Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu síðan hún sagði af sér ráðherraembætti

Tæp­ir tveir mán­uð­ir eru liðn­ir síð­an Sig­ríð­ur And­er­sen boð­aði til blaða­manna­fund­ar og til­kynnti um af­sögn sína. Síð­an hef­ur ekk­ert sést til henn­ar á vett­vangi þings­ins.

Sigríður Andersen ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu síðan hún sagði af sér ráðherraembætti

Sigríður Á. Andersen hefur ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu á Alþingi frá því hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra þann 13. mars síðastliðinn. Þá liggur ekki fyrir opinberlega í hvaða fastanefnd Alþingis hún mun setjast sem óbreyttur þingmaður.

Samkvæmt þingskapalögum er þingmönnum skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni og skal tilkynna forseta um forföll. 

Tæpir tveir mánuðir eru liðnir síðan Sigríður Andersen boðaði til blaðamannafundar og tilkynnti að hún hygðist segja af sér ráðherradómi. Með því vildi hún skapa vinnufrið vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 

Síðan hefur  hún verið fjarverandi – ekki með skráða fjarvist – í öllum atkvæðagreiðslum sem farið hafa fram á Alþingi. Síðasta atkvæðagreiðsla sem hún tók þátt í á Alþingi fór fram 6. mars og síðasta þingræða hennar var flutt daginn áður.

Stundin sendi Sigríði Andersen tölvupóst og bauð henni að tjá sig um málið eða bregðast við fréttinni. Ekki hafa borist svör.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár