Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Annað líf Steinunnar Eldflaugar

Kynn­gi­magn­aði raf­tón­list­ar­mað­ur­inn Stein­unn Eld­flaug Harð­ar­dótt­ir skap­ar sinn eig­in til­gang og merk­ingu. Hún ótt­að­ist áhrif þess á sköp­un­ina að eign­ast barn.

Þegar Steinunn Eldflaug Harðardóttir var nýútskrifuð úr myndlist í Listaháskóla Íslands átti hún erfitt með að einbeita sér að sérgrein sinni. Hún var virk í listakommúnunni Kunstschlager, bjó í frjóu umhverfi umkringd skapandi fólki, en segist samt hafa afvegaleiðst í að semja og spila tónlist. „Þegar allir í kringum mig voru að vinna í myndlist sinni var ég alltaf að laumast til þess að gera tónlist,“ segir hin glaðlynda Steinunn.

Steinunn hefur vakið mikla athygli og kátínu fyrir sviðsframkomu sína og tónlistarmyndbönd, en hún leggur mikið upp úr því að vera með spennandi tónleika sem eru í senn litríkir, drungalegir og mjög lifandi. Til þess notar hún alls kyns reykvélar, leysigeisla og furðuleg tæki, og sparar ekki tilþrifin.

Fór ótroðnar slóðir

Steinunn gaf út ógrynni af lögum, kasettum, og smáskífum á árunum í kringum skólagöngu sína, en platan Rokk og róleg lög kom út 2010 þegar Steinunn var enn í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár