Þegar Adrían Breki Hlynsson var tveggja og hálfs árs greindist hann með SMA. Adrían Breki er fæddur 2. febrúar árið 2012 svo hann er sjö ára í dag. Með tímanum er að koma í ljós að hann er líkast til frekar týpa 3, sem voru góðar fréttir þar sem týpa 2 er almennt álitin alvarlegri. Foreldrar hans vissu þó frá upphafi að hann ætti mikil verkefni fyrir höndum, við að kljást við sjúkdóminn. „Þegar hann var greindur var okkur sagt að ekkert væri hægt að gera, annað en að halda áfram í sjúkraþjálfun sem hann hafði byrjað í maí 2014. Við þyrftum bara að sjá hvernig sjúkdómurinn þróaðist, enda væri hann mjög einstaklingsbundinn, og vona að það yrði framþróun í lyfjamálum sem gæti nýst honum,“ segir Dísa Jónsdóttir, mamma Adríans.
Fljótlega eftir að Adrían greindist heyrðu foreldrarnir af þessu nýja lyfi, Spinraza, sem væri í þróun og lofaði mjög góðu. …
Athugasemdir