eru þó nokkuð á reiki en sérfræðingar víða um heim eru sammála um að ekki færri en 250 milljónir verði á flótta, sumir hafa spáð því að 150 milljónir manna verði á flótta og enn aðrir sagt að allt upp í einn milljarður manna þurfi að flýja heimili sín vegna hnattrænnar hlýnunar. Öll eru þó sammála um að framundan sé neyð af stærðargráðu sem aldrei …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár