Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Greinilegur sálrænn þáttur í grindargliðnun

Eft­ir því sem ís­lensk­ar kon­ur eru lok­aðri til­finn­inga­lega er lík­legra að þær þjá­ist af grind­argliðn­un á með­göngu. Þetta var eitt af því sem doktors­rann­sókn Gyðu Eyj­ólfs­dótt­ur sál­fræð­ings leiddi í ljós. Hún seg­ir sam­spil erfiðra upp­lif­ana í æsku og lík­am­legra ein­kenna van­met­ið.

Á fyrstu meðgöngu Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðings þjáðist hún mjög af grindargliðnun, strax frá fyrstu vikunum. Hún bjó þá í Bandaríkjunum þar sem hún var í doktorsnámi í sálfræði og leitaði þar til lækna, las sér til og reyndi hvað hún gat til að komast til botns í því hvað skýrði þessa óbærilegu verki og hvernig hún gæti brugðist við. Hún komst fljótt að því að þar var lítið vitað um þetta ástand sem sumar konur þekkja óþægilega vel. Lítið var til ráða, annað en að harka af sér og draga úr sem flestum daglegum athöfnum, til að komast í gegnum meðgönguna. Hún átti erfitt með að beygja sig, sitja, ganga, halda á einhverju þungu, snúa sér í rúminu og reglulega skekktist á henni grindin og smelluhljóð heyrðust frá lífbeininu sem gerðu það að verkum að hún gat ekki gengið. Hún var í sjúkraþjálfun þrisvar í viku og á endanum setti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár