Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Berlínarbúar vilja banna sína Gamma

Íbú­ar höf­uð­borg­ar Þýska­lands ræða nú um það í fullri al­vöru hvort rétt sé að banna stóru leigu­fé­lög­in í borg­inni, taka hús þeirra eign­ar­námi, og leigja íbúð­irn­ar aft­ur út á sam­fé­lags­leg­um for­send­um. Meiri­hluti Berlín­ar­búa eru hlynnt­ir hug­mynd­inni sem gæti far­ið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áð­ur en langt um líð­ur.

Berlínarbúar vilja banna sína Gamma
Mótmæla leigurisunum Íbúar í hverfinu Friedrichschain hafa undanfarin misseri staðið í ýmsum aðgerðum gegn stórum leigufélögum og leiguhækkunum þeirra, en hverfið er vinsælt á meðal fjárfesta. Mynd: unknown

Töluverð umræða hefur farið fram um það í höfuðborg Þýskalands að undanförnu hvort tími sé kominn til þess að banna stórum hagnaðardrifnum leigufélögum að starfa áfram í borginni. Óhætt er að segja að ákveðið neyðarástand ríki á leigumarkaði í Berlín, en leiguverð í borginni hefur meira en tvöfaldast síðastliðinn áratug og hækkaði um heil 20,5 prósent árið 2017, sem var mesta hækkun í heiminum það árið. Leigurisarnir á markaði eru sakaðir um að hafa ýtt undir og stuðlað að þessu með uppkaupum íbúða í þúsundavís og meiri samþjöppun á markaði en áður hefur þekkst.

Svo virðist sem Berlínarbúar séu nú tilbúnir til þess að grípa til róttækra aðgerða, en nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að meirihluti þeirra er hlynntur því að banna stóru leigufélögunum að starfa áfram í borginni. Þetta fæli meðal annars í sér þjóðnýtingu húsnæðis leigurisanna; alls 200 þúsund íbúða sem yrðu síðan leigðar aftur út á samfélagslegum …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Leigumarkaðurinn

Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
FréttirLeigumarkaðurinn

Slökkvi­lið­ið bann­ar bú­setu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik

Slökkvi­lið­inu var til­kynnt um eld­hættu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik fyr­ir einu ári. Birg­ir Finns­son slökkvi­liðs­stjóri seg­ir að út frá til­kynn­ing­unni hafi slökkvi­lið­ið ekki átt­að sig á því að um væri að ræða at­vinnu­hús­næði. Leigu­sal­inn er hætt­ur að leigja íbúð­ina því hann vill ekki brjóta lög. Fjöl­skylda frá Venesúela sem bjó í íbúð­inni er kom­in með nýja íbúð í Breið­holt­inu.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.
Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ástand­ið á leigu­mark­aði get­ur graf­ið und­an geð­heilsu leigj­enda

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að að geð­heil­brigðs­mál­um í fjöru­tíu ár, seg­ir að leigu­mark­að­ur­inn grafi und­an geð­heilsu fólks. Kvíði leigj­enda yf­ir því að ná ekki end­um sam­an og að þurfa jafn­vel að flytja gegn vilja sín­um sé mjög skað­leg­ur. Það sé um­hugs­un­ar­efni að sumt fólk græði á óför­um annarra og að yf­ir­völd leyfi það.
Kvartaði undan myglu og missti íbúðina
FréttirNeyð á leigumarkaði

Kvart­aði und­an myglu og missti íbúð­ina

Bryn­dís Ósk Odd­geirs­dótt­ir neyð­ist til að flytja með fjöl­skyldu sína úr íbúð sem hún hef­ur leigt frá því síð­ast­lið­ið haust. Hún seg­ir leigu­sal­ann hafa rift samn­ingi við þau í kjöl­far þess að hún kvart­aði und­an myglu í íbúð­inni. Hún tel­ur að lít­il við­brögð við fyr­ir­spurn­um henn­ar um leigu­íbúð­ir helg­ist af því að mað­ur­inn henn­ar er af er­lend­um upp­runa.
Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
ÚttektNeyð á leigumarkaði

Neyð á leigu­mark­aði í boði stjórn­valda

Sam­tök leigj­enda kalla eft­ir reglu­verki til að koma í veg fyr­ir öm­ur­legt ástand á leigu­mark­aði þar sem fólk neyð­ist til að sækja í ósam­þykkt og óleyfi­legt hús­næði vegna hás leigu­verðs. Ráð­herr­ar og þing­menn virð­ast vel með­vit­að­ir um ástand­ið og flúðu sjálf­ir leigu­mark­að­inn við fyrsta tæki­færi. Engu að síð­ur er það nið­ur­staða ný­legr­ar rann­sókn­ar að leigu­sal­ar hafi um­boð stjórn­valda til að herja á leigj­end­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár