Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eldar hollan mat sem börnin elska

Heil­næm­ar og holl­ar mat­ar­venj­ur barna standa nærri hjarta Magneu Guðnýj­ar Fer­d­in­ands­dótt­ur, sem fyr­ir fjór­tán ár­um fann ástríðu sinni far­veg í starfi þeg­ar hún réð sig sem mat­ráð á Leik­skól­an­um Reyn­is­holti. Þar töfr­ar hún fram hina ýmsu græn­met­is­rétti og hreina fæðu sem falla vel í kram­ið hjá börn­un­um. Hún hef­ur helg­að sig nær­ingu ungra barna og seg­ir aldrei of seint að breyta mat­ar­venj­um barna til góðs.

Eldar hollan mat sem börnin elska

Þegar börnum er kynnt hollustufæði sem þau hafa ekki fengið áður er algjört lykilatriði að maturinn sé fallega framsettur, segir Magnea Guðný. Þá hjálpar einnig að hafa grænmetið vel maukað til að byrja með þegar um ung börn er að ræða. „Oftast mun barnið ekki vilja smakka matinn í fyrstu en það má ekki gefast upp heldur doka við og bjóða barninu matinn aftur síðar sem þá er orðinn kunnuglegur. Þetta tekur oftast ekki nema nokkur skipti og þá er barnið farið að borða matinn. Það dugar ekkert annað en staðfesta og hvatning.“

Matarástin hríslast niður fjölskyldutréð

„Ég hef alltaf notið þess að matreiða hollan mat úr fersku og góðu hráefni, það er mér  í blóð borið í beinan kvenlegg ef svo má segja. Við erum þrjár kynslóðir hússtjórnarskólagenginna kvenna með ástríðu fyrir matargerð. Amma mín var afbragðskokkur og móðir mín eldaði hollan mat af kostgæfni. Viðhorf þeirra og nálgun …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu